Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1989, Qupperneq 57

Frjáls verslun - 01.12.1989, Qupperneq 57
sér þessa nýjung og tóku 7., 8. og jafnvel 9. bekkjar próf hjá Námsflokkunum. Einn- ig koma aðilar, sem hafa fallið í 9. bekk og fara því í Námsflokkana og ljúka prófi það- an. Auðvitað var áfram hægt að stunda frjálst frístundanám í skólanum. Hjá Námsflokkunum er hægt að taka 70 einingar á sjúkraliðabraut, uppeldisbraut og viðskiptabraut ásamt því að taka al- mennan menntakjama. Þetta nám fæst síðan metið í iðn-, mennta- og flölbrauta- skólum landsins. FRJÁLST FRÍSTUNDANÁM Mjög gott úrval námskeiða er í próf- lausu áföngunum, þ.e. í frístundanáminu, hjá Námsflokkunum. Boðið er upp á kennslu í mörgum tungumálum, s.s. sænsku, norsku, þýsku, grísku, hebr- esku, tékknesku, portúgölsku, esper- anto, latínu, rússnesku, kínversku, spænsku og ítölsku auk hefðbundnu tungumálanna ensku, dönsku ogíslensku. Hægt er að fá tilsögn í fögum eins og vélritun, skrift, saumaskap, postulínsmál- un, bókbandi, myndbandagerð, bridge og leðurvinnu og einnig er boðið upp á nokkur tölvunámskeið. „Aðsóknin í þessa próflausu áfanga er mismikil." Það er Guðrún sem hefur orð- ið. „T.d. þegar það er hagstætt að sauma fötin sín sjálfur í stað þess að kaupa þau tilbúin út úr búð þá streymir inn fólk sem vill læra að sauma. Um leið og aðsókn í sænsku jókst til muna þá vissi ég að nú væri fólksflótti í nánd. A sama tíma hefur aðsókn í norsku minnkað en það gerist á sama tíma og fólk hættir að fara þangað í von um góða atvinnu. Það má koma fram að sé þess óskað þá getum við breytt próflausum áfanga þannig að fólk fær að taka próf.“ STARFSNÁM Allmargir hafa sótt starfsnám hjá Námsflokkum Reykjavíkur á þeim tíu ár- um sem slíkt hefur verið í boði. Þessi námskeið fyrir ófaglærða starfsmenn eru á þremur stigum: Fyrst má nefna sextíu kennslustunda grunnám eða kjamanám og er hvert námskeið miðað við ákveðna starfsgrein. í þessum námskeiðum felst m.a. almenn kynning á réttindum og skyldum starfsfólks, hjálp í viðlögum, vinnusálfræði, brunavamir, heilsufræði, rétt líkamsbeiting og umönnun t.d. barna, fatlaðra eða aldraðra svo eitthvað sé nefnt. Boðið er upp á 70 kennslustunda val- námskeið og er hvert námskeið sett sam- an fyrir ákveðnar starfstéttir. í þessu sambandi má t.d. nefna valnámskeið íum- önnun aldraðra og fatlaðra þar sem áhersla er m.a. lögð á sýkingavamir, persónuleg heilbrigðisfræði eða aðstöðu fatlaðra eða þroskaheftra. Valnámskeið er fyrir fólk í eldhússtörfum, framreiðslu, ræstingu og þvottastörfum en á þessum námskeiðum er t.d. lögð áhersla á fræðslu í næringar- fræðum, kennslu í ýmislegu er varðar þvottaefni og sápur svo og rétta líkams- beitingu. Að lokum má nefna 100 kennslustunda sérhæfriinámskeið en í þeim helgar við- komandi nemandi sig eingöngu að sínu til- tekna viðfangsefni og útskrifast með ein- ingar sem geta síðan nýst á framhalds- skólastigi. Starfsnám hjá Námsflokkum Reykja- víkur veitir launahækkun en þeir, sem ljúka öllum þremur námskeiðunum, geta fengið allt upp í fimm flokka launahækkun. í öllum tilfellum borgar vinnuveitandinn námskeiðin og fólk stundar sitt nám í vinnutímanum. — En hversu margir stunda nám hjá Námsflokkum Reykjavíkur, Guðrún? „Ég hygg að það sé ekki undir 2700 manns á vetri en til gamans má geta þess að þegar ég hóf störf hér árið 1972 voru nemendur skólans um 900. Þó að framboð á hvers kyns námskeiðum og skólum hafi aukist gífurlega sl. ár finnum við ekki fyrir minnkandi aðsókn. Að meðaltali sækja á milli 400 og 500 manns nám hér á hverri önn í hverjum þessara þriggja hópa, þ.e. frístundanáminu, prófnáminu og starfs- náminu. Þátttökugjaldið er afar mismun- andi eftir fögum og fer mikið eftir efnis- kostnaði. T.d. kostar 24 vikna nám í frjálsa náminu 3800.- krónur en tíu kenns- lustundir á viku í prófnáminu kostar 7700. - krónur og er kennt frá 1. september til 20. desember. Aldur nemendanna er allt frá 7 árum upp í 70 ár. Það má að lokum koma fram að í boði eru námskeið fyrir lesblinda, sk. lestækni. Frá því að við byrjuðum með þau námskeið, fyrir tíu árum, höfum við ekki geta annað eftirspum — shk er þörf- ín. NÝJUNG: VINNUSTAÐANUDD Nuddarinn kemur til þín Hálsrígur? Verkur í öxlum? Þreyta í baki? Við komum til þín með stólinn okkar og látum þér líða vel. Minnkum streitu og þreytu. Aukin snerpa betri afköst tL ___ NUDDÞJÓNUSTAN S.F. SKÚLAGÖTU 26 SÍMI 623224 57
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.