Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1989, Page 71

Frjáls verslun - 01.12.1989, Page 71
verði um að ræða samdrátt í vátrygginga- starfsemi hliðstæðan þeim samdrætti sem hefur orðið á mörgum öðrum sviðum. Astæða þess er sú að einmitt þegar harðn- ar á dalnum og aðhalds og aðgæslu er þörf, bæði hjá einstaklingum og fyrirtækjum, er nauðsynlegt að hugsa fyrir hinu óvænta og verjast áföllum. Við leggjum mikla áherslu á ráðgjöf og náið samstarf við viðskiptavini okkar og verðum varir við að áðumefnd sjónarmið em mjög ríkjandi enda hlýtur það að teljast eðlilegt þar sem möguleikar einstaklinga og atvinnurekstrar til að taka á sig óvænt áföll em minni einmitt þegar herðir að. Aukin þjónusta og áhersla á að uppfylla þessar þarfir viðskiptavinanna tel ég að leiði til þess að ekki verði um að ræða samdrátt í starfsemi VÍS.“ Axel segist ekki koma auga á nein merki uppsveiflu í atvinnulífinu á næsta ári, „og það er áleitin spurning hvort við eigum að búast við því að hér verði ein- hverjar þær breytingar sem leiði til mikill- ar uppsveiflu er almennt bæti hag og rekstrarumhverfi atvinnulífsins á skömm- um tíma. Mikið af þeim breytingum, sem átt hafa sér stað í atvinnulífinu að undan- fömu, tel ég vera viðvarandi breytingar og að ekki séu öll kurl komin til grafar hvað varðar þessa þróun. Að sjálfsögðu getur ýmislegt komið til sem yrði þess valdandi að fjörkippur komi í atvinnulífið. Uppsveifla í fiskveiðum og -vinnslu og hagstæð verðlagsþróun á er- lendum mörkuðum mundi að sjálfsögðu hafa mestu áhrifin en aðrir þættir gætu einnig komið til, svo sem nýjar og miklar ijárfestingar í atvinnulífinu og er þá líkleg- ast að það yrði á sviði orkuvinnslu og orku- freks iðnaðar. Eg tel að við eigum ekki að búast við neinum kraftaverkum í þessum málum heldur reikna með hægfara og já- kvæðri uppbyggingu eftir að botninum í núverandi samdráttarskeiði er náð. Það er stórt atriði í þessu máli að hér skapist þau skilyrði að almenningur, sparifjáreigendur og atvinnurekendur almennt, öðlist trú á atvinnulífinu og möguleikum þess að halda hér uppi arðbærum atvinnurekstri til frambúðar. Þetta er nauðsynleg forsenda þess að atvinnuvegimir fái til sín fjármagn til að takast á við nauðsynlega uppbygg- ingu og aðgerðir til hagræðingar og ffarn- leiðsluaukningar. Raunaukning framleiðsl- unnar þarf að eiga sér stað til að tryggja áframhaldandi aukna hagsæld fyrir okkur sem hér búum. Á meðan þessi skilyrði eru ekki enn fyrir hendi er nauðsynlegt að aðlaga sig ríkjandi aðstæðum, viðurkenna þá staðreynd að við eyðum enn um efni fram og að tímabundin frekari rýmun á ráðstöfunartekjum kann að vera óumflýj- anleg.“ ByRJIÐ ARIÐ með betri innkaupum Með því að hugsa stórt og gera hagkvæm innkaup má spara ótrúlega mikið. Um þessi áramót og í upphafi bókhaldsárs geta þeir sem eru stórtækir hagnast vel og sparað mörg spor með því að gera magninnkaup á sérstökum tilboðsmarkaði Pennans í Hallarmúla 2. Með beinum innflutningi og hagstæðum innkaupum getur Penninn boðið ýmsar vörur á lægra verði. Þar að auki verður Penninn nú með sérstakt janúartilboð sem miðast við magn- innkaup. Hagræðingin fyrir þá sem notfæra sér þetta tilboð felst ekki eingöngu í lægra verði heldur líka í færri sendi- ferðum. Auk þess eru hlutirnir við hendina þegar á þarf að halda. 71

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.