Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1978, Page 81

Frjáls verslun - 01.06.1978, Page 81
Fiskiðjusamlag Húsavíkur hf.: Ný tækni við geymslu tryggir betra hráefni Frystihúsiö á Húsavík er taliö með þeim húsum sem best ganga á landinu. Þar stjórnar Tryggvi Finnsson daglegum rekstri. Fisk- iðjusamlagið er hlutafélag og er um helmingur hlutafjár í eigu Kaupfélags Þingeyinga, rösklega þriðjungur er eign sveitarfélagsins en aðrir hluthafar eru sjómanna- og verkalýðsfélögin á Húsavík og einkaaðilar. Um 90% af þeim afla sem unninn er í frystingu er þorskur. Framleitt er fyrir Bandaríkjamarkað og flutt út á vegum SÍS. Hráefni fær húsið af skuttogara þeirra Húsvíkinga, Júlíusi Havsteen og af bátum. Samsvarar bátafiskurinn afla af tveimur skuttogurum. Bátaútgerð er mikil á Húsavík, þar eru gerðir út á milli 50 og 60 bátar, þar af 12 þilfarsbátar. (frystihúsinu er unnið eftir bónuskerfi og sagði Tryggvi að 8 stunda vinna í bónus jafngilti 12 tíma vinnu á tímalaunum hvað afköstin snerti. Er yfirleitt reynt að vinna ekki meira en 3 daga til klukkan 7 á kvöldin en í frystihús- inu starfa um 200 manns, sumt hálfsdagsfólk. Jöfn uppbygging áður kemur nú til góða Frystihúsið hefur verið byggt upp í áföngum. Fyrsti áfanginn er frá 1950. Á árunum 1962—64 var húsið stækkað. Á þeim tíma stjórnaði Vernharður Bjarnason rekstrinum. Hann lét sig ekki muna um það að stækka frystihúsið á sama tíma og allt var á niðurleið í frystiiönaðinum, enda fram- kvæmdamaður af fyrstu gráðu. Fyrir bragðið hefur húsið gengið mun betur en mörg önnur sem byggja þurfti upp að mestu leyti með tilkomu skuttogaranna. Á hafnarbakkanum neðan við frysti- húsið hefur verið byggt hús yfir fiskmóttökuna. Þar er verið að koma upp mjög fullkomnum bún- aði til þess að geyma óslægðan fisk. Þetta eru sérstaklega hann- aðir kæliturnar. Eru þeir frá norsku fyrirtæki og þeir fyrstu sem settir eru upp utan Noregs. Aöeins eitt slíkt tæki er til í Noregi. Turnarnir kæla vatn eóa sjó þannig að hægt er að halda fiskinum nálægt frost- marki í lengri tíma. Á þennan hátt er komið í veg fyrir rýrnun og gæði hráefnisins tryggð. Kæliturnunum var verið að koma fyrir í fiskmóttökuhúsinu og önnuðust það verk norskir sér- fræöingar. Þessi búnaður mun kosta uppkominn á milli 10 og 15 milljónir króna. Tryggvi Finnsson fór ekkert dult með þá skoðun að Bygglng Fiskiðjusamlagsins á Húsavík. 81

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.