Frjáls verslun - 01.10.1993, Blaðsíða 54
VEITINGAREKSTUR
Bjarni Árnason eigandi
Óðinsvéa: „Desember var
mjög daufur mánuður á
veitingahúsum og fyrstu
árin með jólahlaðborðið
tóku fáir við sér. Það
voru þó helst útlendingar
búsettir hér á landi. “
„tHver
annarri betriÞ
er samdóma álit sildarspekúlantanna.
Nú er komió aö þér aö prófa:
- i sirmepssósu
- í tómatsósu
- í karrýsósu
- i hvitlaukssósu
- i sælkerasósu
NIDURSUDUVERKSMIOJAN ORA HF.
drekka mikið af í einu. Að fara saman
út og borða góðan mat er því mun
viturlegra fyrirkomulag og lengir jóla-
hátíðina.
SKANDINAVÍSK HEFÐ
Jólahlaðborðin eru að norrænni
fyrirmynd og á Norðurlöndunum er
siður að jólahlaðborð séu á boðstólum
veitingahúsa í desember. Líklega
kemur siðurinn upphaflega frá Noregi
og síðan tóku Danir hann upp. Það,
sem nú kallast jólahlaðborð, er yfir-
leitt matur sem Danir borða á jóladag
og kalla „julefrokost".
Á danska jólahlaðborðinu er mikið
af svína- og grísakjöti og með því er
ómissandi að hafa rauðkál og brúnkál.
Á jólaborðinu er einnig sfld, kjötboll-
ur, kæfur, kjötsultur og margar teg-
undir af salötum. Eftirrétturinn riz
a’la mande er einnig fastur liður hjá
flestum og margir bjóða danska epla-
tertu og vínlegnar jólakökur.
Sum veitingahús hér á landi hafa
bætt íslenskum hátíðarmat á hlað-
borðin og bjóða hangikjöt og laufa-
brauð, svið og tilheyrandi.
HÓFST HÉR Á LANDIUM1980
Fyrstu tilraunir með jólahlaðborð
hér á landi áttu sér stað um 1980 og
var veitingahúsið Brauðbær, sem
seinna varð Óðinsvé, fyrst til að bjóða
upp á jólamat í hádegi á föstudögum.
Um svipað leyti var boðið upp á jóla-
hlaðborð tvo síðustu dagana fyrir jól í
Grillinu á Hótel Sögu.
„Við vorum með fiskréttahlaðborð
í hádeginu á föstudögum og bættum
við kjöti síðustu föstudaga fyrir jól,“
sagði Bjarni Árnason, eigandi Óðins-
véa. „Desember var mjög daufur
mánuður á veitingahúsum og fyrstu
árin tóku fáir við sér. Það voru helst
Norðurlandabúar, búsettir hér á
landi, sem voru að leita eftir norrænu
stemningunni og komu á sunnudög-
um til að komast í jólaskap.
1983 var Gunnar Sigvaldason mat-
reiðslumeistari hjá okkur og þá buð-
um við í fyrsta sinn upp á fullkomið
jólahlaðborð að dönskum sið og höfð-
um það bæði í hádeginu og á kvöldin
frá því um 10. desember. Gunnar var
lengi yfinnatreiðslumaður á Hotel
d’Anglaterre í Kaupmannahöfn, sem
er eitt fínasta veitingahús Norður-
landa, og hann kenndi okkur að útbúa
réttina eins og gert er á hinu hefð-
bundna danska jólaborði. Núna byrj-
um við að sulta og sjóða niður í sept-
ember og þurfum að áætla þá hvað
mikið muni seljast af þessum mat í
desember,“ sagði Bjarni.
Wilhelm Wessman, hótelstjóri á
Holiday Inn, var aðstoðarhótelstjóri á
Hótel Sögu þegar jólahlaðborðið var
tekið upp þar og tekur undir með
Bjarna að það hafi tekið íslendinga
tíma að komast á bragðið.
„Það höfðu fáir trú á að þetta yrði
vinsælt þegar ég útbjó þetta fyrst, í
hádeginu 22. og 23. desember, en
þeir, sem komu, voru svo hrifnir að
næsta ár byrjaði ég viku fyrir jól og
var með hlaðborð bæði í hádeginu og
á kvöldin," sagði Vilhelm. „Þegar
veitingasalurinn Skrúður opnaði,
1987, var þetta orðið svo vinsælt að
54