Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1967, Síða 35

Frjáls verslun - 01.10.1967, Síða 35
FRJÁLS VERZLLJN 35 ÞRÓUN VíXILREGLNA. Snemma mynduðust sérstakar réttarfarsreglur, sem veittu víxil- hafanum réttarfarshagræði, fram yfir það, sem kröfuhafar almennt nutu. Voru þær í fyrstu svo til- komnar, að víxilviðskipta gætti sérstaklega mikið á kaupstefnum, en þar voru sérstakir dómstólar, sem fjölluðu um þau mál, sem þar risu og höfðu greiðara réttar- far og harðari viðurlög við dóm- rofum en ella tíðkaðist. Sú nýjung í víxilreglunum, sem mest áhrif hafði á þróun þeirra síðar, var það, er víxlar urðu framseljanlegir. Komst sú regla á á 17. öld. Með því að íramselj- andi var talinn taka á sig ábyrgð á víxilfjárhæðinni við framsalið, þá gaf það víxlinum aukið gildi, þar sem skuldunautarnir, sem fjárhæðina ábyrgðust, urðu fleiri en einn. Hin aukna ábyrgð, er víxlinum fylgdi, gerði hann að hentugu lánsskjali, cg eítir því sem viðskipti jukust og þörfin á lánsfé óx, var víxillinn notaður meira og meira sem lánsskjal. Víxla mun fyrst getið í ís- lenzkri löggjöf í tilskipun frá ár- inu 1786, en þar var víxilréttur norsku laga Kristjáns 5. lögleidd- í kaupstöðum hér á landi. Víxlar voru þó nálega óþekktir í við- skiptum manna á milli. a. m. k. innanlands, þar til Landsbankinn tók til starfa árið 1886, en fyrsta hálfa árið, sem bankinn starfaði, eignaðist hann kr. 3.750.00 í víxl- um og hafði í forvaxtatekjur kr. 102.80. Síðan hefur notkun víxla aukizt hrcðum skrefum. Um víxla gilda að ýmsu leyti mjög sérstakar reglur, sem ekki er staður né stund til að gera nán- ar að umtalsefni nú. Ég minni að- eins á, að víxilskyldan er bundin mjög ströngum formskilyrðum, að víxilhafi verður að halda rétti sín- um fram með tilteknum hætti og á ella á hættu að glata rétti sín- um að meira eða minna leyti, sbr. reglurnar um afsögn víxla. Þá fyrnist víxilrétturinn á tiltölulega skömmum tíma. Þá má og minna á þær reglur, sem leiða af því, að víxillinn er viðskiptabréf, þ. e. að framsalshafi eða víxilhafi fær rétt samkvæmt hljóðan víxilsins, án tillits til bess, hvaða rétt heimild- armaður hans átti og að víxil- skuldbindingin er óháð þeim við- skiptum, sem að baki hennar liggja.“ RÉTTARFARSREGLUR. „Réttarfarsreglur í víxilmálum eru og nokkuð sérstakar, en þó líkar reglum þeim, sem gilda í tékka- og skuldabréfamálum. Að- altilgangur þeirra er sá, að hraða víxilmálum fyrir dómi og gera þau einföld í sniðum. Því eru mjög takmörk sett, hvaða vörnum víxilskuldari getur komið að í víxilmálinu, og afleiðing þess er sú, að það er mjög fátítt, að tekið sé til varna í víxilináli, og því eru þau yfirleitt flutt skriflega. Þrátt fyrir þessi réttarfarshagræði, sem víxilmál njóta, er oft yfir því kvartað við okkur, sem stundum lögmannsstörf, að víxilinnheimtur gangi allt of seint og bað taki allt of langan tíma að fá fullnustu víxilkröfu. Þessar umkvartanir eiga vissulega við rök að styðjast, eins og ég mun sýna fram á hér á eftir með því að rekja gang eins venjulegs víxilmáls. AUKNING VÍXILMÁLA. Við skulum þó áður aðeins líta á þá mjög miklu aukningu, sem orðið hefur á fjölda slíkra mála undanfarin ár. Það er ekkert of- sögum sagt, að víxilmál hafihrein- lega hvolfst yfir dómstólana í þús- undatali undanfarin ár. Dóms- málaskýrslur hér á landi eru því miður ekki svo nákvæmar, að unnt sé að segja fyrir um það með öruggri vissu, hversu mörg víxilmál séu rekin fyrir dómstól- um frá ári til árs, en þó má kom- ast mjög nálægt því og allavega sjá þróunina. Samkvæmt upplýsingum frá embætti yfirborgardómara munu um 80% af skriflega fluttum mál- um vera víxilmál, en nákvæm tala er til yfir skriflega flutt mál frá ári til árs. Ef þessum upplýs- ingum er fylgt, þá hefur fjöldi víxilmála hjá borgardómaraem- bættinu í Reykjavík verið sem hér segir: 1961 1433 víxilmál 1962 1596 — liOUS ROVCE bátavélar eru framleiddar í stærðunum 140 til 700 hestöfl. Umboðsmenn: STEIIVAVÖR H.F. NorSurstíg 7 — Reykiavík Sími: 24120 - 24125

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.