Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1995, Blaðsíða 25

Frjáls verslun - 01.05.1995, Blaðsíða 25
„STJÓRNENDUR OG KENNARAR EIGA M.A. SAMEIGINLEGT: Þeir hlusta. Þeim er annt um fólk. Þeir eru áhugasamir að miðla þekkingu og fram- sýni sinni. Þeir stuðla að jákvæðri hegðun og betri árangri. Þeim má treysta til að standa við gefin loforð og þeir lofa ekki upp í ermina. Þeir eru sveigjanlegir og opnir fyrir nýjum hug- myndum. Þeir hafa skopskyn, en eru áhugasamir um það sem þeir gera. Þeir gera kröfur, setja markmið og mælikvarða hvetja nemendur og starfs- fólk til að gera sitt besta. Þeir hafa stjórn á umhverfi sínu. Heiti bókar: Stjómlist - greina- safn eftir Þorkel Sigurlaugsson Höfundur: Þorkell Sigurlaugsson Utgefandi og ár: Framtíðarsýn, Reykjavík -1995 Lengd bókar: 209 bls. Hvar fengin: Framtíðarsýn og bókabúðum víða um land Einkunn: Góð afþreyingabók um viðskiptalegt efai fyrir almenn- ing og stjómandann í frfinu! VIÐFANGSEFNIÐ Hér er um að ræða safa greina sem höfundur hefur birt í Viðskiptablaðinu frá því það hóf göngu sína fyrir rúmu ári. Þetta er því endurtekið (en end- urskoðað og endurbætt) efai fyrir marga lesendur þess blaðs og góð upprifjun um leið. Flestir pistlarnir fjalla um efni viðskiptalegs eðlis og má þar nefna helstu efaisflokka: Stjórn- un, stjómandann, starfsmannamál, fyrirtæki og þjóðfélagsmál. HÖFUNDURINN Þorkell Sigurlaugsson er fram- kvæmdastjóri þróunarsviðs Eim- skipafélags íslands hf. og hefur jafa- framt setið í stjómum nokkurra fyrir- tækja hér á landi. Hann hefur skrifað tvær viðskiptabækur, sem komið hafa út á undanfömum árum. Þær eru Framtíðarsýn, stefaumarkandi áætl- anagerð við stjórn fyrirtækja (1990) og Frá handafli til hugvits (1993). UPPBYGGING 0G EFNISTÖK Þótt bókin sé greinasafn, þá er það vel til fundið að flokka efnið niður eftir efnisþáttum og þannig myndast nokkrir kaflar. Þeirra víðamestur er sá sem lýtur að stjórnun. Pistlarnir eru nær allir sömu lengdar, eða um 3 síður. Þannig tekst að kynna efnið með stuttum inngangi og setja síðan fram nokkur aðgreind efaisatriði og nefaa nokkur dæmi og loks draga stutta ályktun. Til viðbótar fylgir hverjum pistli myndskreyting, teikn- ing eftir Halldór Baldursson, sem er vel til fundið. Þessi formúla gefst nokkuð vel og gerir pistlana áhuga- verða og fljótlesna. Bókin skiptist í 5 aðalkafla, sem hver hefur að geyma frá 5 upp í 16 pistla, en alls eru um 45 pistlar í bókinni, sem er 209 bls. að lengd í óvenjulegu broti eða 20 sm x 20 sm. STUTT KYNNING ÚR BÓKINNI Þar segir að stjómun snýst um fólk; að kenna fólki, nýta fólk, að vinna með fólki og er fyrir fólk. Það er ekki nóg að tileinka sér ákveðna tækni, hraða ákvörðunartöku, eða einhverja snilld í notkun stjómtækja við tímastjórnun eða áætlanagerð. Þetta eru allt ágæt hjálpartæki, en ein og sér tryggja þau ekki viðunandi ár- angur. Það sem skiptir máli er að stjórnandinn vinni með sínum starfs- mönnum, beri virðingu fyrir þeim og hvetji til að ná árangri. Ef til vill getur umhyggja fyrir starfsmönnum, við- skiptavinum og eigendum verið einn mikilvægasti eiginleiki góðs stjóm- anda.“ UMFJÖLLUN Það þarf mikið úthald til að skrifa vikulega viðskiptapistil í rúmt ár, og það sem aukastarf, og óska ég höf- undi til hamingju með þann árangur. Það er bæði bindandi og erfitt við- fangsefai að reyna að skrifa um efai líðandi stundar og sumir pistlanna bera þess merki, en langflestir eru mjög vel unnir og greinilegt að mikil vinna liggur að baki mörgum þeirra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.