Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1978, Page 12

Frjáls verslun - 01.06.1978, Page 12
STIKLAÐ A STORU... vfsitðiur Hagstofan hefur reiknaö vfsitölu byggingarkostnaðar eftir verðlagi í fyrri hluta júní 1978 og reyndist hún vera 217,45 stig, sem lækkar í 217 stig (október 1975 = 100). Gildir þessi vísitala á tímabilinu júlí— september 1978. Samsvarandi vísi- tala miðuð við eldri grunn er 4318 stig og gildir hún einnig á tímabilinu júlí—september 1978, þ.e. til við- miðunar við vísitölur á eldra grunni (1. október 1955 = 100). - Vísitala reiknuð eftir verðlagi í marz 1978 og með gildistíma apríl—júní 1978 var 192 stig. Hækkun nú í 217 stig er 13,0%, þar af eru um 7,5% vegna launahækkunar 1. júní 1978, en meöalhækkun launaliöa í vísitöl- unni var 14,9%. Þá varð og 30— 33% hækkun á vinnuvélatöxtum, og undanfarið hefur orðið mikil verðhækkun á ýmsum byggingar- vörum, einkum innlendum, svo sem á sementi og steypu, einangrunar- plasti, hurðum, o.fl. o.fl. V Samvinnutryggingar (reikningum Samvinnutrygginga fyrir árið 1977 kemur fram, að ið- gjöld ársins hjá félaginu námu 2.259.2 millj. kr. Höfðu þau aukizt um 548,1 millj. kr. eða 32%. Tjóna- greiðslur námu hins vegar 1.647,8 millj. kr. og höfðu þær aukizt um 357.2 millj. kr. eða 27,7%. Nettó bóta- og iðgjaldasjóðir félagsins voru íárslok 1977 1.528 millj. kr., en voru 1100 millj. kr. árið áður. Rekstur félagsins gekk vel á ár- inu. Frumtryggingadeildir skiluðu samtals afgangi að upphæð 82,7 millj. kr., og tekjur af óreglulegri starfsemi námu 17,6 millj. kr. Hins vegar varð nokkuð tap á endur- tryggingum, eða samtals 20,6 millj. kr., en hafði verið 60,1 millj. kr. árið áður. Niðurstaða á rekstrarreikn- ingi varð því hagnaður að upphæð 79,7 millj. kr. Á aðalfundi kom m.a. fram, að Samvinnutryggingar lækkuðu á ár- inu 1977 iðgjöld í heimilis- og hús- eigendatryggingum. Þá veitti félag- ið um 700 viðskiptavinum, sem tryggt hafa bifreiðar sínar í 10 eða 20 ár án tjóna, ókeypis iðgjald á ár- inu 1977. Vörusklptajöfnuðurinn Á tímabilinu janúar— maí í ár var aukning heildarinnflutnings tæp 18% (miðað við sama tíma í fyrra), en aukning almenns innflutnings tæp 19% á fyrstu fimm mánuðum ársins 1978 miðað við sama tímabil árið áður. Heildarútflutningur jókst hins vegar aðeins um 2% og út- flutningur að undanskildu áli um 3,7%. Vöruskiptajöfnuður jan.— maí 1978 varð óhagstæður um 5.450 millj. kr., en á sama tímabili árið áður var vöruskiptajöfnuður hagstæður um 2.590 millj. kr. reiknað á meðalgengi jan.—maí 1978. Vöruskiptajöfnuður er því rúmum 8 milljörðum kr. óhagstæð- ari á þessu tímabili í ár en í fyrra. Útflutningsbann hefur vafalaust haft áhrif í þá átt að útflutningur hefur orðið eitthvað minni en ann- ars, einkum í maímánuði. Á tíma- bilinu jan.— maí 1978 jókst verð- mæti útflutningsvörubirgða um 6.900 m.kr. en á sama tímabili áriö áður jókst verðmætið um 10.500 m.kr. reiknað á sambærilegu gengi. Reiknað á grundvelli útflutnings- framleiðslu í stað útflutnings varð vöruskiptajöfnuður 11,7 milljörðum kr. óhagstæðari á tímabilinu jan,—maí 1978, en á sama tímabili árið áður. Minni flúor ( lok júní hélt svokölluð flúor- nefnd árlegan fund sinn í Straums- vík, þann 11. frá upphafi. ( nefnd- inni eru fjórir sérfræðingar til- nefndir af ríkisstjórn og fjórir af ISAL. Nefndin ræddi niðurstöður rannsókna, sem gerðar voru 1977 og lagði síðustu hönd á skýrslu til ríkisstjórnarinnar og ISAL um ástand flúormála í nágrenni Straumsvíkur. Undanfarin ár hefur magn flúors í gróðri farið hækkandi með árunum, en nú brá svo við, að árið 1977 er flúormagnið mun lægra. Flúormengun hefur sem fyrr ekki haft áhrif á drykkjarvatn. Þessar niðurstöður stafa ekki hvað síst af almennt góðu ástandi keranna, lægri raflausnarhita, færri kerskiptum og skautföllum. Þessi atriði, ásamt betri súrálsþekjun hafa veruleg áhrif á flúorútstreymi frá álverinu t Straumsvík. 12

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.