Frjáls verslun - 01.10.1967, Qupperneq 55
IFRJÁLS VERZLUN
55
Sjálfvirka pökkunarverksmiðjan í vörugeymslu verksmiðjunnar.
nokkurra erlendra sérfræðinga.
Bar Joseph Polfer mikið lof á
starfsliðið, sem hann hafði við
uppsetningu verksmiðjunnar, sem
kom óvant mörgum vinnubrögð-
um, sem þarna varð að viðhafa.
Voru mennirnir ráðnir úr ná-
grenninu og nærliggjandi byggð-
arlögum. Egill Sigurðsson, Húsa-
vík, var verkstjóri við tækja-
uppsetningu; Birkir Haraldsson,
Húsavík, sá um pípur og leiðslur;
Haukur Ákason, Húsavík um raf-
magnið; og Björn Guðmundsson,
Reykjadal var verkstjóri verka-
manna. Á skrifstofunni hjá Pétri
Péturssyni voru aðstoðarmaður
hans Birgir Guðmundsson, Her-
mann Árnason skrifst.stj. og Snæ-
björn Pétursson, sem sá um vinnu-
laun og loks tvær stúlkur við ým-
islegt annað. En þar sem verk-
smiðjan hefur nú verið afhent eig-
endum, hefur Vésteinn Guðmunds-
son tekið við framkvæmdastjórn,
en yfirverkfræðingur verður dr.
Einar Tjörvi Elíasson. Þeir hafa
báðir verið í Bandaríkjunum til að
kynna sér kísilgúrvinnslu.
VANDAMÁL.
Eins og nærri má geta kom upp
margt ófyrirsjáanlegt við uppsetn-
ingu verksmiðjunnar á jafnaf-
skekktum stað, og margt þurfti
að útvega, sem ekki var séð fyrir
að þyrfti. Þá var leitað í nágrenn-
ið eða nálæga bæi, því næst til
Reykjavíkur, og ef það ekkidugði,
þá var leitað út fyrir landstein-
ana. Þannig þurfti eitt sinn mörg
símtöl í ótal staði vegna öflunar
á sérstökum suðuvír, sem að lok-
um varð að fá með hraði frá Dan-
mörku.
Tveir 44 tonna þurrkarar, sem
gert hafði verið ráð fyrir að flytja
sundurtekna, voru fluttir frá
Húsavík í heilu lagi, eftir að
krani hafði verið sendur til að
hjálpa skipinu við að koma þeim
á land og Vegagerðin hafði styrkt
brýr og lagfært vegi.
Þannig mætti lengi telja um
það, sem gera þurfti. En árangur-
inn er verksmiðja úr stáli, stál-
virki, í suðurjaðri hverasvæðis-
ins í Námaskarði, þrjá kílómetra
austan við Reykjahlíð, 235 metra
yfir sjávarmáli, þar sem áður var
fátt umtalsvert annað en aska og
hraun.
AFKÖST.
Verksmiðjuna má setja í flokk
með Áburðarverksmiðjunni og
Sementsverksmiðjunni. Full af-
köst hennar eru 30 þúsund tonn
af kísilgúr á ári, en byrjunarfram-
leiðsla verður 6000 tonn. Fram-
leiðslan verður svo aukin jafnt og
þétt á hverju ári, þar til hún nær
28 þúsund tonna framleiðslu á
sjöunda ári. Gert er ráð fyrir, að
verksmiðjan verði rekin með tapi
fyrstu þrjú árin eða þar til verk-
smiðjan hefur náð 10—12 þúsund
tonna framleiðslu. Tapið er áætl-
að um 22 milljónir króna, en út-
flutningsverðmæti fullnaðarfram-
leiðslu um 120 milljónir króna ár-
lega. Johns-Manvilie, sem ræður
yfir um 70—150% af kísilgúrmark-
aðnum í Evrópu, mun annast söl-
una fyrir stighækkandi sölulaun.
Þannig verða sölulaunin lægst
12% meðan framleiðslan er að-
eins 6000 tonn, en þau fara upp í
31% þegar fullnaðarafköstum er
náð.
Verksmiðjan fær rafmagn sitt
frá Laxárvirkjuninni, gufuna frá
hver um einn kílómetra ofan við
verksmiðjuna og kísilgúrinn eftir
3500 metra landsleiðslu og flot-