Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1989, Qupperneq 52

Frjáls verslun - 01.12.1989, Qupperneq 52
MENNTUN sem tengjast þeirra fögum. Ekki hafa slík endurmenntunarnámskeið verið launa- tengd nema þá kannski á milli tveggja manna, þ.e. atvinnurekandi og starfsmað- ur semja um það sín á milli. Þess ber að geta að rafiðnaðarmenn, byggingamenn og málmiðnaðarmenn hafa samið um að koma á svo nefndum starfsmenntunar- sjóði sem stuðli að endurmenntun þessara aðila en viðkomandi geta sótt um styrk til að sækja námskeið úr þeim sjóði. Rafiðn- aðarsamband íslands gerði samkomulag við Landssamband rafverktaka um endur- menntunamámskeið fyrir sína menn árið 1974. Fræðslumiðstöð iðnaðarins var síð- an stofnuð sjö árum síðar en þar fer fram stærstur hluti endur- og viðbótarmennt- unar iðnaðarmanna. Einnig má geta þess að ýmis stærri fyrirtæki, eins og ísal, Aburðarverksmiðan í Gufunesi og Sem- entsverksmiðjan á Akranesi hafa samið við sína starfsmenn um námskeið og launahækkanir í kjölfar þeirra. Iðnskólinn í Reykjavík, Bílgreinasambandið, Félag ís- lenska prentiðnaðarins og Félag bóka- gerðarmanna hafa á síðustu árum staðið fyrir námskeiðum fyrir iðnaðarmenn. STJÓRNUNAR-, SKRIFSTOFU- OG ÞJÓNUSTUSTÖRF Hvað varðar fólk í stjómunar-, skrif- stofu- og þjónustustörfum þá þekkist það að starfstengd námskeið leiði til launa- hækkana en oftast em það þá innanhús- samningar milli tveggja aðUa. Til er að atvinnurekendur hafi greitt námskeiða- gjöld á slíkum námskeiðum fyrir sitt starfsfólk. Framboð á námskeiðum og námi fyrir þetta fólk hefur aukist núkið og mest hefur aukningin orðið eftir 1982. Þó em til skólar á þessu sviði, sem standa á gömlum merg, og má t.d. nefna Banka- mannaskólann en hann heldur upp á þrjátíu ára afrnæli sitt um þessar mundir en þeir þankamenn, sem sækja nám í skólanum, gera það sér að kostnaðarlausu. Verk- stjómarfræðslan var stofnuð tveimur ár- um síðar. Stjómunarfélag íslands var stofnað árið 1961 en það er tvímælalaust umsvifamesti aðiii hérlendis í starfs- tengdri menntun svo og hvað varðar styttri og lengri námskeið opin almenn- ingi. Verslunarskóli íslands bauð fyrst upp á starfsnám VÍ árið 1982 og á svipuðum tíma opnuðu nokkrir aðilar tölvuskóla. Ymis samtök bjóða námskeið á þessu sviði fyrir sína félagsmenn, t.d. Félag íslenskra iðnrekenda, Verslunarráð íslands, Lands- samband iðnaðarmanna, Félag íslenskra prentiðnaðarins o.fl. Bankar eins og Landsbankinn, Iðnaðarbankinn, Búnaðar- bankinn og Samvinnubankinn hafa ráðið sér sérstaka fræðslufulltrúa til þess m.a. að skipuleggja fræðslu starfsfólksins innan bankanna. Hvað stærri fyrirtæki varðar má nefna Flugleiðir og Eimskipafélag ís- lands en þau hafa boðið sínu fólki námskeið sem haldin em á vegum fyrirtækisins. SKÓLAR Á VEGUM ÍSLENSKA RÍKISINS íslenska ríkið hefur boðið sínu fólki upp á starfsmannafræðslu og má þá nefna Lög- regluskólann, Tollgæsluskólann og skóla Pósts og síma en þeir vom allir stofnaðir fyrir 1960. í fyrstu var aðalmarkmiðið að kenna nýliðum en síðustu árin hefur sí- menntun starfsmanna orðið æ stærri þátt- ur í starfsemi þeirra. Það hefur færst í vöxt að samið sé um viðbótarmenntun starfsmanna hjá hinu opinbera í kjara- samningum. í tæp þrjátíu ár, eða frá árinu 1963, hefur farið fram samfelld fræðsla fyrir starfandi grunnskólakennara, frá ár- inu 1974 fyrir framhaldsskólakennara og fastir háskólakennarar njóta umtalsverðra styrkja til námsferða erlendis. Almennt njóta opinberir starfsmenn launahækkana við viðbótarnám eða starfsfræðslu. Sér- menntað fólk í heilbrigðisþjónustu nýtur mikillar fræðslu, bæði innan stofnananna og utan. ENDURMENNTUNARNEFND HÁSKÓLA ÍSLANDS Háskólamenn hafa einnig notið endur- menntunar en sl. sex ár hefur mikið og öflugt starf farið fram á vegum Endur- menntunamefndar H.í. Nú eru sex ár liðin síðan námskeið á vegum Endurmenntun- amefndar H.í. hófust en að þessari nefnd standa auk Háskólans Tækniskóli Islands, Bandalag háskólamanna og þrjú félög há- skólamanna. Markmið þessa samstarfs er að sinna þörfum starfandi háskólamanna fyrir viðbótar- og endurmenntun með námskeiðum, fræðslufundum og útgáfu- starfsemi. Að sögn Margrétar S. Bjömsdóttur, endurmenntunarstjóra H.Í., fór starf nefndarinnar hægt af stað en hefur vaxið jafnt og þétt. Hátt á fjórða hundrað nám- skeið og námstefnur hafa verið haldin og þátttakendur verið á milli níu og tíu þús- und. Hvað varðar viðfangsefnin sl. sex ár hafa þau, að sögn Margrétar, verið mjög fjölbreytt. „Engum ætti að koma á óvart að mikið hefur verið um námskeið á tækni- og tölvusviði en þar hefur þróunin verið einna hröðust. Við leggjum þó mikla áherslu á að bjóða upp á fræðslu í sem flestum háskólagreinum. s.s. heimspeki, hjúkrunarfræðum, guðfræði, viðskipta- greinum, tannlæknisfræði, lögfræði og lyijafræði svo eitthvað sé nefnt. Flest námskeiðin fara fram utan vinnustaða þátttakenda en þó hefur verið reynt að koma til móts við stærri vinnustaði með sérsniðnum námskeiðum að þeirra ósk. Þau námskeið hafa einkum tengst rekstri, stjórnun og tölvutækni. Nú er í undirbún- ingi röð námskeiða í viðskiptagreinum Á vorönn 1990 bjóðum við kennslu í fjölmörgum greinum. Tómstundanám - Bóklegar og verklegar greinar og prófanám - Grunnskóli og framhaldsskóli. Innritun fer fram í miðbaejarskóla, Fríkirkjuvegi 1, um miðjan janúar n.k. Skrifstofan er opin daglega frá kl. 13 - 21. Símar. 12992 og 14106. Við óskum landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsœls komandi árs. Þökkum liðið ár. 52
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.