Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1995, Side 47

Frjáls verslun - 01.05.1995, Side 47
Þrátt fyrir bollaleggingar um fjöldaeign og fjöldavald lífeyrissjóða eru helstu rökin gegn því að lífeyrissjóðir sitji í stjórnum hlutafélaga þau að þannig bindist þeir viðkomandi hlutafélögum of sterkum böndum sem geti valdið tregðu til að selja hlutaféð í þeim. Með öðrum orðum; að önnur sjónarmið en hrein og klár arðsemissjónarmið verði fyrirferðarmeiri. sjóðs verslunarmanna að sjóðurinn líti á sig sem langtíma- fjárfesti og vilji, ásamt góðri arðsemi af hlutabréfaeigninni, stuðla að vexti fyrirtækjanna sem sjóðurinn eigi hlut í. „Lífeyrissjóðurinn hefur takmarkaða möguleika til þess að lýsa óánægju sinni með rekstur og stefnu fyrirtækja, sem hann er hluthafi í, nema með sölu hlutabréfa sinna. Samkvæmt hlutabréfastefnunni gegnir sjóðurinn þess vegna eigendaskyldu sinni fyrst og fremst með tvennum hætti: 1) Með ábendingum um rekstur og stefnu þeirra félaga sem sjóðurinn á hlut í og er þeim komið á framfæri með beinum samskiptum við stjórnendur viðkomandi fyrirtækja. 2) Með þátttöku í stjórnum félaga þegar að- stæður og stærð eignarhlut- ar sjóðsins kalla á slíkt. Þetta kemur skýrt og skriflega fram í hlutabréfastefnu sjóðsins. Af þessu sést að það er stærð eignarhlutarins sem ræður mestu um það hvort sjóðurinn sér ástæðu til að setjast í stjómir ein- stakra hlutafélaga." Þorgeir segir ennfremur að erlendis, þar sem hluta- bréfamarkaður sé miklu virkari en hér á landi, geti stofn- anafjárfestar, eins og lífeyrissjóðir, látið óánægju sína með framgang mála í tilteknum hlutafélögum í ljós með því að selja hlut sinn í viðkomandi hlutafélagi. „Erlendis er þetta auðvelt. En hér á landi, þar sem hlutabréfamarkaðurinn er miklu óvirkari, er þessi mögu- leiki takmarkaðri. Stórir kaupendur hlutabréfa eru ennþá svo fáir. Þannig reikna ég með að það tæki Lífeyrissjóð verslunarmanna býsna lang- an tíma að selja 10% hlut sinn í íslandsbanka ef hann kysi svo. Það er raunar ekki á dagskrá þar sem hlutabréfa- eign er langtímafjárfesting og við trúum á þessa fjárfest- ingu. En þá vaknar spuming- in: Eigum við að setja inn mann í stjómina eða ekki? Okkur fmnst eðlilegt að setja inn mann með tilliti til þess að sjóðurinn er þama stór hlut- hafi, langtímafjárfestir og ætlar að standa að þessum banka í framtíðinni." Valur Valsson, Kristján Ragnarsson og Guðmundur H. Garðarsson á aðalfundi Islandsbanka. í sumar bjóðum við uppá • Sæluhelgi fjölskyldunnar (frábært tilboð). • Afmælistilboð - gerist ekki hagstæðara. • Svefnpokapláss á 800,- • Sérréttamatseðil, léttann hádegisverðaseðil og rétt dagsins. • 22 rétta veisluborð hvern sunnudag frá 2. júlí -13. ágúst á aðeins kr.1.600. á mann. Leitið upplýsinga og pantið í síma 435 0000 - fax 435 0020 Hótel Bifröst 40 ára. • í hótelinu eru 26 herbergi. • Gufubaö ■ Ijósabekkur. • Ráöstefnu og fundasalir. • Hugguleg setustofa með arni. Glœsilegur gististaður ífögru umhverfi 47

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.