Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1989, Page 36

Frjáls verslun - 01.12.1989, Page 36
AÆTLANIR stjómenda fólgin í trú á slíkum spám? Eða fara menn ein- faldlega ekki eftir því sem þar eða annars staðar kem- ur fram? í RÉTTA ÁTT Þeir aðilar, sem Frjáls verslun hef- ur rætt við um þetta mál, eru flestir þeirrar skoðunar að á þessum áratug hafi áætlunargerð í rekstri hér á landi fleygt verulega fram. Hins vegar virðist ljóst að við eigum talsvert langt í land hvað þetta varðar og að í dag er verið að gera rekstraráætlanir, sem aldrei koma til með að standast. Gildir þá einu hvort um er að ræða rekstur Ríkissjóðs eða fyrirtækja í einkarekstri og sama verður að segja um áætlanir einstak- linga varðandi fasteignakaup eða aðra neyslu. Afleiðingin er stórfelld skuldasöfnun, óhagkvæmur rekstur sem oft endar með gjaldþroti með hörmulegum afleiðingum fyrir eig- endur og starfsmenn fyrirtækja. Eins og áður sagði hafa menn í gegnum árin lagt verulegt traust á þjóðhagsáætlanir sem gerðar eru af sérfræðingum Þjóðhagsstofnunar. Þar hefur augljós- lega verið rík til- hneiging til að van- meta mikilvægar þjóðhagsstærðir, t.d. þróun gengis, verðbólgu, einkan- eyslu, hagvöxt og samneyslu. Þar hafa menn einatt freistast til að rugla saman markmiðum stjórnvalda um þessi efni og mati á staðreyndum. Ef litið er á þjóð- hagsáætlanir síð- ustu ára kemur berlega í ljós að þær hafa staðist afar illa. Sem dæmi má nefna að árið 1980 var því spáð að verðbólga yrði 40% en hún varð 60%. Árið 1985 var gert ráð fyrir 9% verð- bólgu í þjóðhagsáætlun en útkoman varð 34% verðbólga. Og árið 1987 vildu menn þar á bæ fá fram 4-5% verðbólgu en raunin varð yfir 20% verðbólga það ár. Vissulega eru ýmsar aðrar ástæður fyrir fallvaltleika slíkra áætl- ana. Ytri skilyrði hafa oft gjörbreyst á örfáum mánuðum og nægir í því sam- bandi að minna á skyndilegan afla- samdrátt, stórhækkun á orkuverði í heiminum eða undarlega þróun doll- arans. Þar á ofan hefur það einatt gerst að ríkisstjórnir á hverjum tíma hafa einfaldlega ekki fylgt þeirri stefnu sem boðuð hefur verið í þjóð- hagsáætlunum þannig að þær hafa hvorki staðist sem hagfræðilegar spár né pólitísk markmið, sem aðrir hafa getað reitt sig á. Mönnum virðist þó vera farið að lærast að varlegt getur reynst að miða eigin áætlanir við þá sem Ríkis- sjóður styðst við. Þetta kom glöggt fram á nýafstaðinni spástefnu Stjórn- unarfélags íslands, en þar voru lögð fram svör stjórnenda 17 fyrirtækja um það hvað þeir teldu að myndi ger- ast í efnahagsmálum á árinu 1990. Og þeir virtust ekki hafa of mikla trú á þjóðhagsáætlun. Samkvæmt þessum svörum var talið að verðbólga yrði 19.5% en þjóð- hagsáætlun gerir ráð fýrir 16% verð- bólgu. Raunar voru flestir þeirrar skoðunar í umræðum í lok spástefn- unnar að verðbólga hér á landi yrði á bilinu 20-25% á næsta ári. Þjóðhags- áæltlun gerir ráð fyrir 11% hækkun ráðstöfunartekna en stjórnendur fyrirtækjanna spáðu 13% hækkun. Stjórnendumir spáðu 16.8% meða- lhækkun á gengi helstu gjaldmiðla en þjóðhagsáætlun gerir ráð fyrir 13% hækkun. Loks má nefna að fyrirtækin reikna með 2.6% atvinnuleysi en op- Menn hafa einatt freistast til að rugla saman markmiðum stjórnvalda um þessi efni og mati á staðreyndum. ER LOFTRÆSIOG KÆLIKERFIÐ í LAGI MEÐAL VERKEFNA Smídi og uppsetning á stjórnbún- adi fyrir loftræsi og kælikerfið. Viðhald og eftirlit með loftræsi og kælikerfum. Úttekt á nýjum loftræsi og kælikerf- um. Smíði á stjórnbúnaði fyrir iðnaðinn. Skilar fjárfesting þín í loftræsi og kælikerfum sér í betra og þægilegra umhveríi, fyrir starfsfólk og vélbúnað. Sóar loftræsi og kælikerfið fjármunum þínum í óþarfa orkukaup, vegna vanstillingar og skorts á viðhaldi? Hafðu samband við okkur og við stillum og lagfærum loftræsi og kælikerf- ið. Hitastýring hf Þverholti 15a — Símar 623366 — 29525 36

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.