Frjáls verslun - 01.12.1989, Page 45
Frá Spástefnu Stjórnunarfélagsins. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri
Verslunarráðs Islands, Páll Magnússon fréttastjóri Stöðvar 2 og Þórður Sverrisson.
hverfi fyrirtækja, og
ágætlega hægt að sjá
marga þætti fyrir. Við
áætlanagerð hérlendis
er oft meira vandamál
að gera ráð fyrir ófyrir-
sjáanlegum og óvænt-
um ákvörðunum
stjórnvalda um breyt-
ingar á mikilvægum
umhverfisþáttum.
Hins vegar er allt of
mikið um það að menn
noti óvissuna sem af-
sökun fyrir gerð
slæmra áætlana.
Raunveruleikinn hér á
landi er ekkert flóknari
en erlendis, og ekki
erfiðara að rýna í fram-
tíðina hér á landi en
víða annars staðar.
Segja mætti að vönduð
áætlanagerð sé einmitt
nauðsynlegri í þjóðfé-
lagi þar sem stjórn-
málamenn grípa oft inn í þróun efna-
hagsmála með beinum afskiptum af
vötum, gengi, vísitölu ofl. eða náttúr-
urvöldin grípa inn í með ófyrirsjáan-
legum hætti eins og hér gerist. Góð
rekstraráætlun hjálpar þá stjórnend-
um til að meta hvaða áhrif slíkar
breytingar hafa á afkomu fyrirtækj-
anna og gerir þeim kleift að bregðast
við þessum ráðstöfnum í tíma. Hafi
menn ekki áætlanir um sinn rekstur
er oft mjög erfitt að sjá fyrir áhrif
óvæntra breytinga.
Menn verða einnig að gera sér
grein fyrir að áætlunin sjálf er aðeins
helmingurin af stjórntækinu, hinn
hlutinn er bókhaldið og reglubundin
uppgjör. Til að áætlunin komi að full-
um notum verður fyrirtæki að tengja
saman áætlun og bókhald, og fá mán-
aðarleg uppgjör þar sem fram kemur
samanburður á því sem gert var ráð
fyrir og framvindunni eins og hún
varð. Mörg fyrirtæki hérlendis fá
þannig mánaðarleg uppgjör 15-25
dögum eftir rekstrarmánuði lýkur. Þá
sjá stjómendur hvar reksturinn hefur
farið úrskeiðis og geta gripið til ráð-
stafana ef gera þarf úrbætur.
í erlendu fyrirtæki þar sem ég
þekki til telja menn mikilvægi þessara
milliuppgjöra það mikil að það liggur
fyrir strax á öðrum degi mánaðar, og
hafa menn þar nýtt sér fullkomna
tölvutækni og beintengingar við dótt-
urfyrirtæki til þess að geta séð stra
hvort reksturinn gengur eins og gert
er ráð fyrir, og því er útkoman í
rekstrinum í lok ársins ekkert happ-
drætti heldur fyrirséð niðurstaða".
Eins og áður sagði hefur Stjórnun-
arfélag íslands staðið fyrir allmiklu
fræðslustarfi til að kynna mönnum
hvernig sjá má fram í tímann þróun
hagstæðra, og hvernig gera á áætlan-
ir um eigin reksstur fram í tímann.
„Við höfum lagt á það áherslu að
góður árangur við áætlanagerð og
uppgjör byggist fyrst og fremst á
heimavinnu manna. Það gildir á þessu
sviði eins og ýmsum öðrum, að á
skólabekk læra menn einungis ákveð-
in grundvallaratriði en verða síðan að
beita reynslu sinni og þekkingu við að
þróa eigin áætlanir í samræmi við þær
aðstæður sem þeir búa við í sínum
fyrirtækjum.
Menn leysa þó ekki öll vandamál
með gerð áætlana og góðra uppgjöra,
því áætlanir eru aðeins tæki til að
hjálpa stjórnendum. Stjórnandi fyrir-
tækis, hvort sem það er í einkageira
eða eigu opinberra aðila þarf að meta
raunsætt þær upplýsingar sem hann
fær, og hafa þau sterku bein að taka á
vandamálunum sem blasa við. Ef til
vill er eitt af stóru verkefnunum í
rekstri okkar hér að halda meiri festu,
halda meiri aga, segja oftar nei þegar
fram koma óskir um aukningu í
mannahaldi eða kaup á tækjum um-
fram fjárfestingaráætlun. Stjórnend-
um verður að lærast að þeir lenda fyrr
eða síðar í rekstrarerfiðleikum ef ekki
er haldið af festu um reksturinn, og
rekstrinum er breytt með því að auka
tekjur eða skera niður kostnaðinn
þegar vandamálin blasa við.
Það sem framundan er hjá okkur í
íslenskum fyrirtækjum og hjá opin-
berum aðilum er að þróa stefiiumót-
andi áætlun til lengri tíma svo að
koma megi í veg fyrir alvarleg mistök
við fjárfestingar í nýjum atvinnugrein-
um eða nýjum rekstri sem sýnir sig að
á sér engan grundvöll. Mistök vegna
skorts á þekkingu og reynslu eru okk-
ur allt of dýr, og útilokað er að byggja
áfram upp okkar atvinnulíf nema að
menn fari að vinna skipulegar að því
að skilgreina markmið og stefnu við
atvinnuuppbyggingu hér á landi. Þau
eiga að koma fram í vandaðri áætlana-
gerð sem menn fylgja síðan eftir af
festu“, sagði Þórður Sverrisson í
stuttu spjalli.
45