Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1989, Page 54

Frjáls verslun - 01.12.1989, Page 54
MENNTUN BANKAMANNASKOLINN - PÁLL HELGIHANNESSON, SKÓLASTJÓRI, TEKINN TALI Bankamannaskólinn er opinn öllum starfsmönnum banka og sparisjóða. verið að vinna og eru tvær nefndir að störfum íþeim tilgangi. Önnur er að semja frumvarp til iaga um almenna fullorðins- fræðslu á vegum menntamálaráðuneytis- ins en hin um starfsmenntun í atvinnulífinu á vegum félagsmálaráðuneytisins. Einu lögin, sem til eru hvað varðar menntun fullorðinna, eru lög um öldungadeildir. Staðan er því þannig í dag að hver sem er getur opnað skóla og boðið upp á nám- skeið án sérstaks leyfis. Þó er það svo að til að fá það nám viðurkennt sem hluta af hinu almenna menntakerfi þá verður að fá staðfestingu menntamálaráðuneytisins. Námskeið fást heldur ekki viðurkennd til launahækkana nema um viðurkenndan skóla eða námskeið sé að ræða. VERÐOGGÆÐI Sem fyrr segir er framboð á ýmiskonar námi geysilega mikið í formi styttri eða lengri námskeiða. Staðreyndin er sú að sú fræðslustarfsemi, sem ekki nýtur opin- berra styrkja, verður kostnaðarsöm. Hætta er því á að ekki geti allir sótt þau námskeið eða stundað það nám sem þeir vilja. Aðeins fjársterkari fyrirtæki geta sent starfsmenn sína í símenntun og ein- staklingar, sem vilja mennta sig, eiga ekki kost á slíkri aðstoð. Það er athyglisvert að hvorki hefur far- ið fram verðsamanburður á sambærileg- um námskeiðum né gæðamat. Það ætti að vera mikið hagsmunamál fyrir samtök at- vinnurekenda að láta fara fram opinbert mat á þessum þáttum eða koma á einhvers konar neytendavemd hvað varðar verð- og gæðasamanburð. Atvinnurekandi borgar í flestum tilfeUum allháa fjárupp- hæð fyrir hvert námskeið sem starfsmað- ur hans fer á og á því eðlUega kröfu á að vita hvað hann er að borga fyrir eða hvort eitthvert annað sambærilegt námskeið sé heppilegra því það sem hann er að sækjast eftir er að námskeiðið skUi honum betri starfsmanni. Bankamannaskólinn var stofnaður árið 1959 og fagnar því þrjátíu ára afmæli um þessar mundir. Að sögn Páls Helga Hannessonar, skólastjóra, er Bankamannaskólinn opinn öll- um þeim er vinna í bönkum og sparisjóðum hér á landi en þeir aðilar stunda námið sér að kostnaðarlausu og á fullum launum. I flestum tilfellum hækka menn í launum við að sækja námskeið hjá Banka- mannaskólanum en verið er að vinna að heildarreglum í þeim málum. Skólinn er starfræktur að Snorrabraut 29 í Reykjavík og hefur hann til umráða þrjár stórar kennslustofur. A síðasta ári fóru um eitt þúsund manns í gegnum Bankaskólann en á milli 20 og 30 kennarar hafa séð um fræðsluna. En hvað býður skólinn upp á, Páll? HUGI FYRIR ÞÁ SEM BORGA VIRÐISAUKASKATT Ef þú þekkir tæplega milli debet og kredit, þá er forritið vaskhugi handa þér. muninn ÍSLENSK TÆKI GARÐATORG 5 210 GARÐABÆ SÍMI 656510 54

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.