Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1989, Side 51

Frjáls verslun - 01.12.1989, Side 51
Stjórnunarfélag ís- lands býður á vor- misserí 1990 upp á sjö sjálfstæð námskeið, 50- 100 stundir hvert, sem sniðin eru jafnt að þörfum einkafyrirtœkja og opin- berra stofnana. Pátt- takendur mœta tvisvar i viku frá kl. 16-19. Takmarkaður þátttakendafjöldi. Skráning er hafin sími 621066 ALMENNINGSTENGSl, 50 ST. 13. FEB.-31. MARS Hvernig skapar þú þér og fyrirtæki þínu sterka jákvæða ímynd? Hvernig á að nota auglýsingar eða ná athygli fjölmiðla eftir öðrum leiðum? Námið veitir greinargóð svör og hagnýtar leiðbeiningar til þess að standa betur að vígi gagnvart almenningstengslum. FERÐAMÁLANÁM, 100 ST. 22. JAN.-10. APRÍL Við höfum fengið til liðs við okkur færustu sérfræðinga og starfsmenn á sviði ferðaþjónustu. Vandað og kjarnmikið nám í grein sem er.í örum vexti og verður sífellt mikilvægari fyrir íslenskt efnahagslíf. FJÁRMÁLASTJÓRNUN, 60 ST. 12. FEB.-10. APRÍL Þarft þú að bæta þekkinguna í fjármálastjórnun? Þarft þú að styrkja grunninn í bókhaldi og áætlanagerð? Þarftu að taka ákvarðanir um fjárfestingar í atvinnulífmu? Nám sem kynnir fjármálastjórnun á einfaldan og aðgengilegan hátt. FRAMLEIÐSLUSTJÓRNUN, 60 ST. 20. FEB.-25. APRÍL Hvernig skapar þú heildarmynd af framleiðsluferlinu og starfsemi fyrirtækja og stofnana? Framleiðslustjórnunarnámið undirbýr stjórn- endur til að taka við ábyrgðarmeiri störfum, gerir þá hæfari og þjálfar þá í að vinna sjálfstætt. MARKAÐS- O G SÖLUNÁM, 60 ST. 6. FEB.-26. APRÍL Breytingar í viðskiptalífinu kalla á skjót viðbrögð í fyrirtækjum, sérstaklega á sviði sölu- og markaðsmála. Aukin þekking á þessu sviði er forsenda þess að þú verðir ofan á í samkeppninni. Nám sem mjög góð reynsla hefur þegar fengist af. STARFSMANNASTJÓRNUN, 60 ST. 22. JAN.-10. APRÍL Það getur skipt sköpum í rekstri fyrirtækja og stofnana að þar sé valinn maður í hverju rúmi. Vellíðan starfsfólks, skilvirkni, launamál, frammistöðumat og hvatningaleiðir eru meðal þess sem þetta nám fjallar um. STJÓRNUNARNÁM, 60 ST. 15. JAN.-4. APRÍL Stjórnunarnámið auðveldar stjórnendum forystuhlutverkið og frum- herjastarfið. Slík menntun er krafa nútímans og ómissandi tæki í harðnandi samkeppni, auknum hraða og kröfum um hagkvæmni í rekstri. Nám sem mælt er með fyrir alla millistjórnendur. Hafðu samband og við sendum þér bœkling um hœl. Stjórnunarfélag blands Ánanaustum 15, sími 621066

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.