Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1967, Síða 47

Frjáls verslun - 01.10.1967, Síða 47
íFRJÁLS VERZLUN að tómum kofanum. Þarna hefði mátt gera miklu betur. Gísli áleit núverandi auglýsingaverð sann- gjarnt, .en sagði, að sjónvarpið hefði átt að bjóða auglýsendum sérstök kjör, þ. e. mun lægra aug- lýsingaverð á tíma tilraunasjón- varpsins og gefa þeim þannig kost á að kynnast þessari auglýsinga- leið. Einnig sagði Gísli, að hyggi- legast hefði verið fyrir sjónvarp- ið að fá til landsins mann, sér- menntaðan í sjónvarpsauglýsing- um. Síðan hefði mátt bjóða kaup- sýslumönnum á einhvers konar námskeið, þar sem fjallað hefði verið um gildi sjónvarpsauglýs- inga. Þetta hefði átt að gera þegar í upphafi sjónvarpsrekstursins, en raunar væri það ekki of seint enn þá. Gísli sagðist álíta, að einungis stærri aðilar gætu auglýst í sjón- varpi. Hann sagðist sjá um aug- lýsingar fyrir fjölmarga aðila, og gæti hann raunar ráðlagt þeim, að reyna auglýsingar í sjónvarpi, en aðstaðan væri enn svo bágborin til gerðar slíkra auglýsinga, að það drægi iðulega kjarkinn úr mönnum. Gísli áleit, að kyrrmynd- ir hefðu lítil sem engin áhrif á sjónvarpsáhorfendur. „Hvað kvik- myndir snertir verður að sýna þær þó nokkrum sinnum, eigi árangur að nást. í fyrsta skipti sjá menn myndina. í annað skipti skynja menn hana. í þriðja skipti fer hún að festast í þeim og þá þarf að auka áhrifin með nokkr- um sýningum í viðbót. Aðalatriðið er þó eftir sem áður, að auglýsing- in sé vel gerð. Talið hefur mjög mikið að segja, og þá ekki síður textinn sjálfur.“ Gísli tjáði F.V., að það hefði komið fyrir, að skipt hefði verið um þul með auglýsingakvikmynd vegna þess, að talið hefði ekki þótt nógu sannfærandi. Að lokum sagði Gísli B. Björnsson, að með- < an máttur einstaklingsframtaks- ins væri ekki nógur til að efla sjónvarpsauglýsingar, ætti sjón- varpið sjálft að sjá sér hag í að ljá húsnæði sitt og starfsfólk til auglýsingagerðar. AUGLÝSENDUR ERFIÐIR. F.V. hafði einnig tal af Leifi Þorsteinssyni lijá Myndi'ðn s.f. Hann sagði, að upphaflega hefðu tæki ekki verið fyrir hendi hjá sjónvarpinu til sýningar kyrr- Allir eru þeir vandlátir. Allir velja þeir KÓRÓlVA-föt.

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.