Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1967, Blaðsíða 51

Frjáls verslun - 01.10.1967, Blaðsíða 51
FRJALS VERZLUN 51 RANGT MAT. I þessu sambandi langar mig að lýsa þeirri persónulegu skoðun minni, að það er varasamt að meta vináttu heiliar þjóðar eftir jafn grófkenndu og einhliða sjón- armiði og því, hve hagstæð eða óhagstæð viðskiptin eru hverju landi, en þessa hefur mátt sjá dæmi. Eftir því ættu Svíar sem sé að vera helmingi meiri vinir íslendinga en Norðmenn og Ní- geríumenn þrisvar sinnum meiri vinir en Norðmenn, bar sem þeir keyptu þrisvar sinnum meira frá Islandi, áður en borgarastyrjöldin lamaði viðskipti þeirra. Þetta má kalla heldur einhliða hlýhug, þar sem Nígeríumenn hafaekkertflutt til íslands. Það skal tekið fram, að útflutn- ingur íslendinga til Svíþjóðar, líkt og til annarra landa, er óunnin hráefni, — síld, sem er soðin nið- ur í Svíþjóð, hrogn, sem í Sví- þjcð er breytt í neyzluhorf, t. d. í kavíar í túbum, og saltaðar gær- ur, sem Svíar gera úr snotra loð- pelsa. ÖNNUR TENGSL. Önnur tengsl hafa myndazt með íslendingum og Svíum hin síðari ár. Á ég þar við hin miklu þró- unarfyrirtæki, sem nú eru starf rækt hérlendis, fyrst og fremst aflstöðin við Búrfell, þar sem sænska fyrirtækið Sentab tekur þátt í félagi danskra, íslenzkra og sænskra verktaka, sem hafa tek- ið verkið að sér; enn fremui Sundahöfn, þar sem Skánska Cementgjuteriet hefur það hlut- verk að byggja nýtt hafnarsvæði; og að síðustu Siab, sem annast byggingarnar í Straumsvík ásamt hinu verðandi Álfélagi. Það er allra ósk, að þessar framkvæmd- ir hafi í för með sér mikinn hag fyrir íslendinga og muni styrkja viðskipta- og vináttu- tengsl þjóðanna. Hjá nokkrum óþægindum verður vart komizt, þegar ólíkar þjóðir vinna saman, önnur á eigin grund en hin í fram- andi landi og við nýjar aðstæður, og óhjákvæmilega hlýtur þá að koma til einhverra smáárekstra við erlenda vinnuflokka, frá hvaða landi sem er. FLUGFÉLAGADEILAN. Svo vikið sé aftur að ástandinu eins og það nú er, álít ég per- sónulega mjög varhugavert, eins og fyrr segir, að blanda saman flugferðarmálunum, sem skoða verður út frá alþjóðlegum sjónar- hóli, og viðskiptamálum annars vegar og norrænni samvinnu hins vegar. Hvernig svo sem loftferða- málunum, sem ákvarðastogstjórn- ast af haglegum ástæðum, er nú háttað, þá verða menn að taka til greina, að SAS-löndin hafa ekki látið neinu öðru landi en íslandi eftir þau. fríðindi, sem Loftleiðir hafa þar nú þegar. MENNINGARLEG SAMSKIPTI. Svíar og fslendingar hafa á síð- ari árum haft með sér sérstaklega góð tengsl á sviði menningarmála Margir íslendingar hafa haldið því fram, að íslendingar hafi margt til frændþjóðanna á Norðurlönd- um að sækja, þ. á m. til sænskra frænda sinna, svo sem hinar tíðu ráðstefnur bera vitni um. E. t. v. mætti í þessu sambandi minnast á þá æðri menntun, sem margir íslendingar hafa hlotið og hljóta í Svíþjóð. Að þessi andlega og menningarlega „viðskiptastaða“ er öðrum aðiljanum einnig í vil sjáum við daglega. Norræna húsið í Reykjavík er nú að rísa af grunni. Við skulum vona, að hvorki hinum menningarlegu né efnahagslegu viðskiptum verði haggað í framtíðinni. A M ZTT* 'R f/ÍHUHt »,♦ #♦ * •••**♦*'**'♦ * **«»•••«••••»•%• <*■*•••*•••••#♦•• *••••••••»«••«•• I .:■*»••*•••♦♦■*♦•*«• | ••»••••«•*•*•«»• l ■*«**••*•*♦«*•*** 5 *•*•*••*•***«**• ' •«•*•*•••»•»•«•* • »*•«•••••••*.**» , «••••••••*•«••• . *«»*••****■*'.**;»«'„ | >*:♦*«****«•**•*•• ! '■*•**•*»»♦«♦*»*'** ' ' ■»* » » * • « »■*♦'♦*♦**• ••••*••««••♦•••• «'•»*•••»♦,«•••»•• »*•*«••♦»»•••»•* *»••»••«»**•«»•• PHILIPS 84 Automatic J/l.7t>1>T?irAXA ? ' r - ? 5 í. 5 • I 1 t 1 l i K dictation machine LEITIÐ UPPLYSINGA: Heímilistæki s.f. SÆTÚNI 8 — SÍMI 24000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.