Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1993, Qupperneq 54

Frjáls verslun - 01.10.1993, Qupperneq 54
VEITINGAREKSTUR Bjarni Árnason eigandi Óðinsvéa: „Desember var mjög daufur mánuður á veitingahúsum og fyrstu árin með jólahlaðborðið tóku fáir við sér. Það voru þó helst útlendingar búsettir hér á landi. “ „tHver annarri betriÞ er samdóma álit sildarspekúlantanna. Nú er komió aö þér aö prófa: - i sirmepssósu - í tómatsósu - í karrýsósu - i hvitlaukssósu - i sælkerasósu NIDURSUDUVERKSMIOJAN ORA HF. drekka mikið af í einu. Að fara saman út og borða góðan mat er því mun viturlegra fyrirkomulag og lengir jóla- hátíðina. SKANDINAVÍSK HEFÐ Jólahlaðborðin eru að norrænni fyrirmynd og á Norðurlöndunum er siður að jólahlaðborð séu á boðstólum veitingahúsa í desember. Líklega kemur siðurinn upphaflega frá Noregi og síðan tóku Danir hann upp. Það, sem nú kallast jólahlaðborð, er yfir- leitt matur sem Danir borða á jóladag og kalla „julefrokost". Á danska jólahlaðborðinu er mikið af svína- og grísakjöti og með því er ómissandi að hafa rauðkál og brúnkál. Á jólaborðinu er einnig sfld, kjötboll- ur, kæfur, kjötsultur og margar teg- undir af salötum. Eftirrétturinn riz a’la mande er einnig fastur liður hjá flestum og margir bjóða danska epla- tertu og vínlegnar jólakökur. Sum veitingahús hér á landi hafa bætt íslenskum hátíðarmat á hlað- borðin og bjóða hangikjöt og laufa- brauð, svið og tilheyrandi. HÓFST HÉR Á LANDIUM1980 Fyrstu tilraunir með jólahlaðborð hér á landi áttu sér stað um 1980 og var veitingahúsið Brauðbær, sem seinna varð Óðinsvé, fyrst til að bjóða upp á jólamat í hádegi á föstudögum. Um svipað leyti var boðið upp á jóla- hlaðborð tvo síðustu dagana fyrir jól í Grillinu á Hótel Sögu. „Við vorum með fiskréttahlaðborð í hádeginu á föstudögum og bættum við kjöti síðustu föstudaga fyrir jól,“ sagði Bjarni Árnason, eigandi Óðins- véa. „Desember var mjög daufur mánuður á veitingahúsum og fyrstu árin tóku fáir við sér. Það voru helst Norðurlandabúar, búsettir hér á landi, sem voru að leita eftir norrænu stemningunni og komu á sunnudög- um til að komast í jólaskap. 1983 var Gunnar Sigvaldason mat- reiðslumeistari hjá okkur og þá buð- um við í fyrsta sinn upp á fullkomið jólahlaðborð að dönskum sið og höfð- um það bæði í hádeginu og á kvöldin frá því um 10. desember. Gunnar var lengi yfinnatreiðslumaður á Hotel d’Anglaterre í Kaupmannahöfn, sem er eitt fínasta veitingahús Norður- landa, og hann kenndi okkur að útbúa réttina eins og gert er á hinu hefð- bundna danska jólaborði. Núna byrj- um við að sulta og sjóða niður í sept- ember og þurfum að áætla þá hvað mikið muni seljast af þessum mat í desember,“ sagði Bjarni. Wilhelm Wessman, hótelstjóri á Holiday Inn, var aðstoðarhótelstjóri á Hótel Sögu þegar jólahlaðborðið var tekið upp þar og tekur undir með Bjarna að það hafi tekið íslendinga tíma að komast á bragðið. „Það höfðu fáir trú á að þetta yrði vinsælt þegar ég útbjó þetta fyrst, í hádeginu 22. og 23. desember, en þeir, sem komu, voru svo hrifnir að næsta ár byrjaði ég viku fyrir jól og var með hlaðborð bæði í hádeginu og á kvöldin," sagði Vilhelm. „Þegar veitingasalurinn Skrúður opnaði, 1987, var þetta orðið svo vinsælt að 54
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.