Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1995, Qupperneq 45

Frjáls verslun - 01.05.1995, Qupperneq 45
Hin klassíska spurning er hvort lífeyrissjóðir, sem eru fjöldaeign og ekki í eigu neins eins aðila, eigi að hafa fulltrúa í stjórnum hlutafélaga og skipta sér almennt af stjórnarkjöri í félögunum. Og þyki það eðlilegt að þeir eigi fulltrúa í stjórnum félaga, hverjir eiga það þá að vera og hvernig á að velja þá? nefndra stofnanafjárfesta, til að setjast í stjómir hlutafé- laga og nýta sér vald sitt mjög skýr. Þeir hafa vald eins og hverjir aðrir eigendur fjármagns. Spurningin er hins vegar hvort þeir eigi að nýta sér valdið; og þá kannski öllu frekar - hvenær. Um þetta eru samt skiptar skoðanir. Lífeyrissjóðir eru samkvæmt ströngustu kenningum í raun ekki eigendur þess fjár, sem í þeim eru, heldur eru þeir hirðar fjárins. Eigendur eru hins vegar þúsundir sjóðfélaga. Þess vegna eru lífeyrissjóðir fjöldaeign. Og út frá reglunni um að fjármagni fylgi vald mætti því tala um fjöldavald. Út frá sömu reglu vaknar lfka spurningin um hverjir eigi að sitja í stjórnum lífeyrissjóða þegar eigendur þeirra eru svo gífur- lega margir og smáir. AÐ BINDAST HLUTAFÉLÖGUM EKKIOF STERKUM BÖNDUM Þrátt fyrir bollaleggingar um fjöldaeign og fjöldavald lífeyrissjóða eru helstu rökin gegn því að lífeyrissjóðir sitji í stjórnum hlutafélaga þau að þannig bindist þeir viðkomandi hlutafélögum of sterkum böndum sem geti valdið tregðu til að selja hlutaféð í þeim. Með öðrum orðum; að önnur sjónarmið en hrein og klár arðsemissjónarmið verði fyrir- ferðarmeiri. Fram hafa verið settar þær skoðanir að um dulda hags- munaárekstra geti orðið að ræða hjá fulltrúum lífeyris- sjóða í stjóm hlutafélaga. Bent hefur verið á að ímynda mætti sér að fulltrúi lífeyrissjóðs í hlutafélagi mælti gegn því að hlutur sjóðsins í hlutafélaginu yrði seldur vegna þess að þá missti hann sæti sitt í stjórn félagsins - og völd - þótt markaðslega teldist eðlilegt að selja hlutinn þar sem fram- tíð félagsins væri ótrygg. Almenna reglan hjá stofnanafjárfestum, eins og lífevris- sjóðum og hlutabréfasjóðum, er afskiptaleysi af stjómum hlutafélaga sem þeir eiga í. Arðurinn á að skipta þá meira máli en völd. Lífeyrissjóðir og hlutabréfasjóðir eru fyrst og fremst fjárfestar. Þeir leita að hámarksávöxtun fyrir þær þúsundir sjóðfélaga sem eiga lífeyrissjóðina. Bjami Ármannsson, framkvæmdastjóri Hlutabréfa- sjóðsins Auðlindar hf. sem er í vörslu Kaupþings. Sjóð- urinn hefur það sem skráða meginreglu að taka hvorki þátt í atkvæðagreiðslu við kjör stjórna í félögum né koma fulltrúum að í stjórnum þeirra. Þorsteinn Haraldsson, framkvæmdastjóri Hlutabréfa- sjóðsins hf. Sjóðurinn sækist númer eitt, tvö og þrjú eftir góðri ávöxtun en ekki völdum. Hann á hvergi fulltrúa í stjórn hlutafélags. 45
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.