Frjáls verslun - 01.12.1989, Síða 47
FflflR NYJUNGAR HJA FORDIAR EN...
Það er aðeins „eitt nýtt andlit“ í
fordbílafjölskyldunni hvað
snertir árgerðina 1990 —
Lincoln Town Car. Sérfræð-
ingar telja þetta nokkurt veik-
leikamerki og að það geti haft
áhrif á sölu Fordbíla á næsta ári
og skaðað ímynd þessa risa á
bílamarkaðinum.
Hjá General Moters eru nýjung-
arnar margar og ef GM á nokkru sinni
eftir að endurheimta eitthvað af þeim
hluta markaðarins, sem fyrirtækið
hefur misst á undanförnum árum, þá
verður það á næsta ári.
Hlutdeild General Motors í banda-
ríska bflamarkaðinum hefur verið að
smáminnka megnið af 9. áratugnum.
Hún er núna 35,5% en var 36,6% á
sama tíma í fyrra. Markaðshlutdeild
Ford-verksmiðjanna er núna 22,8%
og hefur aukist um 1% frá sama tíma í
fyrra.
Nýjungarnar hjá General Motors
eru allt frá litlum ferðabflum (mini-
vans) úr plasti upp í nokkrar gerðir af
bflum með fellanlegu þaki. Forráða-
menn Ford-verksmiðjanna hafa við-
urkennt að erfitt ár sé framundan hjá
þeim og að samkeppnin kunni að
harðna en þeir segjast bara verða að
biðja Fordunnendur að bíða þolin-
móðir til næsta vors og næsta hausts
en þá stendur margt til hjá Ford:
Þá er „The Explorer" eða „Könn-
uðurinn“ væntanlegur á markaðinn.
Það er lítill sportbíll sem á að leysa af
hólmi tveggja dyra Bronco II. Unnt
verður að fá „Könnuðinn“ bæði
tveggja- og fjögurra dyra.
Á næsta ári kemur hka á markaðinn
alveg nýr Escort. Ráðamenn Ford
hafa sagt að undirbúningur að smíði
hans og „Mercury Tracer" hafi kost-
Samkvæmt niðurstöðum nýg-
erðrar könnunar bandaríska
tímaritsins Seventeen missa
bandarískir unglingar meydóm-
inn og hreinleikann 16 ára gaml-
ir ef tekið er meðaltal af mark-
tækum. hópi. Könnunin náði til
2.046 unglinga á aldrinum 14-21
árs.
Helstu niðurstöður:
* 24% 15, ára unglinga þeirra sem
svöruðu, kváðust hafa haft samfarir,
60% 18 ára unglinga og 82% þeirra
sem voru á aldrinum 19-21 árs.
* Stúlkur sýna kynferðislegum
málum fullt eins mikimi áhuga og pilt-
ar og sáralítill munur virðist á fram-
kvæmdum hjá kynjunum í þeim efn-
um.
* 49% aðspurðra töldu sjálfsagt að
hafa kynmök áður en til hjónabands
kæmi.
* 73% aðspurðra áttu „stefnumót“
við aðila af gagnstæðu kyni áður en
þeir náðu 15 ára aldri en aðeins 34%
að hálfan annan milljarð dollara en
segja má að sá síðamefndi sé endur-
nýjuð útgáfa af Mazda 323.
En á meðan beðið er eftir þessum
bflum reyna Fordverksmiðjurnar að
skapa spennu í kringum breytingarn-
ar á „Lincoln Town Car“, enþað er sú
tegund Lincolnbfla sem best selst í
Bandaríkjunum og víðar. Aðalbreyt-
ingin felst í ávalari útlínum sem gera
hann rennilegri og „mýkri“ í útliti.
Ekki þótti ráðlegt að breyta hinum
dúnmjúku og fjaðrandi aksturseigin-
leikum bflsins, hinu óvenjulega rúm-
góða farangursrými eða hinni sér-
stöku hljóðeinangrun farþegarýmsins
því allt eru það atriði sem kaupendur-
nir sækjast eftir.
Verð þessara bfla hjá bandarískum
bflasölum er frá 27.315 upp í 32.137
dollara. í fyrra kostuðu þeir frá
25.562 uppí 29.709 dollara.
mæðra þessara sömu unglinga áttu
„stefnumót“ svo snemma.
Forsvarsmenn könnunarinnar og
ritstjórar Seventeen telja að útilokað
sé að hrekja áðumefndar staðreyndir
eða hægja á þeirri þróun að kynlíf
byrji fyrr en áður. En þeir eru líka
sammála um það að þörf sé skilmerki-
legrar og hnitmiðaðrar kynlífsfræðslu
fyrir unglingana um ýmis atriði, t.d.
AIDS, ýmsa kynsjúkdóma og getnað-
arvamir.
í októberhefti Seventeen er einnig
skýrt frá því að:
* 44% bandarískra unglinga meti
laun fyrir störf sín meira en starfs-
ánægjuna.
* 85% telja að þau verði að fá háar
einkunnir
* 93% telja hjónaband æskileg og
95% vilja eignast böm.
* 37% eru oft einmana og leiðist.
* 14% hafa einhvem tímann íliugað
sjálfsmorð.
MISSA MEYDOMINN OG
HREINLEIKANN16 ÁRA
-14% BANDARÍSKRA UNGLINGA HAFA ÍHUGAÐ SJÁLFSMORÐ
47