Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1995, Blaðsíða 46

Frjáls verslun - 01.05.1995, Blaðsíða 46
FJARMAL Grundvallarreglan í kapítalísku þjóðfélagi er að fjármagni fylgi réttur til valda. Út frá þeirri reglu er réttur lífeyrissjóða og hlutabréfasjóða, svonefndra stofnanafjárfesta, til að setjast ístjórnir hlutafélaga skýr. Þeir hafa vald eins og hverjir aðrir eigendur fjármagns. Spurningin er hins vegar hvort þeir eigi að nýta sér valdið; og þá kannski öllu frekar - hvenær. LÍFEYRISSJÓUR VERSLUNARMANNA TÓK ÞÁTT í KOSNINGUM í ÍSLANDSBANKA En takið eftir! Þótt almenna reglan sé afskiptaleysi af stjórnarkjöri og setu í stjómum hlutafélaga reyndi hins vegar nýlega á undantekninguna. Það var þegar Lífeyris- sjóður verslunarmanna tók þátt í kosningu til bankaráðs á aðalfundi íslandsbanka í vor. Raunar tók bankinn einnig þátt í kosningu til bankaráðs á aðalfundi bankans í fyrra. Sjóðurinn lætur setu í bankaráðinu sig varða en hann á þar tæplega 10% hlut. Því má skjóta hér inn í að sjóðurinn setti öll atkvæði sín á sinn fulltrúa í kosningunum í íslandsbanka. Það atkvæða- magn, eitt og sér, dugði til að hann næði kjöri í bankaráð. Sjóðurinn kaus því hvorki aðra sem voru í kjöri né þurfti á atkvæðum annarra hluthafa að halda til að koma sínum manni að. Það er stjómarmaður í líf- eyrissjóðnum, Guðmundur H. Garðarsson, sem situr í bankaráði Islandsbanka og hefur gert frá því bankinn hóf starfsemi sína í byrjun ársins 1990. Þar áður sat Guð- mundur í stjórn Verslunar- banka fslands sem var einn þeirra fjögurra banka sem sameinaðir voru í íslands- banka. Guðmundur er fyrrum þingmaður og hefur verið forystumaður innan Verslunarmannafélags Reykjavíkur og Lífeyrissjóðs verslunarmanna um árabil. Enþrátt fyrir áhuga á að koma manni að í stjórn banka- ráðs Islandsbanka hefur Lífeyrissjóður verslunarmanna sýnt öðrum hlutafélögum, sem sjóðurinn á í, afskiptaleysi hvað stjórnarsetu varðar. Hann á raunar í flestöllum hluta- félögum sem skráð eru á almenna hlutabréfamarkaðnum. Þannig á sjóðurinn ekki fulltrúa í aðalstjóm Flugleiða, þar sem hann á 6,6%, og Eimskip, 4,2%. LÍFEYRISSJÓÐIR MEÐ MANN í VARASTJÓRN FLUGLEIÐA Að vísu situr forstjóri Lífeyrissjóðs verslunarmanna, Þorgeir Eyjólfsson, í varastjórn Flugleiða og sem formað- ur stjórnar Þróunarfélags íslands. En þar situr hann ekki fyrir hönd Lífeyrissjóðs verslunarmanna. Eftir að lífeyris- sjóðir innan Sambands almennra lífeyrissjóða keyptu stærstan hluta eignar Sigurðar Helgasonar, fyrrum for- stjóra og stjómarformanns Flugleiða, í Flugleiðum fyrir nokkrum árum var sú staða komin upp að lífeyrissjóðir áttu samtals um 13 til 14% hlut í félaginu. Þar af átti Lífeyrissjóður verslunarmanna tæpan helming. ÞORGEIR EYJÓLFSSON, LÍFEYRISSJÓÐIVERSLUNARMANNA „í ljósi svo stórs eignahlutar lífeyrissjóðanna í félaginu töldu menn það eðlilegt að sjóðirnir sem heOd ættu fulltrúa í varastjórn félagsins. Ég sé ekkert athugavert við það að sjóðir með svo stóran hlut vilji líta eftir fjármunum sínum með beinum hætti,“ segir Þorgeir Eyjólfsson, forstjóri Lífeyrissjóðs verslunar- manna. - En hvers vegna ekki að eiga fulltrúa í Eimskip þar sem Lífeyrissjóður verslun- armanna er þriðji stærsti hluthafinn, með 4,2% hluta- þár? „Við teljum að stærð eignahluta okkar kalli í sjálfu sér ekki á aðkomu að stjórn þess félags.“ Fram hefur komið að Þor- geir er formaður stjórnar Þróunarfélags íslands en tólf lífeyrissjóðir keyptu þar hlut ríkisins fyrir nokkrum árum. Samanlagt eiga sjóðirnir um 38% hlutafjárins í Þróunarfélaginu, þar af á Lífeyrissjóður verslunarmanna stærstan hluta, um 9%. Þorgeir, sem er formaður Landsambands lífeyrissjóða, segist sitja þar sem fulltrúi lífeyrissjóðanna allra fremur en sem fulltrúi Líf- eyrissjóðs verslunarmanna. HLUTABRÉFASTEFNA LÍFEYRISSJÓÐS VERSLUNARMANNA Að sögn Þorgeirs hefur Lífeyrissjóður verslunarmanna almenna hlutabréfastefnu en ekki sértæka gagnvart ein- staka félögum. „Við höfum ákveðna hlutabréfastefnu sem við höfum sett niður á blað. En við höfum ekki sett hana niður á blað gagnvart einhverjum tilteknum, ákveðnum hlutafélögum. Það stendur hins vegar skýrum stöfum að ef aðstæður og eignarhlutur sjóðsins kalla á afskipti þá munum við beita áhrifum okkar hvort heldur með því að tilnefna menn í stjórnir úr eigin röðum sjóðsins eða leita út á við, allt eftir mati og aðstæðum á hverjum tíma.“ Hann segir ennfremur um hlutabréfastefnu Lífeyris- Hlutabréfaeign lífeyrissjóða Lífeyrissjóðir landsins eiga um 4,2 milljarða króna í hlutabréfum. Lífeyrissjóður verslunarmanna er með langstærsta hlutann eða um 1,2 milljarða. 46
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.