Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1978, Page 21

Frjáls verslun - 01.06.1978, Page 21
nefnda evrópska reikningseining (European Unit of Account), sem samsett er úr myntum aðildar- landa Efnahagsbandalags Evrópu í ákveðnum hlutföllum. Lánin eru greidd út og endurgreidd í tiltekn- um myntum miðað við gengi þeirra gagnvart einingunum þegar greiðslur fara fram. Minnkar þetta gengisáhættuna en vextir eru í staðinn hærri en ella. íslenzka ríkið hefur þrisvar tekið lán með þessum hætti og hefur í öll skiptin verið gefin út skuldabréf skráð í evrópskum reikningsein- ingum til sölu á almennum mark- aði. Mikil skjalavinna Eins og áður sagði fylgir mikil vinna lántöku erlendis. Bæði er fylgst vel með lánamörkuöum og breytingum á þeim, en einnig fer mikið starf hagfræðilegs og lög- fræðilegs eðlis, fram við samninga um lán og undirbúning og frágang formsatriða varðandi þau. Eitt þeirra gagna, sem Seðlabankinn, eða annar lántakandi sendir er- lendum lánveitendum er lýsing eða „Prospectus". Þar er skulda- bréfunum lýst, sagt frá vöxtum, innlausn og öðrum atriðum, sem lánveitandann varða. Þá er þar al- menn lýsing á íslenzka lýöveldinu og efnahagsstöðu þess, ef um lán til ríkisins er að ræða, eða fjár- hagsstöðu annars lántakanda s.s. Landsvirkjunar eða ríkisfyrirtækis. Þá er gefirm út fjöldi vottorða, svo sem um að þeir, sem undirrita lánssamning eða skuldabréf séu þeir sem þeir eru og lögfræðingar staöfesta og skilgreina hugtök og þær stofnanir, sem nefndar eru í gögnum, sem snerta lántökuna. Öll þau gögn, sem snerta eitt slíkt lán fylla heilar möppur og skiptir blaðsíðufjöldi þeirra fremur hundruðum en tugum. C----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------'t This announceinent appears as a matter of record only. t LANDSVIRKIUN THE NATIONAL POWER COMPANY ICELAND U.S. $60,000,000 Ten Year Floating Rate Loan managed by Hambros Bank Limitcd Canadian Imperial Bank of Commcrcc Mitsui Finance Asia Limited Banquc Nordeurope S.A. Nippon Credit Intcrnational (HK) Ltd. Taiyo Kobc Financc Hongkong Limited to be provided by Banque Continentale du Luxembourg S.A. Banque Nordeurope S.A. Canadian Imperial Bank of Commerce Fuji Kwong On Financial Limitcd Hambros Bank Limited International Energy Bank Limited Mitsubishi Bank (Europe) S.A. Mitsui Finance Asia Limited Thc Mitsui Trust and Banking Company Limited Nippon Credit International (HK) Ltd. Taiyo Kobe Finance Hongkong Limited The Royal Bank of Scotland Limited Agent Bank Hambros Bank Limitcd Junc, 1978 V---------------------------------------------------------------- Þegar gengið hefur verið endanlega frá lánl, er birtur svo nefndur „legsteinn" yfir lánið. Hér er aðeins um formlega tilkynningu um lánið að ræða, þar sem tækifærið er notað til að auglýsa bankana, sem þátt tóku í því og lántakandann, ef kjörin eru góð. Ef um skuldabréfaútgáfu er að ræða birtist „legsteinninn" eftir að skuldabréfin hafa verið seld eða sala á þeim tryggð. Hér er „legsteinninn" yfir lán Landsvirkjunar, sem undirritað var í júní, en hann var birtur í tímaritinu Euromoney. 21

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.