Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1967, Síða 34

Frjáls verslun - 01.10.1967, Síða 34
34 FRJÁLS VERZLLJN LÖG OG RÉTTUR Víxlar og vanskil Á aðalfundi Verzlunarráðs flutti Birgir ísl. Gunnars- son hrl. erindi um „Víxla og vanskil", og vakti erindið mikla athygli. Birtist erindið hér smástytt og yfirfarið af höfundi „Á undanförnum árum hefur það farið mjög í vöxt í viðskipta- lífinu, að menn standa ekki við víxilskuldbindingar sínar, og víxl- ar fara í vanskil. Virðist svo, sem virðing sú, sem menn óneitanlega höfðu fyrir víxlinum og því sér- staka formi, sem honum fylgir, hafi farið stöðugt minnkandi. Af- leiðingar þessa eru að sjálfsögðu þær, að öryggið í viðskiptalífinu minnkar, og óneitanlega vex hætt- an á því, að þetta annars hand- hæga viðskiptabréf glati smám saman öllu trausti, ekki ósvipað því, sem þegar er farið að verða vart við, að því er notkun ávís- ana snertir. Það er því vissulega tímabært, að Verzlunarráð íslands skuli hafa tekið þetta vandamál til athugunar og meðferðar og leitizt við að finna leiðir til úr- bóta.“ BREYTTUR HUGSANAHÁTTUR. ,,í lögfræðinni er oft talað um vixla og tékka í sömu andrá, enda að mörgu leyti mjög svipaðar reglur, sem gilda um þessi við- skiptabréf. Til gamans og til vitnisburðar um það, hve hugsunarháttur manna og afstaða til þessara skjala hefur breytzt á tiltölulega skömmum tíma, ætla ég að vitna í bók, sem prófessor Einar heitinn Arnórsson ritaði til notkunar við kennslu í Lagadeild Háskólans, en í bók þessari er m. a. fjallað um þær sérstöku réttarfarsreglur, sem gilda um víxil- og tékkamál. I bók- inni segir m. a. um tékkamál: „Þessi mál eru afarfátíð, ef ekki dæmalaus hér á iandi, því að sjaldgæft er það, að menn gefi út tékka, án þess að inneign sé fyrir í þeim banka eða sparisjóði, sem tékki er gefinn út á. Og hver sæmilegur maður greiðir tékkann, ef honum hefur orðið það á að gefa út tékka, enda þótt hann eigi ekki inni hjá banka eða spari- sjóði fjárhæð tékkans.“ UPPHAF VÍXLA. „En víkjum nú að víxlinum aft- ur. Víxla er fyrst getið í rétti verzlunarborganna í Norður-Ítalíu á miðöldum, og voru þeir þá not- aðir í viðskiptum á milli landa. Reglurnar um víxla höfðu þá þeg- ar náð svo miklum þroska, að lík- legt hefur verið talið, að þeir séu miklu eldri og að jafnvel megi rekja slóð þeirra aftur til Fom- Grikkja, en vitað er allavega, að þeir notuðu framseljanleg greiðslu- bréf í viðskiptum sínum. Það er víst, að reglurnar um víxla geta eigi hafa skapazt, fyrr en við- skiptalífið hafði náð nokkuð mikl- um þroska. Viðskipti voru stað- bundin í fyrstu, þannig að hönd seldi hendi, en um lánsviðskipti eða viðskipti milli fjarstaddra manna var ekki að ræða. Til þess var réttaröryggið of litið. Þegar svo var komið, að viðskipti voru farin að eiga sér stað milli fjar- staddra manna, þannig að flytja þurfti fjárgreiðslur á milli, eink- um milli manna, sem voru hver í sínu landi, þá reyndist það ýmsum vandkvæðum bundið. Flutningur peninga var áhættusamur ogkostn- aðarsamur. Myntir voru mjög margvíslegar og örðugleikum bundið fyrir greiðandann að afla sér erlendrar myntar til greiðslu Birgir ísl. Gunnarsson hæstaréttarlögmaður. og fyrir kröfuhafann að taka við erlendri mynt. I verzlunarborgun- um í Norður-ftalíu varð það að sérstakri viðskiptagrein að hafa með höndum miðlun með slíkar fjárgreiðslur, en starfsemi þessara miðlara varð upphafið að banka- starfsemi síðari alda. Kaupmaður, sem greiða þurfti skuld á öðrum stað og í annarri mynt en þeirri, sem gilti á heimili hans, sneri sér til miðlara, greiddi honum fjár- hæðina í innlendri mynt, en fékk í staðinn víxil fyrir tilsvarandi upphæð í hinni erlendu mynt. Víxilinn sendi hann svo til skuld- areiganda og var fjárhæðin greidd á greiðslustaðnum af útibúi miðl- arans eða af öðrum miðlurum, sem stóðu í viðskiptasambandi við miðlarann, sem gefið hafði víxil- inn út. Víxillinn var í fyrstu í skuldabréfsformi. Útgefandinn | skuldbatt sig til að greiða fjárhæð- ina. Seinna tóku menn svo upp ávísunarformið, og á grundvelli þess hafa skapazt þær reglur, sem smátt og smátt hafa gert víxilinn að einu þýðingarmesta viðskipta- bréfinu. Víxillinn var þannig upphaf- lega greiðsluskjal. Ef greiðandinn leysti hann til sín, var tilgangin- um með útgáfu hans náð, þ. e. a. s. greiðslan, sem víxillinn átti að koma fram, hafði þá átt sér stað. Útgefandi víxilsins bar einn á- byrgð á greiðslu hans.

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.