Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1967, Page 48

Frjáls verslun - 01.10.1967, Page 48
FFÍlJÁLS Verzlun 4B mynda. Ymis tækniatriði hefðu því engan veginn staðizt, en þetta hefði nú breytzt til batnaðar. Myndiðn hefur einungis gert kyrr- myndir og sagði Leifur, að kostn- aður við gerð auglýsingar af því taginu væri rúmar 900,00 krónur með söluskatti. Hann taldi þó sjónvarpið ekki hentugan vett- vang fyrir kyrrmyndir. Það væri t. d. tilgangslaust að auglýsa ný- komnar vörur á þann hátt. Þó mætti líklega nota kyrrmyndir til þess að auglýsa upp vörumerki. Það þyrfti þá stutt slagorð og stuttan texta og auglýsinguna þyrfti að endurtaka oft á stuttu tímabili. Annars sagði Leifur, að auglýsingagerð væri í molum hér á Islandi. Alla skipulagningu vant- aði tilfinnanlega. Hingað þyrfti sérmenntaða menn í auglýsinga- sálfræði. Þá væru auglýsendur sjálfir mjög erfiðir viðureignar, því að þeir hefðu sjaldnast á tak- teinum upplýsingar um, hver keypti vöruna eða hvar hún væri keypt. Iðulega væri því allsendis óljóst, hvort miða ætti auglýsing- una við ungt fólk eða fólk á ní- ræðisaldri. Þetta stæði í veginum fyrir eðlilegum áhrifum auglýs- inga. IJNDIR AÆTLUN. Eins og áður var nefnt, hafa tekjur sjónvarpsins af auglýsing- um orðið mun minni en ráð hafði verið fyrir gert. Gunnar Vagns- son, fjármálaráðunautur Ríkisút- varpsins, tjáði blaðinu, að áætlað- ar tekjur sjónvarpsins af auglýs- ingum árið 1967 hefðu verið 10,4 milljónir. 1 lok ágústmánaðar voru þær þó aðeins orðnar um 1.200.000.00. Tekjurnar til þessa hefðu því numið u. þ. b. 150 þús. á mánuði, í stað þeirra 870 þús., sem reiknað var með. Sem betur fer, hefði þetta þó ekki raskað rekstrarmöguleikum sjónvarpsins. Ýmsir kostnaðarliðir hefðu orðið lægri en búizt var við og vegur það þá upp á móti. Gunnar bjóst fastlega við, að sjónvarpsauglýs- ingar myndu aukazt, er nær drægi jólum, og mundu þær síðan halda áfram að aukast á næstu árum. EINS OG BESSI. En hafa sjónvarpsauglýsingar haft áhrif? Allir kannast við aug- lýsinguna frá Herrahúsinu með honum Bessa Bjarnasyni. F.V. spurði forráðamenn verzlunar- innar, hvort þeir hefðu merkt ein- hverja breytingu. Jú, þeir voru sammála um, að góð sjónvarps- auglýsing væri bezta auglýsingin, sem unnt væri að fá. Það hefur meira að segja komið fyrir að menn hafi komið inn í verzlunina og beðið um föt „eins og hann Bessi var í“. Radíóbúðin lét F.V. í té sams konar upplýsingar. Auglýsing þeirra jók kaupin í verzluninni. Hvers vegna er þá ekki aug- lýst meira í sjónvarpi en raun ber vitni? F.V. hafði tal af einum voldugasta smásala Reykjavíkur- borgar. Hann sagði, að allur gang- ur þessara mála virtist svo þung- ur í vöfum. Tæknimenn væru ó- nógir og annað væri eftir því. ,,Productionin“ væri allt of lengi að fæðast. Hann kvaðst þó halda, að sjónvarpið væri góður vett- vangur til að auglýsa upp með slagorðum þekkt alheimsmerki. Hvað smásöluna áhrærði, þá aug- lýsti hún meira frá degi til dags, og væri undirbúningstími fyrir sjónvarpsauglýsingu af þeim sök- um allt of langur. Betra væri að kosta til tveimur heilsíðum í Morgunblaðinu. Að lokum sagðist þessi kaupmaður þó mundu fylgj- ast með því af áhuga, hvaða stefnu sjónvarpsauglýsingar tækju. F.V. hringdi nú í þekktan stór- kaupmann, sem ekki hefur enn auglýst í íslenzka sjónvarpinu. Hann skýrði blaðinu frá því, að sér stæði nokkur stuggur af hinum mikla kostnaði, sem fylgir sjón- varpsauglýsingum. Að vísu aug- lýsir þessi kaupsýslumaður fyrir drjúgan skilding árlega, en það er eins með hann og fleiri, menn veigra sér við að greiða of mikla peninga á einu bretti. Flestir vilja heldur mjatla þetta árið út í gegn og átta sig engan veginn á því, að á þann hátt verða auglýsingaáhrif- in miklum mun minni. Þessi mað- ur sagði F.V. hins vegar, að hann hefði þótzt merkja góðan árangur þeirra, sem í sjónvarpinu hafa auglýst, og bjóst bví fastlega við, að fara af stað með auglýs- ingu fljótlega. Honum voru þó ljósir erfiðleikarnir, sem ríkja hér við auglýsingagerðina og kveið þeim talsvert. ÁHRIF. Það kemur í ljós, að þótt aug- lýsingatekjur sjónvarpsins hafi orðið langtum minni en áætlað var, þá þarf slíkt alls ekki að benda til áframhaldandi deyfðar í þessum efnum. Sjónvarpsáhorf- endur eru flestir sammála um það,

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.