Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1967, Side 46

Frjáls verslun - 01.10.1967, Side 46
■4 6 FRJÁLS VERZLUN' 45 — — 6.750.00 60 — — 9.000.00 Til samanburðar má geta þess, að heilsíðuauglýsing í Morgun- blaðinu kostar um 13000 kr.; að vísu veita blöðin yfirleitt nokk- urn afslátt, og hvert orð verzlun- arauglýsingar í hljóðvarpi kostar 15,20 eða 40 kr., eftir því hvenær dags auglýsingin er lesin. REGLUR. Auglýsandi skilar auglýsingu sinni mynd- og hljóðritaðri og til- búinni til flutnings. Ríkisútvarpið setur nánari reglur um tæknileg atriði, og ber að hafna auglýsing- um, sem það telur tæknilega ófull- nægjandi. Auk ýmissa tæknilegra atriða þessu viðkomandi, má nefna það, að auglýsandi verður að afhenda tvö eintök af kvik- mynd, sem sýna skal oftar en einu sinni sama daginn, og þrjú eintök af kyrrmynd, sem líkt stendur á með. Þá mæla reglur svo fyrir, að engu tali verði út- varpað með kyrrmyndum, heldur tónlist, sem sjónvarpið velur sjálft. Þetta hefur mætt nokkurri andstöðu, og vilja sumir auglýs- endur, að þulum verði leyft að lesa texta með kyrrmynd. Að öðru leyti skal haga auglýsingum um efni og lengd samkvæmt ósk- um auglýsenda, að svo miklu leyti sem unnt er. Þó skal hafna auglýsingum, ef á þeim eru eftir- farandi annmarkar: 1. Ef auglýsing brýtur í bága við við íslenzk lög, svo sem al- menn hegningarlög, lög um lækningaleyfi o. fl., lyfsölu- lög, áfengislög eða lög gegn óréttmætum verzlunarháttum. 2. Ef í auglýsingu felst hlut- drægni gagnvart flokkum eða stefnum í almennum málum, atvinnustofnunum, félögum eða einstökum málum, um- sögn um stjórnmálaflokka, stefnur í almennum málum, fé- lagsheildir, stofnanir eða ein- staka menn (sbr. lög um út- varpsrekstur ríkisins). 3. Ef auglýsing brýtur í bága við almennan smekk eða velsæmi. 4. Ef tal eða aðaltexti auglýsing- ar er ekki á réttu og hreinu íslenzku máli. 5. Ef auglýsing höfðar til ótta eða leitast við að vekja ótta áhorfenda. Ekkert þessara atriða kemur á óvart eða hefur mætt gagnrýni sökum þess, að þetta eru þær reglur, sem almennt gilda hér um takmarkanir auglýsinga. Hvað snertir stjórnmálaflokkana má geta þess, að í Bandaríkjunum t. d. geta flokkarnir keypt ákveð- inn tíma í sjónvarpi og hag- að að vild. En þá er þess að gæta, að þar eru sjónvarpsstöðv- ar í einkaeign og í öðru lagi má ímynda sér, að fjárhag flokkana sé þar svo líkt á komið, að annar þeirra geti ekki beitt þessu í áróð- ursskyni fremur hinum. Hér á landi horfir málið allt öðru vísi við, og er óþarft að fara nánar út í þá sálma. I bráðabirgðareglunum um fJutning auglýsinga í sjónvarpi segir einnig: ,,Hafna skal auglýsingum um lyf (nema til sótthreinsunar eða hreinlætisráðstafana), iækna, sjúkrahús eða heilsuhæli sem slík, hvers konar lækningaaðferðir, getnaðarvarnir, og gæta skal full- yrðinga um meðul eða leiðir til megrunar eða gegn líkamslýtum. Hafna skal auglýsingum um áfengi. Hafna skal auglýsingum um peningalán, hjónabandsmiðlun, hvers konar spádóma eða dulræn fyrirbrigði. Ekki má beita neins konar að- ferðum í auglýsingum til að hafa önnur áhrif á áhorfendur en verða þeim þegar Ijós. Forðast skal óhóf- lega há eða snögg hljóð“. Greinarhöfundur minnist í því sambandi sjónvarpsauglýsingar er- lendis, sem þannig var úr garði gerð, að mynd af tiltekinni vöruteg- und kom og fór leiftursnöggt, þannig að vart varð greint, hvaða vöru var um að ræða. Undir þessu glumdu svo há og skerandi hljóð. Ekki þarf að leiða getur að því, að auglýsingin vakti geysimikla athygli og hafði mikil áhrif, en auglýsingaaðferðin þótti ekki heppileg og var því bönnuð eftir- leiðis. Ein grein þessara bráðabirgða- reglna er sérstaklega athyglis- verð og vert að leggja á hana áherzlu: „Auglýsingar skulu miðast við, að börn sjái þær og mega á eng- an hátt misbjóða þeim. Ekki mega auglýsingar misnota vanþroska eða trúgirni barna eða vekja hjá þeim trú, að þeim sé eitt eða ann- að nauðsynlegt af annarlegum ástæðum, svo sem samanburði við önnur börn eða vegna útlits“. GERÐ SJÓNVARPSAUGLÝSINGA. Nú hafa verið raktar að nokkru. þær reglur, sem gilda um flutn- ing auglýsinga í sjónvarpi. En hvað gerir nú maður, sem ákveð- ur að auglýsa í sjónvarpi? Jú, fyrst verður hann að meta, hvers virði hann álítur góða auglýsingu og fá þannig hugmynd um þann kostnað, sem hann vill leggja í. Hann getur valið um kyrr- eða kvikmynd. Velji hann kvikmynd, er að gera sér grein fyrir hvernig auglýsingin skuli byggð upp. Vert er að hafa hugfast, að áhrif auglýs- ingarinnar eru svo til eingöngu undir því komin, hversu vel hún er úr garði gerð, hvort hún hríf- ur áhorfandann og festist honum í minni. Auglýsendur almennt bera ekki skyn á heppilegustu efn- isbyggingu auglýsingar, og því er það í langflestum tilfellum væn- legast til árangurs að leita til menntaðra auglýsingateiknara. En hvað segja auglýsingastofurnar um sjónvarpsauglýsingar? Við leituðum til tveggja aðila. SLÆM AÐSTAÐA. Gísli B. Björnsson rekur aug- lýsingaskrifstofu og hefur gert nokkrar auglýsingakvikmyndir. Ef fréttamaður F.V. innti Gísla eftir aðstöðu hér til gerða aug- lýsinga, sagði hann, að ýmsir örð- ugleikar steðjuðu að. Mikill skort- ur væri á tæknimönnum til að annast kvikmyndagerðina. Til þess að byrja með hefðu nokkrir starfsmenn sjónvarpsins gertþetta í hjáverkum, en þeir mættu ekki vera að þessu lengur. „Þetta er mikið vandamál,“ sagði Gísli. Þá sagði hann, að Ríkisútvarpið hefði ekki hugsað nógsamlega um þenn- an lið sjónvarpsrekstursins. f upp- hafi hefði verið gert ráð fyrir mjög miklum tekjum af auglýs- ingum. En sjónvarpið leitaði hvergi samstarfs um gerð auglýs- inga og kynnti sér ekki heldur sjónvarpsauglýsingar erlendis, þannig að þegar innlendir aðilar vildu athuga sinn gang og báðu um erlendar auglýsingar til þess að kynnast málefninu var komið

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.