Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1995, Síða 17

Frjáls verslun - 01.05.1995, Síða 17
Þeir Jón Ólafsson í Skífunni og Sigurjón Sighvatsson, kvikmyndagerðarmaður í Hollywood, eru foringjar nuverandi meirihluta ásamt þeim Haraldi Haraldssyni í Andra og Jóhanni J. Ólafssyni. venjulega rimmu . .. nokkurs konar stríð, höfðu náð saman í lilutabréfa- viðskiptum. ALLTERFALT FYRIR RÉTTVERÐ Sannast þar hið fornkveðna í við- skiptum að allt sé falt fyrir rétt verð. Hvað um það. Kvittað var undir föstudaginn 28. apríl. Eflaust verður skálað með þunga þegar féð verður í vasa en meirihlutinn leitar nú tilboða í lán vegna kaupa á bréfunum. Samkvæmt samningnum hefur meirihlutinn frest til 27. júlí til að stað- greiða bréfin en veittur verður 30 daga lokafrestur ef tilboð um fjár- mögnun liggur þá fyrir. Þegar þetta er skrifað í endaðan júní er útlit fyrir viðunandi tilboð í fjármögnunina en verðbréfafyrirtækið Oppenheimer annast milligöngu í málinu; hefur leit- að tilboða erlendis. Rætt er um að hinn þekkti Chase Manhattan banki í New York íhugi að fjármagna kaupin og útvega meiri- hlutanum lán til kaupanna. Þegar ligg- ur fyrir tilboð af hálfu bankans í fjár- mögnun kaupanna og hugsanlega í endurfjármögnun allra skulda ís- lenska útvarpsfélagsins. Þá væri um að ræða lán á þriðja milljarð króna eða um 35 milljónir dollara. Jafnframt hef- ur verið látið að því liggja, samanber orð stjómarformanns íslenska út- varpsfélagsins, Sigurðar G. Guðjóns- sonar lögmanns, í fréttum Stöðvar 2 að kvöldi 28. apríl að nýir hluthafar, jafnvel erlendir, kunni að koma inn í stöðina til að létta á fjármögnunni. Meirihlutinn í íslenska útvarpsfé- laginu hefur myndað með sér félag sem heitir Útherji hf. Þetta er félag þeirraJóns Ólafssonar, Sigurjóns Sig- hvatssonar, Haralds Haraldssonar, Jóhanns J. Ólafssonar og nokkurra FRÉTTA SKÝRING Jón G. Hauksson annarra hluthafa. Þeir Jón Ólafsson og Sigurjón Sighvatsson eru ótvíræð- ir foringjar hópsins. Útherji á um 51% hlutafjár í íslenska útvarpsfélaginu. 30 MILUÓNA KRÓNA BÆTUR VERÐIFALLIÐ FRÁ SAMNINGNUM Fram hefur komið í fjölmiðlum að ákvæði er í samningnum við minni- hlutann sem skrifað var undir 28. apríl sl. Það gengur út á að Útherji hf. skuldbindur sig til að greiða um 30 milljónir í skaðabætur falli félagið frá samningnum þrátt fyrir að honum takist að útvega fjármögnun á ásætt- anlegum kjörum fyrir 27. júlí næst- komandi. Eflaust er þetta ákvæði sett inn í samninginn til að staðfesta að um al- vörusamning sé að ræða. Öllum í við- skiptalífmu er kunnugt um það ósætti sem ríkt hefur á milli þessara tveggja fylkinga eftir að Sigurjón Sighvats- son, kvikmyndagerðarmaður í Holly- wood, myndaði núverandi meirihluta mjög óvænt snemma í fyrrasumar. Þeir, sem þá komu inn í meirihlut- Hlutabréf minnihlutans, um 254 milljónir að nafnvirði og sem nema um 46% af heildarhlutafé í félaginu, voru seld á genginu 4,0 eða fyrir rúman 1 milljarð króna. Þetta eru umfangsmestu hlutabréfaviðskipti á einum degi í íslensku fyrirtæki ásamt sölu Gunnþórunnar Jónsdóttur á hlutabréfum Sunds hf. í Olís fyrr í vor. 17

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.