Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1967, Qupperneq 55

Frjáls verslun - 01.10.1967, Qupperneq 55
IFRJÁLS VERZLUN 55 Sjálfvirka pökkunarverksmiðjan í vörugeymslu verksmiðjunnar. nokkurra erlendra sérfræðinga. Bar Joseph Polfer mikið lof á starfsliðið, sem hann hafði við uppsetningu verksmiðjunnar, sem kom óvant mörgum vinnubrögð- um, sem þarna varð að viðhafa. Voru mennirnir ráðnir úr ná- grenninu og nærliggjandi byggð- arlögum. Egill Sigurðsson, Húsa- vík, var verkstjóri við tækja- uppsetningu; Birkir Haraldsson, Húsavík, sá um pípur og leiðslur; Haukur Ákason, Húsavík um raf- magnið; og Björn Guðmundsson, Reykjadal var verkstjóri verka- manna. Á skrifstofunni hjá Pétri Péturssyni voru aðstoðarmaður hans Birgir Guðmundsson, Her- mann Árnason skrifst.stj. og Snæ- björn Pétursson, sem sá um vinnu- laun og loks tvær stúlkur við ým- islegt annað. En þar sem verk- smiðjan hefur nú verið afhent eig- endum, hefur Vésteinn Guðmunds- son tekið við framkvæmdastjórn, en yfirverkfræðingur verður dr. Einar Tjörvi Elíasson. Þeir hafa báðir verið í Bandaríkjunum til að kynna sér kísilgúrvinnslu. VANDAMÁL. Eins og nærri má geta kom upp margt ófyrirsjáanlegt við uppsetn- ingu verksmiðjunnar á jafnaf- skekktum stað, og margt þurfti að útvega, sem ekki var séð fyrir að þyrfti. Þá var leitað í nágrenn- ið eða nálæga bæi, því næst til Reykjavíkur, og ef það ekkidugði, þá var leitað út fyrir landstein- ana. Þannig þurfti eitt sinn mörg símtöl í ótal staði vegna öflunar á sérstökum suðuvír, sem að lok- um varð að fá með hraði frá Dan- mörku. Tveir 44 tonna þurrkarar, sem gert hafði verið ráð fyrir að flytja sundurtekna, voru fluttir frá Húsavík í heilu lagi, eftir að krani hafði verið sendur til að hjálpa skipinu við að koma þeim á land og Vegagerðin hafði styrkt brýr og lagfært vegi. Þannig mætti lengi telja um það, sem gera þurfti. En árangur- inn er verksmiðja úr stáli, stál- virki, í suðurjaðri hverasvæðis- ins í Námaskarði, þrjá kílómetra austan við Reykjahlíð, 235 metra yfir sjávarmáli, þar sem áður var fátt umtalsvert annað en aska og hraun. AFKÖST. Verksmiðjuna má setja í flokk með Áburðarverksmiðjunni og Sementsverksmiðjunni. Full af- köst hennar eru 30 þúsund tonn af kísilgúr á ári, en byrjunarfram- leiðsla verður 6000 tonn. Fram- leiðslan verður svo aukin jafnt og þétt á hverju ári, þar til hún nær 28 þúsund tonna framleiðslu á sjöunda ári. Gert er ráð fyrir, að verksmiðjan verði rekin með tapi fyrstu þrjú árin eða þar til verk- smiðjan hefur náð 10—12 þúsund tonna framleiðslu. Tapið er áætl- að um 22 milljónir króna, en út- flutningsverðmæti fullnaðarfram- leiðslu um 120 milljónir króna ár- lega. Johns-Manvilie, sem ræður yfir um 70—150% af kísilgúrmark- aðnum í Evrópu, mun annast söl- una fyrir stighækkandi sölulaun. Þannig verða sölulaunin lægst 12% meðan framleiðslan er að- eins 6000 tonn, en þau fara upp í 31% þegar fullnaðarafköstum er náð. Verksmiðjan fær rafmagn sitt frá Laxárvirkjuninni, gufuna frá hver um einn kílómetra ofan við verksmiðjuna og kísilgúrinn eftir 3500 metra landsleiðslu og flot-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.