Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1995, Blaðsíða 61

Frjáls verslun - 01.05.1995, Blaðsíða 61
FOLK BÁRA MAGNÚSDÓTTIR, JAZZBALLETTSKÓLA BÁRU „Starfsemi Jazzballett- skólans er nú öll komin und- ir eitt þak en við festum ný- lega kaup á húsnæði í Lág- múla þar sem eru þrír salir og góð aðstaða. Það var kominn tími til að flytja úr Stigahlíðinni en þar hefur skólinn verið til húsa í 28 ár, frá því hann var stofnaður árið 1967,“ segir Bára Magnúsdóttir, eigandi Jazzballettskóla Báru. Bára er 48 ára. Hún hóf dansnám í Ballettskóla Þjóðleikhússins þegar hún var 7 ára og stundaði námið af kappi til 16 ára aldurs. Þá fór hún til London og stund- aði nám í tvö ár í Art Educat- ional School þar sem kennd- ur var nútímaballett og áhersla lögð á skapandi dans og sviðsdans. „Síðasta veturinn í Þjóð- leikhússkólanum var hér kennari frá Art Educational, Elísabet Hudson, og hún benti mér á að fara þessa leið. Mér leist ekkert á það fyrst, því mig langaði að halda áfram í klassískum ballett, en fljótlega kom í ljós að þessi leið var farsæl fyrir mig. Hún leiddi mig inn á þá braut sem ég hef verið á síðan,“ segir Bára um upp- haf ferils síns. Þegar hún kom heim kenndi hún í einn vetur í Ballettskóla Sigríðar Ármann en stofnaði eigin skóla 1967. LÍKAMSRÆKTIN STYÐUR BALLETTKENNSLUNA „Starfsemi skólans hefur vaxið og dafnað jafnt og þétt. Ég hef útskrifað marga nemendur með jassballett- kennarapróf og getað veitt nokkrum þeirra vinnu. Það var mikill áfangi þegar ég gat sýnt foreldrum fram á að hægt væri að hafa atvinnu af jassballettkennslu því auð- vitað veltir fólk framtíðinni fyrir sér þegar það setur börn sín í slíkt nám,“ segir Bára og nefnir að hún hafi lengi þurft að berjast fyrir því að fá viðurkenningu á þessari tegund danslistar. Það tók hana 17 ár að kom- ast í félag danskennara en nú situr hún í stjórn Dans- ráðs íslands. „Til þess að skapa rekstr- argrundvöll undir jassball- ettkennsluna fórum við fljótlega af stað með líkams- rækt fyrir konur. Sú starf- semi hefur notið mikilla vin- sælda og gerir okkur kleift að stunda metnaðarfulla kennslu í jassballett. Um tíma starfræktum við dans- flokk og settum upp sýning- ar en höfðum ekki bolmagn til að standa undir starfsem- inni. Við höfum aldrei fengið opinberan styrk en nem- endur frá okkur hafa starfað sem atvinnudansarar bæði hér heima og erlendis,“ segir Bára. ÍSLENSK NÁTTÚRA GEFUR KRAFT Eiginmaður Báru er Ágúst Schram, starfsmaður hjá Vélum og þjónustu, og eiga þau 12 ára dóttur. Bára á einnig 29 ára og 17 ára syni frá fyrra hjónabandi og Ágúst á tvær dætur frá fyrra hjónabandi. „Áhugamál mitt er fyrst og fremst dans og ég eyði mikilli orku og tíma í vinn- una. Ég sé sjálf um skrif- stofuhald, auk kennslunnar, svo vinnutíminn er oft lang- ur,“ segir Bára en segist þó alveg sátt við frítímann. Hin eiginlega jassballettkennsla fer fram á veturna en á sumrin er minna um að vera. „Ég hef mikla ánægju af að vera með fjölskyldunni, t.d. að fara út úr bænum og heimsækja vini okkar í sveitinni. íslensk náttúra veitir svo mikla andagift og gefur manni kraft til áfram- haldandi starfa. Hesta- mennska hefur alltaf verið í kringum mig og ég hef gam- an af að skreppa á hestbak. Ég bý við sjóinn og hef gam- an af að sigla á lítilli bátsskel með utanborðsmótor sem ég á. Sjórinn hefur alltaf heillað mig,“ segir Bára að lokum. 61
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.