Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1967, Síða 33

Frjáls verslun - 01.10.1967, Síða 33
frj'/ls Verzlun 33 Inger Steinson var stödd a skrifstofu Frjálsrar verzlunar, þegar þessi mynd var tekin. Hún gengur í mjög stuttum kjólum og pilsum og getur ekki hugsað sér in er mjög frábrugðin því, sem áður tíðkaðist. Langmest af þeim fatnaði, sem hér sést, tilheyrandi stuttu tízk- unni, er innflutt vara. Þó var lengi mikið um, að stúlkur styttu eldri pils og kjóla. En þar sem bað gefst misjafnlega vel, og að sniðin eru orðin fullkomnari og glæsilegri en áður, kaupa stúlkur nú meira af tilbúnum fatnaði stuttu tízkunn- ar. Stúlkurnar gera orðið meiri kröfur til fatnaðarins og snið- anna, þær hafa með öðrum orð- annan klæðnað. um, kynnzt tízkunni betur, og kröfur þeirra til þess fatnaðar, sem þær ganga í, hafa aukizt. íslenzkur fataiðnaður hefur lítt lagt sig eftir framieiðslu á fatnaði í stuttu tízkunni. Þetta alþekkta tízkufyrirbæri hefur þróazt svo ört, að innlendum iðnaði er ekki kleift að fylgjast með þróuninni. Hins vegar hafa langflestar, ef ekki allar verzlanir í Reykjavík, klæðnað í stuttu tízkunni á boð- stólum. Aðeins ein verzlun í allri Reykjavík verzlar eingöngu með fatnað í stuttu tízkunni. Hve mikið tapast? Þau miklu viðskipti, sem beinlínis hafa skap- azt með tilkomu stuttu tízkunnar, hafa verið vatn á myllu innlendra kaupsýslumanna. Aftur á móti er augljóst að mjög mikið af þeim fatnaði, sem við sjáum hérlendis er fluttur inn af ferðafólki, og má velta því fyrir sér, hve mikið hef- ur glatazt innlendri verzlun svo og ríkissjóði, þegar hafðar eru í huga þær gífurlegu fjárhæðir, sem ungar stúlkur á íslandi eyða nú árlega í fatnað. Stutta tízkan er útbreidd á Akur- eyri, ekki síður en í Reykjavík. Hér er mynd af un^ri mennta- skólastúlku, Birnu Þórðardóttur, þar sem hún er að ganga inn í Cafe- teríu Hótel KEA, en menntaskóla- nemendur halda sig mikið þar í frístundum sínum.

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.