Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1995, Blaðsíða 22

Frjáls verslun - 01.05.1995, Blaðsíða 22
NÆRMYND því sem honum hefur verið treyst fyrir.“ Menn skyldu ætla að það þurfi harðan og töff stjómanda til að stýra jafn miklu veldi og fyrirtæki Hag- kaupsfjölskyldunnar eru. EnSigurður Gísli er langt frá því að vera harðnagli í viðskiptum, þótt hann sé ákveðinn og fastur fyrir. Honum er lýst sem mjög opnum og fordómalausum við- semjanda. Hann er ákveðinn og fast- ur fyrir, ef því er að skipta, en hengir sig ekki á prinsipp prinsippanna vegna. Með skiptingunni í undirfýrir- tæki hefur Sigurður Gísli íjarlægst alla daglega stjómun og er ekki að atast í samningum um aflslætti eða slíkt. Hann annast stefnu- og skipu- lagsmál fyrirtækisins til lengri tíma. Hann skoðar hlutina í víðu samhengi, ekki einungis samhengi augnabliks- ins. En daglegt amstur kemur engu að síður inn á hans borð og bera við- siptavinir og viðsemjendur hans hon- um vel söguna. Páll Kr. Pálsson, forstjóri Sólar, hefur kynnst Sigurði ágætlega sem stór viðskiptavinur Hagkaups, fyrst hjá Vífilfelli og síðan hjá Sól. „Sigurður er mjög opinn og reiðu- búinn að hlusta á önnur sjónarmið. Þótt hann hafi tekið stefnumarkandi ákvörðun í einhveiju máli er hann engu að síður reiðubúinn að hlusta á helstu rökin gegn þeirri ákvörðun, hann leyfir manni að tappa af. Hann er sanngjarn og tilbúinn að endurskoða ákvarðanir sínar í Ijósi breyttra að- stæðna. En gefi hann sig ekki er auð- veldara að sætta sig við það en ella þar sem hann hefur gefið sér tíma til að hlusta á mótrökin og ræða þau. Þú færð aldrei á tilfinninguna að þú sért að pranga viðhorfum þínum inn á Sig- urð Gísla. Það er ótvíræður kostur. En ókosturinn er hins vegar að hann vill helst ekki láta „bögga“ sig með smávandamálum, maður kemst ekki alltaf að honum.“ Þótt vitnisburður samferðamanna sé undantekningarlítið á afar jákvæð- um nótum er þess reyndar getið að Sigurður Gísli geti orðið mjög kaldur og harður, sérstaklega ef hann reið- ist. Mikið þurfi þó að hafa gengið á áður en hann sýnir á sér þá hlið. HUGLEIÐSLA OG MANNLEG GILDI Sigurður Gísli er áhugamaður um jóga og líkamsrækt. „Áhuginn á jóga hófst þegar við vorum að æfa líkams- rækt í líkamsræktarstöðinni World Class, eldsnemmaámorgnana, Siggi, Guðni (Guðmundsson), Tommi í Hard Rock og fleiri. Við fórum að kynna okkur hugleiðslu meðfram líka- msræktinni og fórum saman á nám- skeið. Þá kynntumst við Kripalujóga. Við heimsóttum meira að segja mið- stöð þess í Massachusetts í Banda- ríkjunum og leist mjög vel á. Upp úr því ákváðum við að hittast einu sinni í viku, gera jógaæfingar, iðka hug- leiðslu og ræða málin,“ segir Jón Ágúst Guðjónsson, kerfisfræðingur og einn af stjómendum jógastöðvar- innar Heimsljóss í Skeifunni. Heimsljós varð til upp úr áhuga þeirra félaga og var Sigurður Gísli primus mótor í stofnun þess. Fengnir voru jóga- og hugleiðslukennarar til landsins og áhuginn var mikill. En Sig- urður lét ekki staðar numið við eigin hag af ástundun jóga heldur fékk hann kennarana til að halda námskeið með starfsfólki Hagkaups með það fyrir augum að kenna ýmislegt sem varð- aði ræktun hugans, mannleg sam- skipti og fundarstjóm. Sigurður inn- leiddi þar með nýja vídd í stjórnun hér á landi. Nutu fleiri fyrirtæki góðs af leiðsögnkennaranna, t.d. Eimskipog Hekla. Þykir þetta framtak gott dæmi um þá tilfinningu sem hann hefur fyrir að leita nýrra og óhefðbundinna leiða. Gurudev, sem kalla má helsta boð- bera eða kennara Kripalúgjógans, lýsti yfir áhuga á að koma til landsins og sjá hvað menn væru að gera hér. Sigurður sá um að taka á móti honum og útvega honum húsnæði meðan á dvöl hans stóð. Gurudev hreifst mjög af starfmu og hefur hann síðan komið í þrjár heimsóknir hingað til lands. Þó Sigurður skipti sér ekki beint af rekstri Heimsljóss í dag, en um það sjá hæfir einstaklingar, þá stundar hann enn hugleiðslu og hkamsrækt. VELST UM AF HLÁTRI Nú gætu menn haldið að Sigurður Gísli Pálmason sé hálfheilagur maður sem vinir og kunningjar keppast um að lofsyngja. Lítið fer fyrir neikvæðri umræðu þegar Sigurð Gísla ber á góma. En þar með er ekki sagt að hann sé umvafinn einhverri helgi- slepju. Öðru nær. Sigurður Gísli þykir manna skemmtilegastur og nýtur sín hvergi betur en í góðra vina hópi. Meðal góðvina hans eru Páll Dungal, Guðni Pálsson og Fjalar Kristjánsson lyfja- fræðingur. Þeir félagar eru saman í matarklúbbi ásamt mökum. „Það eru fáir sem segja sögur og brandara betur en Siggi, enda mikill húmoristi. Og ekki sakar að hafa fengið sér ofurlítið „í tána“. Fólk velt- ist hreinlega um af hlátri þegar hann er kominn í stuð. Svo er líka stutt í stráksskapinn," segir Páll Dungal. Þau hjón Sigurður og Guðmunda, Páll og Óskar Magnússon, forstjóri Hagkaups, héldu upp á fertugsafmæli sín í fyrra og slógu saman í eina, helj- arstóra veislu sem lengi verður í minnum höfð. „Okkur fannst nóg komið af þess- um endalausu kokkteilboðum og lögðum töluvert á okkur til að halda virkilega stórveislu. Hún var haldin í gamla lagerplássi Ikea við Fellsmúla og ekkert til sparað. Þar var mikið húllumhæ sem við lifum enn á. Það þyrfti að halda svona veislu á hverju ári,“ segir Óskar. Sigurður Gísli hefur gaman af því að hafa líf í tuskunum. í því sambandi má geta þess að hann var ein aðal- sprautan á bak við uppfærslu Litlu Hryllingsbúðarinnar í Gamla bíói 1984 ásamt þeim Sigurjón Sighvatssyni og Páli Baldvini Baldvinssyni. Og enn meira rokk. Hann studdi Tómas Tómasson með ráðum og dáð þegar sá síðarnefndi vOdi opna veitingastað- inn Hard Rock í Kringlunni. Sigurður vildi endilega fá Hard Rock Café til IÞað voru margir hissa á þessum forstjóralótusstellingum Sigga. En það eru ákveðin mannleg gildi sem hann hefur tekið méð sér úr þessari ástundun inn í fyrirtækið og mjög áhugavert að stúdera þau. 22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.