Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1995, Blaðsíða 26

Frjáls verslun - 01.05.1995, Blaðsíða 26
MARKAÐSMAL GRIMM KEPPNII SÖLU l'ÞRÓTTAVARA / I fáum greinum verslunar er eins mikil keþpni og í sölu íþróttavara og íþróttafatnahr. Keþpnin harðnaði heldur betur eftir að almenningur varð stærsti kauþendahóþurinn. Það er í tísku að vera sportlegur í frístundum in helsta tískubylgja seinni tíma er sívaxandi notkun íþróttafatnaðar almennings. Sú hugarfarsbreyting, sem orðið hef- ur á lífsstíl til uppbyggingar heilsu og betra lífs, hefur haft mikil áhrif á fram- leiðslu fyrirtækja er framleiða vörur til notkunar í þessu skyni. Fólk á öllum aldri er farið að nota vör- urnar án tillits til þess hvort um íþróttaiðkanir sé að ræða eður ei. í kjölfarið hefur sala aukist margfalt, og er það ekki síst trimmbyltingu síðustu áratuga að þakka. Samkeppni hefur auk- ist til muna og eru nú fleiri þekkt merki á markaði en nokkru sinni og almenn gæði betri en áður hjá fleiri framleiðendum. Almenn- ingur í dag er líklega stærsti við- skiptamannahópurinn í mörgum greinum iðnaðarins. Þar sem viðskiptamannahópurinn hefur stækkað svo margfalt hafa mörg fyrirtæki komið fram og veitt eldri fyrirtækjum aukna sam- keppni. Athyglisvert væri að skoða hver bakgrunnur þessa mikla iðnaðar er, því hann á sér nokkuð langa sögu, þó mestar framfarir hafi orðið í honum seinni áratugina. íþróttavörufyrirtæki byrjuðu að blómgast í lok síðustu aldar og mark- aðssetningu á íþróttavörum má m.a. rekja til þess er Spalding- og Sears fyrirtækin gáfu út vörulista sína á þessum tíma. Spalding-fyrirtækið var eitt hið fyrsta til að uppgötva hvernig MYNDIR: BRAGIJÓSEFSSON OG FLEIRI markaðssetning á hlaupaskóm færi fram með nýtingu þeirrar athygli sem sigurvegarar á Olympíuleikum fengu. í sögu íþróttavöruframleiðslunnar er áberandi hversu fótaútbúnaður skipar þar stóran sess og má ætla að ástæðan sé sú að hann hafi lengst af Stóraukna eftirspurn eftir íþróttavörum má rekja til breytts lífsstíls almennings. Það er í tísku að hugsa um heilsuna og hreyfa sig. FRETTA SKÝRING Stefán Friðgeirsson skipt jafnmiklu máli við iðkun ein- stakra og sérhæfðra greina, en klæðnaður hafi verið einfaldari, þó í seinni tíð sé hann farinn að skipta verulegu máli vegna aukinnar íþrótta- iðkunar almennings. Þróun skófram- leiðslu fyrir einstakar íþróttagreinar hefur verið misjafnlega hröð í gegnum áratugina, en líklega hafa einhverjar mestu breyting- amar orðið í hlaupaskóm fyrir keppnismenn sem almenning og eru stærstu merki þar í harðri samkeppni á auglýsingamarkað- num. MERKIOG VERSLANIR FYRRITÍMA Þýsku Dassler-bræðumir byrjuðu snemma að framleiða íþróttaskó upp úr 1920, en sam- starfi þeirra lauk ’48 og Adi fór að framleiða undir nafninu Adidas og Rudolph undir Puma-merk- inu. Ekki er laust við að þessar tegundir kannist margur Islend- ingurinn við frá fyrri áratugum, en íþróttamerki á íslandi voru færri að tölu en nú þekkist. Merki eins og Gola í knatt- spyrnuskóm og síðast en ekki síst hinir íslensku Iðunnar-knatt- spymuskór em merki sem margur íþróttamaðurinn kannast við frá þess- um tíma. Nú mætti spyrja hvað hafi orðið um þessi gömlu merki. Sam- keppni í framleiðslu og markaðssetn- ingu merkja er vafalaust harðari í dag en áður var og fjöldi þeirra fleiri, 26
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.