Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1967, Page 39

Frjáls verslun - 01.10.1967, Page 39
FRJÁLS VERZLUN 39 vera veðskuldabréf, en þó geta verið í því ákvæði um veð í hin- um selda hlut. Og' í slík bréf er auðvelt að setja ákvæði, sem ekki verði véfengd, þess efnis, að allt bréfiðfalli í gjalddaga, ef greiðslu- fall verði á einni greiðslu. Þetta er sem sagt miklu handhægara greiðsluform. Það getur haft alla kosti víxilsins og auk þess aðra kosti, sem víxilformið hefur ekki, þegar um afborgunarkjör er að ræða. Eins og málum er háttað í dag, er vafasamt, að bankar kaupi slík skuldabréf, en í rauninni ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu, ef þeir á annað borð kaupa víxl- ana, því að seljandi gæti gagnvart viðkomandi banka tekið á sig sjálfsskuldarábyrgð, á sama hátt og hann gerist ábyrgðarmaður, þegar hann gerist útgefandi og framseljandi víxils. Ég skýt þessu hér fram til athugunar og um- hugsunar, en ég er sannfærður um, að ef þetta form yrði tekið upp i afborgunarviðskiptum í stað víxlanna, myndi unnt að fækka víxlum um mörg þúsund á ári hverju — og það víxlum, sem maður verður var við, að mjög gjarnan fari í vanskil. LÖG UM LAUSAFJÁRKAUP. Annars held ég það mjög nauð- synlegt, að setja hér á landi lög um lausafjárkaup með afborgun- arkjörum. Þessi tegund viðskipta hefur farið svo mjög í vöxt á und- anförnum árum og er ekki nema gott eitt um það að segja, því að þessi samningskjör hafa greitt fyr- ir viðskiptum og stuðlað að því, að menn eignuðust lausafjármuni, sem þeir ella hefðu orðið að vera án. Við slík afborgunarkaup reyn- ir á ýmis atriði, sem ekki koma til, þegar um venjuleg lausafjár- kaup er að ræða og réttaróvissan um mörg atriði slíkra viðskipta er svo mikil að verulegur bagi er að. í nágrannalöndum okkar hafa fyrir löngu verið sett lög um sölu lausafjár með afborgunarkjörum, — þannig að reikna má með, að þau hafi náð nokkrum þroska þar. Við ættum því í stórum drátt- um að geta sniðið okkar lög eftir þeirra, eins og við höfum gert á mörgum öðrum sviðum fjármuna- réttarins. VERZLUNARLEYFIS- VEITINGAR. Eitt er það atriði, sem ég tel, að mjög gæti stuðlað að meiri festu og öryggi í viðskiptalífinu og þá um leið fækkað vanskilum á víxl- um, en það er, að betra eftirlit sé haft með verzlunarleyfisveiting- um en nú er gert. Um verzlunar- atvinnu er til allmikill lagabálk- ur frá árinu 1925, sem er aðmörgu leyti ágætur og í fullu gildi, ef lagaframkvæmdin væri örugg og ströng, en það tíðkast án efa oft, að menn, sem engin leyfi hafa, stundi verzlunarrekstur. Þá er eftirlit með þeim, sem leyfin hafa af mjög skornum skammti, þann- ig að vitað er t. d., að menn, sem úrskurðaðir hafa verið gjaldþrota, halda áfram verzlunarrekstri — eða taka til við hann á ný eftir stutta stund, án þess að hafa gert upp sínar skuldir. Gefur þá auga leið, hvaða tryggingu viðskipta- menn þessara aðila hafa, ef um vanskil af þeirra hálfu er að ræða. FRJÁLS SAMTÖK. Ég verð að vísu að játa, að ég hef enga tröllatrú á opinberri for- sjá, hvorki í þessum efnum né öðrum. Eigin aðgæzla þeirra, sem skipta við vanskilamenn, er að sjálfsögðu giftudrýgsta leiðin. En hérna geta einmitt frjáls samtök þeirra, sem við viðskipti fást, komið til hjálpar, t. d. samtök eins og Verzlunarráð íslands. í þeim efnum lízt mér vel á þá hug- mynd, sem fram kemur í greinar- gerð og áliti starfsnefndar um víxlamál um aukna upplýsinga- starfsemi, t. d. að handhæg skrá sé til yfir samþykkjendur af- sagðra víxla og víxilskuldara þeirra víxla, sem dómur hefur fallið á. Nauðsynlegt er, að menn gætu með mjög skjótum hætti fengið upplýsingar úr þessari skrá, t. d. í gegnum síma, þannig að þeir geti áttað sig á, hvort óhætt sé að eiga víxlaviðskipti við við- komandi aðila. Sannleikurinn er sá, að maður undrar sig oft á því í lögmannsstarfi að fá til inn- heimtu hvað eftir annað, ár eftir ár, víxla á sömu aðilana, sem á hvíla ógreiddir dómar í tugatali, og það frá traustum fvrirtækjum, sem ættu að kunna fótum sínum forráð. Ástæðan fyrir þessu er vafalaust sú, að engar upplýsingar liggja fyrir á einum stað, um skil- vísi manna í þessum efnum, þann- ig að slík spjaldskrá myndi bæta mjög úr. Þá er það enn fremur spurning, hvort ekki eigi að dreifa í dreifibréfi til þeirra, sem það vilja kaupa, skrá yfir samþykkj- endur afsagðra víxla. Engin vafi er á því, að það yrði mikið að- hald fyrir menn, a. m. k. er mörg- um illa við að fá dóma birta í Kaupsýslutíðindum. Það sýnir á- sóknin í það, að fá að ljúka víxil- málum með dómsátt. Sama myndi væntanlega gilda, ef menn ættu von á því, að fá nafn sitt birt í hliðstæðu blaði, ef þeir létu af- segja á sig víxla.“ Heimildir: Ólafur Lárusson: Víxlar og tékkar, Rvík 1957. Einar Arnórsson: Afbrigðileg meðferð einkamála, Rvík 1942. Einar Arnórsson: Aðfarar- gjörðir, Rvik 1947. Skýrsla dómsmálaráðherra um athugun á meðferð dómsmála og dómaskipan, Alþingistíðindi 1966. Lagasafn, Rvik 1965.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.