Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1967, Page 50

Frjáls verslun - 01.10.1967, Page 50
50 FRJÁLS VERZLUN VIÐSKIPTALÖND Viðskipti Svia og Islendinga Varhugavert að blanda saman viðskiptum, flugumferðarmálum, norrœnni samvinnu og menningar- legum samskiptum Að undanförnu hefur viðskipta- staða íslendinga og hinna Norður- landaþjóðanna oft dregizt, sem röksemd, inn í umræðurnar um flugfélagið Loftleiðir og lendinga- rétt þess í Skandinavíu. Af sjálfu sér leiðir, að verzlun þjóða í milli lýtur ströngustu viðskiptalegum lögmálum. Yfirleitt kaupa menn vöru, þar sem hún fæst bezt og ódýrust. Nú, þegar íslenzk verzl- un er næstum frjáls með öllu, hef- ur hið opinbera ekki heldur af- skipti af því, hvert íslenzkir kaup- endur cg seljendur beina viðskipt- um sínum. Þannig hafa Svíar um árabil verið meðal helztu kaup- enda saltsíldar, sem þeir til hróss nefna „Íslandssíld“. Og telja má, að íslendingar hafi hingað til tal- ið hagkvæmt að kaupa af Svíum ýmsar vélar, verkfæri og sam- göngutæki. Sænski stáliðnaðurinn er háþróað- ur og framleiðsluvörur hans við- urkenndar fyrir gæði. HAGSTÆÐUR VIÐSKIPT AIÖFNUÐUR. Þannig hefur hagað til, að ís- lendingar selja meira til Svíþjóð- ar en þeir kaupa þaðan. Viðskipti þjóðanna hafa því verið íslend- ingum hagstæð nema árið 1963, og að þessu leyti skera viðskipti íslendinga við Svía sig úr við- skiptum þeirra við aðrar þjóðir Vestur-Evrópu. Innfl. ísl. frá Sv. í millj. ísl kr.: 1964 1965 1966 302,0 311,0 466,7 Útfl. ísl. til Sv. í millj. ísl. kr.: 1964 1965 1966 347,0 392,1 502,7 Með öðrum orðum hafa við- skiptin við Svía þessi þrjú ár ver- ið íslendingum hagstæð um: S.I. ár keyptu íslendingar tré- og pappírsvörur frá Svíþjóð fyrir 70,2 milljónir króna. Gunnar Granberg, sendiherra. 1964 1965 1966 45,0 81,1 36,0 í millj. ísl. kr. Til nánari skýringar fylgir hér tafla um helztu viðkomandi vöru- tegundir. Útfl. ísl. til Sv. í millj. ísl. kr.: 1964 1965 1966 saltsíld 201,8 225,2 275,7 saltaðar gærur 42,2 42,4 33,5 fiskimjöl .... 29,6 34,4 50,8 söltuð hrogn 30,7 29,4 35,4 síldarmjöl 2,1 27,9 27,6 fiskúrgangur . . 2,8 11,5 6.2 annað .. 37,8 21,3 73,5 Innfl. fsl. frá Sv. í millj. ísl. kr.: 1964 1965 1966 vélar, rafknúnar og aðrar .... 100,1 105,5 152,3 samgöngutæki: bifr. og fólksfl.bílar 67,5 36,4 84,4 pappír 34,6 31,2 38,3 trévörur .... 19,5 28,5 31,9 annað 80,3 109,4 159,8 Hlutur Svía að utanríkisvið- skiptum Islendinga er sá, að þeir eru fimmti stærsti kaupandinn, næstir á eftir Dönum og næstir á undan Ráðstjórnarríkjunum. Sem seljendur til íslands eru þeir í sjö- unda sæti, og á eftir Norðmönn- um, sem þrátt fyrir hve lítið þeir kaupa frá íslandi, selja helmingi meira þangað en Svíar.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.