Frjáls verslun - 01.10.1967, Qupperneq 54
54
FFÍJÁLB VERZLUN!
Stóri sívalningurinn er þurrkari, sem vegur 44 tonn.
verðan spöl frá vatninu, og
hinir erlendu sérfræðingar létu í
ljósi efasemdir um, að kísilgúr-
inn kæmist vinnsluhæfur til verk-
smiðjunnar. Tilraunir afsönnuðu
þessar staðhæfingar.
SAMNINGAR.
Rannsóknarráð ríkisins hafði
töluverð afskipti af þessum til-
raunum.
Allmiklar undirbúningsrann-
sóknir höfðu farið fram í sam-
vinnu við erlenda aðila, þegar
ákveðið var að hefja samninga
við Johns-Manville Corporation í
New York um myndun hlutafé-
lags til byggingar og reksturs
kísilgúrverksmiðju við Mývatn.
Samningarnir drógust, en íslend-
ingar héldu áfram ótrauðir. Það
var ekki sízt Magnúsi Jónssyni
fjármálaráðherra að þakka, að
verkinu var hraðað, því að hann
hafði óbilandi trú á möguleikum
okkar. Verkfræðifirma Henry J.
Kaiser í Kanada var falið að
teikna kísilgúrverksmiðju og sjá
um smíði hennar. Almenna bygg-
ingarfélagið var kvatt til ráðu-
neytis og aðstoðar. Að lokum tók-
ust samningar undir eftirliti iðn-
aðarmálaráðherra Jóhanns Haf-
stein, við Johns-Manville, sem
jafnframt tók að sér sölu á allri
framleiðslu verksmiðjunnar.
AÆTLANIR.
Byggt var eftir mjög nákvæmri
áætlun. Byggingartíminn var á-
ætlaður upp á dag og kostnaðar-
liðir reiknaðir allt niður í tugi
dollara. Pétur Pétursson, forstjóri
Innkaupastofnunar ríkisins, var
ráðinn forstjóri byggingarfram-
kvæmdanna af hálfu íslendinga,
en Joseph Polfer verkfræðingur
varð tæknilegur framkvæmda-
stjóri. Síðan var hafist handa.
Ekki er ástæða til að rekja
gang verksins í einstökum atrið-
um. Aætlanir stóðust allar, að því
undanskildu, að verksmiðjunni
var skilað eigendum mánuði
seinna en gert var ráð fyrir, vegna
þess, að afhending tækja erlendis
frá tafðist um þennan tíma. Ann-
ars hefðu allar áætlanir staðist.
Byrjað var á sjálfri verksmiðj-
unni vorið 1966 og því var lokið
nú fyrir nokkrum dögum. Kostn-
aðaráætlunin stóðst fullkomlega
og betur en það. Heildarkostnað-
ur var áætlaður 148 millj. króna
og verður hann ca. 12 millj. undir
áætlun.
ASeins íslenzkir verkamenn, fag-
menn og skrifstofufólk unnu við
uppsetningu verksmiðjunnar, auk
0 Ilmurinn er indæll, 0
og bragöið
eStir Pvi
KAFFiBRENNSLA
O. JOHNSON & KAABER