Frjáls verslun - 01.12.1989, Blaðsíða 49
MENNTUN
ÞRIATIU ÞUSUND MANNS
í ENDURMENNTUN
Fjöldi íslendinga sækir skóla sem bjóða starfstengda menntun, viðbótarmenntun eða
endurmenntun.
Á árunum eftir
1982 hefur átt sér
stað gífurleg þróun í
menntunarmálum
okkar íslendinga,
ýmist á sviði starf-
stengdrar menntun-
ar, endurmenntun-
ar eða viðbótar-
menntunar.
Aukningin hefur
verið einna mest
allra síðustu árin en
framboð á styttri
eða lengri nám-
skeiðum á hinum ól-
íklegustu sviðum
hefur aldrei verið
meira.
Hér á eftir er ætlunin að
íjalla um þessa^ hlið
menntamála okkar íslend-
inga og var haft samband
við allmarga aðila er tengj-
ast málinu á einn eða ann-
an hátt. Þar sem efnið er
afar viðamikið, því mjög margir bjóða upp
á ýmiss konar námskeið og margir skólar
eru í gangi víðsvegar um landið, var útilok-
að að hafa samband við alla þá sem tengj-
ast þessum þætti þjóðfélagsins. Tímari-
tsgrein sem þessi getur aldrei gert svo
viðamiklu efni tæmandi skil.
FIMM HÓPAR
í raun er um að ræða fimm mismunandi
hópa; í fyrsta lagi er boðið upp á starfs-
menntun fyrir ófaglærða á atvinnumark-
aðnum og er það í öllum tilfellum tengt
kjarasamningum. í öðru lagi er boðið upp á
eftir- eða viðbótarmenntun fagfólks og
getur slíkt nám leitt til launahækkana, t.d.
hjá kennurum. í þriðja lagi má nefna sér-
hæfð námskeið á hinum frjálsa markaði,
s.s. tölvunámskeið og ritaranámskeið, og
er það ekki tengt kjarasamningum á neinn
hátt. í flórða lagi eru það tómstunda- og
Iýðfræðsla en það eru öll þau námskeið
sem veita almenna fræðslu, s.s. tungu-
málakennsla, handavinnukennsla og sú
fræðsla sem fæst með því að horfa á
fræðsluþætti í sjónvarpi. í fimmta og síð-
asta lagi er um að ræða hefðbundna
fræðslu ætlaða fullorðnum en þá er átt við
hinar fjölmörgu öldungadeildir sem starf-
ræktar eru víðsvegar um landið.
ÚTÞENSLA í SKÓLAMÁLUM
Ástæðan fyrir þessari miklu aukningu í
endurmenntun, viðbótarmenntun og
starfstengdri menntun er m.a. sú að
þenslan í íslensku skólakerfi, bæði á fram-
haldsskólastigi og háskólastigi, á síðasta
áratug hefur verið mikil. Áætlað er að í
dag sæki um eða yfir 70% íslenskra ung-
menna framhaldsskóla og um 30% þeirra
fara í háskóla. Auk þessa hefur öll tækn-
iþróun verið afar hröð síðustu árin. Um
leið og einhver vél eða tölvuforrit er kom-
ið á markað er strax talað um að hið sama
sé orðið úrelt og annað nýrra og fullkomn-
ara býðst svo menn verða að hafa sig alla
við til að geta fylgst með. Samkvæmt
könnun, sem Margrét S. Bjömsdóttir,
endurmenntunarstjóri H.I., gerði á árinu
1986-‘87 tóku ekki færri en 30 000 íslend-
ingar þátt í skipulagðri starfstengdri
fræðslu í lengri eða skemmri tfrna en inn í
þessa tölu vantar allar öldungadeildimar
og alla þá sem sóttu málanám eða einhvers
konar tómstundanám, t.d. hjá Tóm-
stundaskólanum. Það vom því um fjórð-
ungur vinnandi manna sem vom í einhvers
TEXTI: HALLDÓRA SIGURDÓRSDÓTTIR MYNDIR: KRISTJÁN EINARSSON 0G GUNNAR GUNNARSS0N
49