Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1989, Side 27

Frjáls verslun - 01.12.1989, Side 27
Þannig er hlutfallsleg skipting auglýsingamarkaðarins milli helstu auglýsingamiðla á árunum 1986—1989. Vöxtur Stöðvar 2 er athyglisverður. Aðrir miðlar hafa ýmist haldið sínum hlut eða orðið fyrir samdrætti. ÞEKKINGARLEYSI Eins og áður sagði ríkir talsvert þekkingarleysi hjá mörgum aðilum í auglýsingageiranum. Menn virðast hreinlega ekki hafa hugmynd um á hverju þeir byggja birtingar sínar. Nægir þar að nefna að margir horfa blint á áhorfs- og hlustendakannanir, þótt það liggi fyrir að þær segja lítið sem ekkert um aldursdreifingu og markhópa, sem viðkomandi auglýs- endur eru að höfða til. Þá er það at- hyglisvert hversu lítið auglýsendur notfæra sér tímarit til að ná til ákveð- inna markhópa. Það er til dæmis eng- in þörf á því að fara í stóra almenna miðla og borga háar upphæðir þegar um er að ræða að ná til þröngra mark- hópa. Þá hefur það alltaf vakið furðu mína hvernig menn stilla upp auglýs- ingum sínum í sjónvarpsdagskrám Ríkissjónvarpsins og Stöðvar 2. Nægir þar að nefna að auglýsendur setja t.d. auglýsingar sem eiga að höfða til bama og unglinga inni í fréttatengt efni sem er á hæsta verði í stað þess að staðsetja auglýsingar sínar í kringum efni sem höfðar til þessara hópa og er á mun lægra verði. Að mínu mati er því ekki nokk- ur vafi á því að talsvert þekkingarleysi er við lýði í þessari atvinnugrein og ekki síður hjá mörgum stjómendum fyrirtækja, sem hafa með auglýsinga- mál að gera. Á þessu þarf að verða veruleg breyting í nánustu framtíð til að tryggja nýtingu auglýsingafjár sem best í harðnandi samkeppni. Það er alveg ljóst, að enginn einn auglýsandi getur treyst eingöngu á einn miðil eða tegund miðla. Það er nauðsynlegt að hafa eðlilega dreifmgu, sem tryggir hámarks árangur. En það er ekki bara þekkingarleysi sem er ríkjandi meðal starfsmanna auglýsingastofa, heldur er augljóst þegar málin eru skoðuð, að menn hafa hreinlega eigin hagsmuni í huga, en ekki hagsmuni viðskiptavinarins í sumum tilvikum. í þessu sambandi er vert að rifja upp það sem sagði hér að framan, að mikill munur er á því hvemig einstakar auglýsingastofur dreifa auglýsingum sfnum. Sumir treysta óhóflega mikið á prentmiðla og var GBB Auglýsingaþjónustan sérstaklega nefnd í því sambandi, en stofan er með mikinn fjölda starfs- manna, sem hefur sérhæft sig í fram- leiðslu auglýsinga fyrir prentmiðla, en hefur á hinn bóginn lagt litla áherslu á sjónvarp og nánast enga áherslu á útvarp. Auk þess hefur stofan lítið beint viðskiptum sínum inn í tímaritin. Þessa sögu má reyndar segja um fleiri eins ogt.d. AUK, Gottfólkog Argus. Þegar þessir hlutir eru skoðaðir niður í kjölinn er ekki hægt að líta framhjá þeirri staðreynd, að auglýsingastofur fá minna fyrir sinn snúð þegar um framleiðslu sjónvarpsauglýsinga er að ræða, en við gerð auglýsinga í dag- blöð og tímarit. Þetta getur verið hluti af skýringunni um litla notkun á sjónvarpi, en skýrir hins vegar alls 27

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.