Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1989, Side 26

Frjáls verslun - 01.12.1989, Side 26
meiri en nemur hlut Ríkissjónvarps- ins. TILFÆRSLURNAR Á MARKAÐINUM Það er ekki nóg með að almennur samdráttur hafi orðið á auglýsinga- markaði á undanfömum árum heldur hafa orðið talsverðar tilfærslur milli einstakra miðla. Það sem vekur mesta athygli er mikil aukning sjón- varpsauglýsinga og sömuleiðis tím- aritaauglýsinga. Dagblöðin hafa öll mátt sjá af nokkm magni auglýsinga og sömu sögu er að segja af útvarpi. Stórir auglýsingaaðilar hafa í vaxandi mæli fært sig úr prentmiðlum yfir í sjónvarp, bæði hjá Stöðvar 2 og Rík- issjónvarpsins. Þar kemur tvennt til. Auglýsingagerð fyrir sjónvarp er verulega ódýrari í dag en fyrir nokkr- um árum. Sömu sögu er að segja af verðlagningu auglýsinga. Sú þróun sem átt hefur sér stað t.d. í Banda- ríkjunum þar sem sjónvarp er lang- mikilvægasti auglýsingamiðillinn og tímarit fara vaxandi, hefur einfaldlega haldið innreið sína hér á landi. Þá hafa breyttir viðskiptahættir á markaðin- um átt sinn þátt í þessum breytingum eins og áður sagði. Morgunblaðið og Ríkisútvarpið í skjóli nánast einokun- ar sinnar um áratuga skeið, hafa alla tíð verið mjög ósveigjanleg í viðskipt- um. Lögmál framboðs og eftirspumar hafa þar engu ráðið. Vinnubrögð breyttust almennt með tilkomu nýju ljósvakamiðlanna, en Morgunblaðið og Ríkisútvarpið sátu eftir og töpuðu viðskiptum fyrir bragðið. STÓRIR AUGLÝSENDUR YFIR TIL SJÓNVARPS Athygli hefur vakið að fjölmargir, mjög stórir auglýsendur hafa breytt áherslum sínum verulega í seinni tíð á þann vega að fara frá prentmiðlum yfir til sjónvarps. Nægir þar að benda á heila grein eins og bflgreinina. Fyrir 1987 má segja að bílaauglýsingar í sjónvarpi hafi verið nær óþekkt fyrir- brigði hér á landi. Á þessu hefur orðið gjörbylting á liðnum missemm þegar stærstu bílaumboðin hafa fært sig verulega yfir í sjónvarp. Þar nægir að nefna umboðsmenn söluhæstu bíl- anna eins og Heklu, Toyota og Ingvar Helgason svo einhverjir séu nefndir. Þessi sveifla hefur einnig orðið í ferðaiðnaðinum, þar sem flugfélögin Flugleiðir, Amarílug og SAS hafa í vaxandi mæli fært sig yfir til sjón- varps. Sömu sögu er að segja af stærstu ferðaskrifstofunum, sem all- ar hafa aukið hlut sinn í sjónvarpi verulega. Nægir þar að nefna Utsýn sem hefur verið einn stærsti við- skiptavinur Morgunblaðsins í gegn- um tíðina, Samvinnuferðir-Landsýn, Úrval, Atlantik, Sögu, Pólaris og í seinni tíð Veröld. MIKILL MUNUR Á AUGLÝSINGASTOFUM Ennfremur vekur það athygli að mikill munur er á áherslum hjá ein- stökum auglýsingastofum. Sumar hverjar halda sig áfram að langstærst- um hluta við prentmiðlana og þá Morgunblaðið sérstaklega. Þar nægir að nefa stærstu auglýsingastofu landsins, GBB/Auglýsingaþjónust- una, sem er með 70-80% allra sinna viðskipta í prentmiðlum og þar af langmest í Morgunblaðinu. Á hinum vængnum eru síðan aðilar eins og ís- lenska auglýsingastofan, sem er þriðja stærsta stofa landsins. Hún er með mikla dreifingu milli prentmiðla, sjónvarps og útvarps. Reyndar er hún stærst í sjónvarpi. Aðrar stofur eins og AUK, Ydda, Gott fólk og Arg- us hafa í auknum mæli verið að auka breidd sína í allra seinustu tíð eftir að hafa haldið sig mikið við prentmiðl- ana. Það vekur reyndar athygli að fram- an af voru það að stærstum hluta fyrirtæki, sem ekki skiptu við auglýs- ingastofur, sem fóru með auglýsingar sínar til ljósvakamiðlanna og hlutur stofana var hlutfallslega ótrúlega smár. Þau fyrirtæki sem riðu á vaðið með stóraukinni þátttöku í ljósvaka- miðlunum voru helst Þýzk-íslenska, Radíóbúðin, Nói & Síríus, Rolf Johan- sen, Útsýn, Hekla, Ingvar Helgason og Arnarflug svo einhver séu nefnd. Þá auglýstu fyrirtæki eins og Vífilfell, Sanitas og Sól mjög myndarlega í ljós- vakamiðlunum og þá kannski alveg sérstaklega hjá Stöð 2 og í nýju út- varpsstöðvunum. Ennfremur kemur í ljós þegar markaðurinn er skoðaður að hlutur auglýsingastofa í tímaritum er mjög smár. Auglýsingastofur hafa jafnan haft talsvert hom í síðu tímaritanna, svo furðulegt sem það nú er. Reyndar hefur það alla tíð vakið furðu hjá und- irrituðum hversu margar auglýsinga- stofur og reyndar auglýsendur hafa litla tilfinningu fyrir markaðinum og ákveða auglýsingabirtingar sínar á vafasömum forsendum. Fordómar í garð ákveðinna miðla hafa verið ótrú- lega miklir. Tilkoma Stöðvar 2 og annarra nýrra ljósvakamiðla olli miklum breytingum á auglýsingamarkaðinum. 26

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.