Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1995, Blaðsíða 39

Frjáls verslun - 01.05.1995, Blaðsíða 39
lend hlutafélög, einn innlendan hluta- bréfasjóð og einn verðbréfasjóð sem fjárfestir í hlutabréfum á alþjóða- mörkuðum. Með slíkri dreifmgu og virkri stýringu ætti að nást svipuð eða meiri hækkun en verður á þingvísi- tölu hlutabréfa á Verðbréfaþingi ís- lands. 62,5% af langtímafjárfestingu er fjárfest í skuldabréfum og verð- bréfasjóðum. Stærsti hlutinn (75%) er í eignarskattsfrjálsum verðbréfum útgefnum af íslenska ríkinu. Hinn hlutinn er í innlendum veðskuldabréf- um sem bera háa ávöxtun enda þarf ávöxtun eignarskattsskyldra bréfa að vera töluvert hærri til að vera sam- keppnishæf við verðbréf ríkissjóðs. 30% af langtímafjárfestingu er geng- istryggt, 60% verðtryggt og 10% óverðtryggt. Óverðtryggð og geng- istryggð verðbréf hafa gefið góða ávöxtun undanfarin misseri, sökum lágrar verðbólgu og tiltölulega hárra nafnvaxta þessara tegunda verð- bréfa. Hins vegar er nauðsynlegt að verja verðmæti langtímafjárfesting- arinnar gegn mögulegri verðbólgu og af þeim sökum er 60% af henni verð- tryggð. ÁHÆTTUFJÁRFESTING Tiger fund er verðbréfasjóður sem þárfestir í S-A Asíu. Töluverð áhætta fylgir fjárfestingu á þessu svæði og sveiflur í ávöxtun mjög miklar. Ávöxtun ársins 1993 var 101% en árs- ins 1994 neikvæð um 13% hjá sjóðn- um. Ráðlagt er að hafa einungis lítinn hluta af sparnaði einstaklinga í svo áhættusamri fjárfestingu. Áhættu- fælni, aldur og tekjumöguleikar við- komandi hafa þó mikil áhrif þar á. Fyrirtækjavíxlar bjóða upp á háa ávöxtun, en skuldaraáhættan af þeim verðbréfum er mjög há þar sem ein- ungis greiðslugeta viðkomandi fyrir- tækja stendur á bak við kröfuna. Hlutabréf í hugbúnaðarfyrirtækjum eru meðal áhættusömustu fjárfest- inga sem völ er á. Ástæðan er hár rannsóknar- og þróunarkostnaður sem skilar engum tekjum ef félaginu tekst ekki að selja vöru sína á mark- aði. FJÁRFESTINGASTÝRING Mikilvægt er að beita virkri stýr- ingu á jafn stórt safn verðbréfa og hér um ræðir. Með virkri stýringu er fylgst vel með markaðinum og þeir möguleikar, sem þar bjóðast, nýttir. Fjárvarsla Kaupþings hf. býður fjár- festum upp á slíka þjónustu þar sem sérfræðingar á markaðinum fylgjast daglega með fjárfestingu viðkomandi í þeim tilgangi að nýta tækifærin sem bjóðast þar. Ef 1000 mkr. í stað 200 mkr. mikil breyting í fjárfestingu viðkomandi? Ekki er sjálfgefið að eignaskipting fyrir 1.000 mkr. verðbréfasafn ein- staklings sé mjög ólíkt 200 mkr. safni. Einstaklingur með 1.000 mkr. hefur hins vegar fleiri tækifæri til fjárfest- inga en því fylgja hins vegar einnig vissar ógnanir. Aðili á íslenskum verðbréfamarkaði með 1.000 mkr. gæti orðið markaðsráðandi ef hann einbeitir sér að ákveðnum greinum markaðarins. Önnur sjónarmið geta einnig orðið ráðandi við fjárfestingar hjá slíkum einstaklingi, t.d. gefa fjár- festingar fyrir slíkar fjárhæðir mögu- leika til að komast til áhrifa í stjórnum almenningshlutafélaga. LANDS- BRÉF Fjármálaráðgjöf Landsbréfa byggir á viðurkenndum aðferðum við val fjárfestingakosta. Forsenda þess að ráðgjöfin sé markviss er að fyrir liggi sem mestar upplýsingar um hagi og þarfir viðskiptavinarins. Tveir grunn- þættir í ráðgjöf Landsbréfa eru ann- ars vegar áhættudreifing, þ.e. dreifa eignum á fleiri en einn stað og hins vegar á sveigjanleika með skiptingu peningalegra eigna eftir binditíma fjárfestingar. Þannig verður fjárfestir ávallt að fullnægja þörf sinni fyrir laust fé áður en hann leggur í fjárfestingar til lengri tíma. Nýlega kynntu Landsbréf hf. nýja afurð, Alþjóðlega fjárfestingarþjón- ustu Landsþréfa (AFL) sem gefur vinningshafanum kost á að stunda verðbréfaviðskipti á alþjóðlegum verðbréfamörkuðum með markviss- um hætti og njóta jafnframt hámarks áhættudreifingar í innlendum og er- lendum verðbréfum. Sérfræðingar Landsbréfa færa fjárfestingíjr milli landa og á milli tegundarflokka verð- bréfa eftir því sem aðstæður breytast. Þjónustan sparar honum tíma og fríar hann frá þeim vandamálum sem fýlgja umsýslu fiármuna í mörgum gjaldmiðl- um og á mörgum tungumálum. Ráðgjöf Landsbréfa er eftirfarandi: LAUST FÉ 20 M.KR. Lands- bankavíxlar og Reiðubréf. Víxlar sveitarfélaga og fyrirtækja. Val á fiár- festingakostum til skammtímaávöxt- unar stjórnast af væntingum um verðbólgu- og vaxtabreytingar. Þannig henta Landsbankavíxlar vel þegar verðbólga er lág en Reiðubréf betur þegar verðbólga eykst. Úrval víxla sveitarfélaga og fyrirtækja er mismikið frá einum tíma til annars, en þeir víxlar geta gefið góða ávöxtun og ætti vinningshafinn ætíð að fylgjast vel með hvaða kostir eru að gefa best hverju sinni. Varsla og val á milli ávöxtunarmöguleika til skemmri tíma getur verið á ábyrgð Landsbréfa en í nánu samstarfi við fiárfesti. TIL 10 ÁRA 160 M.KR. Með fiár- festingu í AFL gefst vinningshafan- um, auk heildarumsýslu með allri sinni verðbréfaeign, kostur á; 1) Að fiárfesta í þremur mismunandi verð- bréfasöfnum, GRUNNVAL, FJÖL- VAL og FRAMVAL; 2) Að fá reglu- lega greiddar út tekjur af verðbréfa- eign sinni fjárfestingarábyrgð sem eykur fjárhagslegt öryggi fiölskyldu hans; 3) Að fá ársfiórðungslega send ítarleg yfirlit yfir þróun og stöðu eign- ar sinnar og allar breytingar sem orð- ið hafa á samsetningu verðbréfa- safnsins; 4) Meiri áhættudreifmgu og fiölbreyttari ávöxtunarmöguleika en dæmi eru um. AFL byggir á öflugu samstarfi Landsbréfa og Clerical Medical Int- ernational sem hefur áratugareynslu á alþjóðlegum mörkuðum. Alþjóðleg fiárfestingarþjónusta Landsbréfa er svar Landsbréfa við vaxandi kröfum markaðarins um umsýslu, ráðgjöf og upplýsingamiðlun með það að leiðar- ljósi að svara spurningum vinnings- hafans: 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.