Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1989, Síða 28

Frjáls verslun - 01.12.1989, Síða 28
HRATT OG ÖRUGGT MED FWGI... NYC NEWYORK STO STOKKHÓLMUR -V .- ■•■'•••• •"•■•■ FAE FÆREYJAR Upplýsingar um fraktáætlun í síma 690100 FLUGLEIÐIR rmkt ekki litla notkun á tímaritum. Þegar sjónvarpsauglýsing er framleidd verður auglýsingastofan að kaupa mun meira af aðkeyptri þjónustu heldur en í kringum prentauglýsing- una. SJÓNVARPSAUGLÝSINGAGERÐ VAR DÝR Lengi var talað um, þegar rætt var um sjónvarpsauglýsingar, að þær væru svo dýrar í framleiðslu, að ekki væri á færi nema stærstu aðila að fara í slík verkefni. A þessu hefur að vísu orðið talsverð breyting í seinni tíð, þegar samkeppnin hefur leitt af sér mun lægri verð í þessum hluta aug- lýsinganna. í dag er staðan orðin þannig að hægt er að fá frambærilega sjónvarpsauglýsingu fyrir svipaðan pening og kostar að hanna heilsíðu í lit fyrir Moggann. Sú spurning verður sífellt áleitnari hvers vegna samsetning auglýsinga- markaðarins er allt öðru vísi hér á landi en í nágrannalöndum okkar og í Bandaríkjunum. Hvergi í hinum vest- ræna heimi er hlutur dagblaðanna jafn sterkur og hér, ef Norðurlöndin eru undanskilin af þeirri einföldu ástæðu að auglýsingar í ljósvakamiðlum hafa til skamms tíma verið bannaðar þar. í Bandaríkjunum er sjónvarp lang- stærsti auglýsingamiðillinn. Síðan eru það dagblöð, tímarit og bíóhúsin svo eitthvað sé nefnt. Hér á landi hafa dagblöðin verið í afgerandi forystu. Reyndar hefur meira en helmingur af öllu auglýsingafé á markaðinum farið í Morgunblaðið og DV, þótt heldur hafi dregið úr því undanfarin misseri. A þessu ári gerist það, að ljósvakamiðl- arnir taka til sín meira auglýsingafjár- magn, heldur en nokkru sinni fyrr. Þá taka þeir í fyrsta sinn til sín meira auglýsingafjármagn, heldur en nemur viðskiptunum við Morgunblaðið. Samtals má áætla, að tæplega millja- rður króna hafi farið í ljósvakamiðlana á þessu ári. Þar af fóru sennilega tæp- lega 350 milljónir til Stöðvar 2, liðlega 300 milljónir í Ríkissjónvarpið og lið- lega 300 milljónir til Rásar 1 og 2, Bylgjunnar, Stjömunnar, Aðalstöðv- arinnar og FM. Hins vegar má gera ráð fyrir að auglýsingatekjur Morgun- blaðsins verði á bilinu 800-850 millj- ónir króna. Auglýsingatekjur DV verða hins vegar á bilinu 350-400 milljónir króna samkvæmt upplýsing- um mínum. Þá má gera ráð fyrir að auglýsingar í tímaritum nemi samtals um 300 milljónum króna. Aðrar aug- lýsingar og kynningar eru eitthvað innan við 100 milljónir króna. Heild- arauglýsingamarkaðurinn í ár mun því nema um 2,5 milljörðum króna, ef af líkum lætur. BREYTINGAR Eins og áður sagðir hafa ekki bara orðið þær breytingar að fjölmiðlum hefur fjölgað, heldur hafa átt sér tals- verðar tilfærslur og aukin dreifing hefur orðið á markaðinum. Það er því ekki óeðlilegt að varpa þeirri spurn- ingu fram hvers vegna þessar til- frærslur hafi orðið og hvort þær verði viðvarandi, eða muni hugsanlega auk- ast enn frekar. Flestir viðmælendur mínir voru á því, að sú aukna dreifing sem átt hefur sér stað muni frekar aukast en hitt á komandi misserum. Staðan á þessum markaði var mjög einföld. Menn auglýstu hugsanalítið annars vegar í Morgunblaðinu og hins vegar hjá Ríkisútvarpinu, auk þess sem DV og Dagblaðið og Vísir áður, lifðu að stórum hluta af smáauglýsing- um. Síðan var ákveðinn fjöldi sem skipti við tímaritafyrirtækin. Það hef- ur reyndar alltaf farið verulega í taug- amar á stórum auglýsendum hve lítill sveigjanleiki hefur verið hjá Morgn- blaðinu og hjá Ríkisútvarpinu. Þar hefur litlu eða engu skipt hvort menn væru mjög stórir eða hreinlega mjög litlir auglýsendur. Auglýsingarstof- umar hafa haft fastan afslátt fyrir ákveðin viðskipti á ári. Lögmál fram- boðs og eftirspurnar hefur engu ráð- ið. Hafi stórir aðilar leitað eftir aukinni fyrirgreiðslu hjá þessum fyrirtækjum hefur þeim hreinlega verið snúið öf- ugum út og verið afhent verðskrá við- komandi fyrirtækja. Viðmælendur okkar vom nær á einu máli um að þessi stífni sem ríkt hefur hafi ýtt und- ir það að fyrirtæki fóru fyrr í viðskipti við ljósvakamiðlana og tímaritin en ella og þetta eigi eftir að aukast veiti þau sömu þjónustu og áður. Þá hefur það gerst á unanfömum misserum að Ríkisútvarpið fór að fara út á markað- inn í fyrsta sinn í sögu stofnunarinnar. Sölumenn hafa boðið betri kjör en áður hafa þekkst á þeim bæ. Ennþá 28
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.