Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1995, Blaðsíða 16

Frjáls verslun - 01.05.1995, Blaðsíða 16
FJARMAL Kaup meirihlutans í Stöð 2 á hlutabréfum minnihlutans á um 1 milljarð: ÁVÖXTUNIN ER REYFARAKENND Minnihlutinn í Stöð 2 er að fá einstæða ávöxtun af hlutabréfum sínum við kaup meirihlutans á bréfunum. Ávöxtunin er 39% á ári. Hlutabréf margra hafa 2,7 faldast á þremur árum I I aupmeirihlutansííslenskaÚt- varpsfélaginu, semrekurStöð I----1 2, Sýn og Bylgjuna, á hluta- bréfum minnihlutans í félaginu fyrir um 1 milljarð króna hefur orðið til þess að ávöxtun hlutabréfa í eigu minnihlutans er jafn reyfarakennd og saga félagsins sjálfs. Avöxtunin er hreint dúndur; um 39% á ári. Hlutabréf margra í minni- hlutanum hafa 2,7 faldast á aðeins um þremur árum. Er hægt að biðja um betri ávöxtun? Og það í viðskiptum á milli fylkinga sem ekki hafa beint elsk- að hvor aðra. SALA UPP Á1MILUARÐ Á GENGINU 4,0 Hlutabréf minnihlutans, um 254 milljónir að nafnvirði og sem nema um 46% af heildarhlutfé í félaginu, voru seld á genginu 4,0 eða fyrir rúman 1 milljarð króna. Þetta eru umfangsmestu hluta- bréfaviðskipti á einum degi í íslensku fyrirtæki ásamt sölu Gunnþórunnar Jónsdóttur á hlutabréfum Sunds hf. í Ok's fyrr í vor. Hún seldi þau bréf fyrir svipaða upphæð eða á um 1 milljarð króna. A nokkrum mánuðum hafa því tveir risapakkar af hluta- bréfum verið seldir í tveimur af þekktustu fyrirtækjum landsins. Samtals nema þessi viðskipti um 2 milljörð- MYNDIR: KRISTJÁN EINARSSON um króna. Umfangsmiklum hluta- bréfakaupum íslenska Útvarpsfé- lagsins á um þriðjungi hlutafjár í Frjálsri fjölmiðlun, DV, má svo bæta við þessa tvo risapakka. Stór hluti hluthafa í minnihlutanum í íslenska útvarpsfélaginu, sem selt hefur bréf sín, kom inn í félagið árið 1992 við kaup á 100 milljóna króna hluta Eignarhaldsfélags Verslunar- bankans. Þetta er Áramótahópurinn svonefndi ásamt fleiri fyrirtækjum. í honum eru meðal annars Hekla, Hag- kaup, Vífilfell, Prentsmiðjan Oddi, Bíóhöllin og fleiri. Að vísu kom hluti af þessum fyrirtækjum raunar aðeins við sögu í félaginu í gegnum Sýn í byrjun maí árið 1990. Ýmsir aðrir þekktir hluthafar í minnihlutanum, eins og Jóhann Óli Guðmundsson í Securitas og Bolli Kristinsson í Sautján, komu inn sem hluthafar í byrjun ársins 1990 þegar forráðamenn þriggja samtaka í versl- un og viðskiptum, ásamt Jóni Ólafs- syni í Skífunni, keyptu meirihlutann í stöðinni af Eignarhaldsfélagi Verslun- arbankans eftir mikinn darraðardans. UM 39% ÁVÖXTUN HJÁ ÞEIM SEM KEYPTU BRÉFIN1992 Hluthafarnir, sem keyptu bréfm sumarið 1992, keyptu þau á genginu í kringum 1,45 til 1,7. Til að einfalda reikningskúnstir okkar á Frjálsri verslun göngum við út frá kaupgeng- inu 1,5 að jafnaði. Að selja síðan á genginu 4,0 gefur útkomuna 2,67 földun eða um 39% ávöxtun á ári á þremur árum. Þeir, sem keyptu hlutabréf snemma árs 1990, keyptu þau flestir á genginu 1,0 eða í kringum parið. Að selja þau rúmum fimm árum síðar á genginu 4,0 merkir fjórföldun á rúm- um fimm árum. Það gefur af sér um 32% ávöxtun á ári á fimm árum. Það er líka auð- vitað stórkostleg ávöxtun. Hin sögulega sala á hluta- bréfum minnihlutans í Is- lenska útvarpsfélaginu fór fram 28. apríl síðastliðinn. Hún kom eins og þruma úr heiðskíru lofti í viðskiptalíf- inu. Tvær fylkingar hluthafa, sem háð höfðu meira en Þetta eru húsakynni íslenska útvarpsfélagsins að Lynghálsi 5, umtalaðasta fyrirtækis á Islandi síðast- liðin níu ár. 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.