Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1995, Blaðsíða 24

Frjáls verslun - 01.05.1995, Blaðsíða 24
BÆKUR Bxkurnar The Pursuit of WOW og Stjórnlist: TVÆR LÉTTAR í FRÍINU Efykkur líkar á annaö borð við Tom Peters munykkur ekki leiðast íþessari flugferð hans. Pistlar Þorkels eru fjölbreyttir og hæfilega langar Jón Snorri Snorrason, aðstoðaiframkvæmda- stjóri Lýsingar og stundakennari við Háskóla íslands, skrifar reglulega um viðskiptabækur í Frjálsa verslun. Heiti bókar: The Pursuit of WOW! Höfundur: Tom Peters Utgefandi og ár: Macmillan, London -1995 Lengd bókar: 349 bls. Hvar fengin: Erlendis, en fæst víða hér á landi Einkunn: Tilvalin bók til að grípa niður í þegar stundir gefast, má lesa bæði aftur á bak og áfram ! VIÐFANGSEFNIÐ Tom Peters heldur hér áfram þar sem frá var horfið í bókinni The Tom Peters Seminars, sem kom út sl. haust og kynnt hefur verið hér í blað- inu. Hafi lesendum þeirrar bókar þótt höfundur vera róttækur í skoðunum á rekstri fyrirtækja og fundist hann fara mikinn í hugarflugi sínu þar, skal strax bent á það að nú hækkar hann flugið enn meir í þessari bók ! Ef ykkur líkar á annað borð við stíl Tom Peters mun ykkur ekki leiðast í þessari flugferð hans. Rauði þráður bókarinnar er sá skv. höfundinum að nota orðið „WOW“ (VA !) um þá sem að standa upp úr eða kljúfa sig út úr því hefðbundna og gera eitthvað öðruvísi í viðskipta- heiminum, sem höfundi fmnst að sé allt of litlaus eða einlitur. Bókin er þannig full af óvenjulegum og óhefðbundnum dæmum og sögum um allt milli himins og jarðar. Lýsing- amar og umfjallanir eru allt frá því að vera um mikilvægi hreinna salerna og smáaleturs á sjampópökkum til skoð- anaskipta milli stjórnenda stórfyrir- tækja og höfundarins. Þannig em sumar þeirra, eins og áður hjá Tom Peters, ansi skrautlegar á köflum og bera honum gott vitni um þá létt- geggjun sem „hrjáir“ hann eða hann hefur til að bera allt eftir því hvernig á það er litið ! HÖFUNDURINN Tom Peters er einn afkastamesti og vinsælasti höfundur viðskiptabóka sem út hafa komið á undanförnum ár- um. Þessi bók er í ritröð pappírskilja, ásamt The Tom Peters Seminars sem kom út á sl. ári. Bókin er hugmyndasafn, 210 sjálf- stæðar dæmisögur, sem flokkaðar eru í 13 aðalkafla, sem eiga í raun ekkert sameiginlegt annað en að reyna að vekja lesandann til umhugs- unar um ólík viðfangsefni og fá hann til að velta fyrir sér hlutum sem ekki eru efst í huga margra dagsdaglega. Þannig má grípa hvar sem er niður í bókina og byrja að lesa, en hugdett- urnar eru mjög mismunandi, bæði að innihaldi og lengd, en þær er frá 1 setningu upp í 25 blaðsíður. UMFJÖLLUN Hér er um mjög auðvelda lesningu að ræða þar sem höfundinn er tæpi- tungulaus og opinskár og með vægast sagt sérstakar skoðanir og óhefð- bundnar leiðir og lausnir í huga. Það verður að segjast eins og er að það þarf mikið sjálfstraust til að setja sum- ar dæmisögurnar á prent og gefa út, svo sérstakar eru þær. Bókin ber það með sér að vera hugarflug höfundar, þar sem hann ákveður að láta allt flakka. Þeir sem eru íhaldsamir og taka lífinu alltaf alvarlega munu ef- laust fordæma hana, en þeir, sem hafa kímnigáfu eða vilja taka því létt í fríinu, munu fagna henni sem góðu léttmeti að grípa til. Tom Peters fer að venju ótroðnar slóðir í skrifum sínum og hendir upp mörgum boltum í bókinni The Pursuit of Wow. Hann fjallar um allt milli himins og jarðar, allt frá mikilvægi hreinna salerna og smáaleturs á sjampóbrúsum til skoðanaskipta milli stjórnenda stórfyrirtækja. Ekkert virðist vera Tom Peters óvið- komandi. MYNDIR: BRAGIJÓSEFSSON 24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.