Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1978, Side 56

Frjáls verslun - 01.06.1978, Side 56
Dior-vörur seldar í öllum löndum heims — nema Kína og Al- baníu. Hvernig skyldu þær lykta þar? Það varð sprenging í franska tízkuheiminum árið 1947. Nýtt út- lit. Eftir sjö ára skort heimsstyrj- aldaráranna þyrsti kvenfólk í nýja tízku í fatnaði. Óþekktur tízku- hönnuður, Christian Dior að nafni, var knúinn áfram af breyttum við- horfum og lét hendur standa fram úr ermum. Hann hélt fána Frakk- lands á lofti á nýjan leik í tízku- heiminum. En nafnið Christian Dior er ekki aðeins tengt fatatízkunni, nafn sem stöðugt festist við fleiri teg- undir af lúxusvörum. Christian Dior er líka ilmvatna- og snyrti- vörufyrirtæki, sem veltir um 400 milljón frönkum á ári. Ilmvatnafyrirtækið Parfums Christian Dior, var líka stofnað árið 1947, þegar það setti fyrstu teg- undina á markað ,,Miss Dior“. Þetta ilmvatn olli talsverðum straumhvörfum og breyttum smekk hjá kvenþjóðinni. Glasiö sjálft var bylting frá því, sem fólk átti áður að venjast, hannað af Baccarat. Salan var tvö hundruö glös fyrsta árið. Sannkölluð lúxus- vara. 24 milljón einingar seldar árlega Það seldust sem sagt tvö hundruð glös árið 1947 en 30 ár- um síðar framleiddi Parfums Christian Dior 24 milljón einingar. Nöfn eins og Miss Dior, Eau Fraiche, Diorissimo, Dioressence, Diorella, Dior-Dior og Eau Sauvage fyrir karlmenn eru allt heimsþekkt nöfn og meö sölu- hæstu tegundum á sínu sviði. Þar að auki kemur svo snyrtivörufram- leiðslan með 530 mismunandi Skrifstofubygging Parfums Christian Dior í Saint-Jean-de-Braye. Fagurt umhverfl og glæsileg húsakynni vekja sérstaka athygli. Allt í Dior-stíl. tegundum, sem framleidd eru í 120 þús. einingum á dag. Það eru tvö þúsund útsölustaðir fyrir þessar vörur í Frakklandi, 10 þús. í heiminum öllum og Dior-- ilmvötn voru með þeim fyrstu, sem seld voru tollfrjálst í flugvélum. SAS hóf sölu á þeim árið 1960. Útflutningstekjurnar eru nú um 240 milljón frankar og þar af koma 20% frá fríhöfnum á flugvöllum víðs vegar um heim. Selt fyrir 150 þús. franka tit ís- lands Samkvæmt upplýsingum skrif- stofustjóra Dior í Saint-Jean-de- Braye, skammt frá Orleans, nam sala til fslands í fyrra um 150 þús. frönkum. Hann sagði, aö Dior-vör- ur væru nú seldar í öllum löndum heims nema Kína og Albaníu. Fyrstu Dior-varalitirnir voru búnir til árið 1955 og fyrsta nagla- lakkið 1961. Fyrsta snyrtivörulínan kom á markaðinn 1969. Sama ár varð Parfums Christian Dior hluti af Moet-Hennessy-sam- steypunni. Þannig sameinuðust þrjú alfrönsk fyrirtæki um að viö- halda franskri hefð í sölu á mun- aðarvöru á alþjóðlegum vettvangi. Góð lykt og gott útlit - frá Dior

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.