Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1995, Blaðsíða 36

Frjáls verslun - 01.05.1995, Blaðsíða 36
FJARMAL Fjárfestingarleikur Frjálsrar verslunar: EF ÞÚ FENGIR 200 MILUÓNIR í VASANN Frjáls verslun lætur fimm þekktustu verðbréfafyrirtækin ávaxta 200 milljónir fyrir einstakling sem ynni uþþhæðina í Vikinga-lottói. Hvað er best að gera? Qimm af þekktustu verðbréfa- fyrirtækjum landsins taka þátt í fjárfestingarleik Frjálsrar verslunar um að ávaxta 200 milljónir fyrir einstakling sem fær þá upphæð skyndilega í vinning. Fyrir- tækin eru, í stafrófsröð: Handsal, Kaupþing, Lands- bréf, Skandia og VÍB. Fyrirtækin fengu öll sömu forsendur og sama verkefnið: Að ávaxta 200 milljónir króna fyrir einstakling sem kemur inn til þeirra með féð í hendi. Hann hafði unnið íjárhæðina í Víkinga-lottói. Einnig mætti auðvitað ímynda sér að þetta væri einstaklingur sem hefði selt fyrirtæki sitt og fengið greitt út í hönd. Þótt þannig gerist viðskiptin yfirleitt ekki á eyrinni; greitt er yfirleitt með skuldabréfum. Hugmyndin að þessum fjárfestingarleik kviknaði eftir nýlega grein í Frjálsri verslun um Olís-ævintýrið og sölu Gunnþórunnar Jónsdóttur, eiganda Sunds, á hlut Sunds í Olís fyrir rúman 1 milljarð króna. Einn starfsmaður Fróða varpaði þá fram þessari spurningu á kaffistofunni: Hvað gerði maður við 1 milljarð? Það er nú það, um það snýst leikurinn. Það skal tekið fram að í rauveru- leikanum er afar fátítt að einstaklingar séu með 200 milljónir í peningum til ávöxtunar. Eignir flestra eru bundar í hlutabréum og fasteignum. Ennfremur skiptir aldur viðkom- andi talsverðu máli. Flest eldra fólk legði eflaust mesta áherslu á að njóta ævikvöldsins og hirti minna um há- marksávöxtun. Þá má ætla að ungt fólk vildi ferðast, kaupa húsnæði og „lifa lífinu“ svolítið áður en það kæmi vinningsupphæðinni í lóg. ÞETTA VAR VERKEFNIÐ En þetta var verkefnið. Forsend- ur: Fertugur maður, kvæntur og á þrjú börn, kemur inn til verðbréfafyr- irtækis með 200 milljónir og biður það að ávaxta féð með hámarksávöxtun í huga. 1. Hann gefur þér leyfi til að 20 millj- ónir fari í mjög áhættusama fjár- festingu. 2. Hann krefst þess að 20 milljónir króna verði í mjög auðseljanlegum bréfum svo auðvelt sé að breyta þeim í reiðufé án mikilla affalla. 3. Afganginn, 160 milljónir króna, segir hann mega vera bundinn til allt að 10 ára. Hann setur engin önnur skilyrði, eins og um það hvort fjárfest sé inn- anlands eða í útlöndum, hvort fjárfest sé í ríkis- skuldabréfum, öðrum skuldabréfum eða hluta- bréfum. Fjárfesta má í hverju sem er. Ósk hans er einungis að fjárfestingin gefi honum hámarks- ávöxtun án óeðlilega mik- illar áhættu. Hann gerir sér grein fyrir að áhætta vex jafnan með aukinni kröfu um ávöxtun. SPURNINGIN Spurningin er einföld. Hvernig ávaxta verðbréfafyrirtækin 200 milljónirnar fyrir manninn? Það getur þú lesið um hér á eftir. Enn- fremur er spurt hvort fjárfest yrði á annan hátt ef upphæðin væri hærri, til dæmis 1 milljarður. í ljós kemur að í meginatriðum yrðu flokkar fjárfest- inganna mjög svipaðir. TEXTI: JÓN G. HAUKSS0N MYNDIR: BRAGIJÓSEFSS0N >m mmmm 1 Eign Sunds i Oiis tvðloldoAUt á si. f jórum árum. Hún lár úr 500 milljánum i ylir 1 milljarA. ÞaA er um 18% ávöxtun á ári. Ág»tt, efcki saH? Hugmyndin að fjárfestingarleiknum kom upp þegar einn starfsmaður Fróða hafði lesið fréttaskýringu Frjálsrar verslunar um sölu Gunnþórunnar Jóns- dóttur á hlut Sunds í Olís og sagði inni á kaffistofu: Hvað gerði maður við 1 milljarð? 36
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.