Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1967, Page 53

Frjáls verslun - 01.10.1967, Page 53
FRJALS VERZLLJN 53 STÁLVIRKIÐ við Myvatn Kísilgúrverksmiðj an hefur tilraunafram- leiðslu Eitt af ævmtýmm íslenzkrar framtakssemi er að gerast við Mý- vatn. Þar er nú að hefjast tilrauna- framleiðsla hinnar nýju kísilgúr- verksmiðju. Það var fyrir 15 ár- um, sem Baldur Líndal efnaverk- fræðingur fann kísilgúrnámuna í Mývatni, og það eru um það bil 10 ár, síðan að umfangsmestu rann- sóknir, sem gerðar hafa verið á kísilgúrnámunni, fóru fram. Það var Tómas heitinn Tryggvason jarðfræðingur sem gerði mæling- ar á botnlagi Mývatns, standandi á ísilögðu vatninu með móbor, sem hann þrýsti með handafli nið- ur í kísilgúrsetið. Svo var það fyrir u. þ. b. fimm árum, að Bjarni Benediktsson forsætisráð- herra fól Stóriðjunefnd að standa fyrir athugunum á möguleikum þess, að nýta námuna í Mývatni. Baldur Líndal efnaverkfræðingur var aðalsérfræðingur íslenzkra að- ila við þessar athuganir og það voru áætlanir hans um vinnslu- aðferðir og afkastagetu, sem að lokum varu lagðar til grundvallar ákvörðuninni um að smíða verk- smiðjuna. íslendingar voru stað- ráðnir í að byggja verksmiðjuna einir, ef ekki næðist samvinna við erlenda aðila. Erlendir sérfræð- ingar höfðu látið í Ijós efasemdir um niðurstöður BaldursLíndal, en við nánari rannsóknir kom í ljós, að hann hafði ætíð haft á réttu að standa. Kísilgúr hafði aldrei verið unninn úr vatni, og kísilgúr- verksmiðjan við Mývatn verður hin eina sinnar tegundar. Verk- smiðjan varð að standa tölu- Pétur Pétursson forstjóri (t. v.) og Joseph Polfer framan við turn kísil- gúrverksmiðjunnar.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.