Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1967, Side 56

Frjáls verslun - 01.10.1967, Side 56
56 FIÍJÁUB VERZLUN Stöðugt vaxandi sala á DOWIDAT-handverkfærum sannar aS þér kaupið góða vöru á góðu verði. Einkaumboð: MARINÓ PÉTURSSON HEILDVERZLUN P.O. Box 1104 — Hctfnarstr. 8 — Símar 17121 - 11944 Þessi leiðsla flytur kísilgúrinn frá vatninu. leiðslu á Mývatni, en reist hefur verið dælustöð við vatnið. Vatn kemur frá borholum kílómeterfrá verksmiðjunni. Nýr og breiður vegur er nú í lagningu til Húsa- víkur. 12 íbúðarhús voru reist eftir útboði af Trésmiðjunni Iðju á Akureyri, en þau voru ekki mni í kostnaðaráætlunum. Þá lánaði Kísiliðjan Skútustaðahreppi fyrir vatnsveitu, skólpveitu og gatnagerð, um það bil 1% milljón króna. Skemma fyrir kísilgúr- inn hefur verið reist á Húsa- vik, sem verður útskipunarhöfn kísilgúrsins. Skemman er 2000 fermetrar og tekur 16—1800 tonn. í skrifstofubyggingu, sem reist var fáeina metra frá verksmiðj- unni, verða fjögur herbergi fyrir efnarannsóknir, skrifstofur for- stjóra, yfirverkfræðings, skrif- stofustjóra og skrifstofustúlku auk mötuneytis fyrir um 40 manns. Vörugeymsla áföst verk- smiðjunni mun getageymttveggja vikna framleiðslu á lausum pöll- um. GURSETIÐ. Talið er, að hin mikla náma á botni Mývatns hafi að geyma 100 milljónir kúbikmetra af kísilgúr. Þykkt kísilgúrsetsins er mjög misjöfn en mest yfir 10 metrar. Aðalsvæðin eru þrjú í svonefnd- um Ytri-Flóa út af Helgavogi og Bjargi í átt að Grímsstöðum, einn- ig í svonefndum Bolum milli Hrút- eyjar og lands út af austurströnd Mývatns og loks utan eyja í aðal- hluta Mývatns. Gúrsetið er gljúpt efst, en þykknar eftir því sem neð- ar dregur. Mikil óhreinindi eru í gúrnum, en þau stafa frá eldgos- um. Talið er, að kísillinn, sem að- allega verður unninn, sé um 2000 ára gamall. Kísilgúrsetið er enn að þykkna, enda hafa fundist 86 tegundir kísilþörunga í vatninu. Kísilgúrnum verður dælt upp úr vatninu á sumrin og eru við verk- smiðjuna geymsluþrær fyrir vinnsluforða til 280 daga. HAiMDVERKFÆRI [_DOWlDATj VINNSLAN. í stuttu máli sagt, fer vinnslan þannig fram, að botnleðjunni úr Mývatni er dælt eftir hinni 3500 metra löngu landleiðslu, sem flyt- ur 60—70 sekúndulítra, að verk- smiðjunni. Leðjan er að 90 hundr- aðshlutum vatn, sandur og aska. Fyrst fer hún gegnum sandskiljur og loks í geymsluþróna. Þessi hluti starfseminnar fer aðeins fram á sumrin. Dæla kemur efn- inu í hráefnisgeymi við verksmiðj- una. Þá er efnið sýrt og síað í sogsíu. Við það myndast efni, sem er með u. þ. b. 25—27% þurrefni. Þá er það þurrkað í gufuþurrkara og er vatnsinnihaldið aðeins 6% eftir það. Því næst er efnið látið í annan þurrkara, sem er hitaður með olíu. Hitinn er um 1100° á Celsíus. Jafnframt erefniðblandað

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.