Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1995, Blaðsíða 27

Frjáls verslun - 01.05.1995, Blaðsíða 27
þannig að mörg þeirra hafa lagt upp laupana af þeim ástæðum að þegar þróun er svo ör verða eldri og reynd- ari fyrirtæki að láta í minni pokann fyrir nýjum, framsæknum fyrirtækj- um með nýja framleiðslu og merki. Nokkur eldri merkjanna hafa þó a.rn.k. haldið velli, en hafa á tímabil- um þurft að bíða lægri hlut fyrir nýrri framleiðslu og merkjum. Eitt íslensku merkjanna er Henson, sem átti rætur sínar að rekja til þess er Halldór Ein- arsson sat við saumvél ’68 og hannaði búninga á íþróttamenn, og byggði síð- ar stórt fyrirtæki í íslenskum íþrótta- vöruiðnaði. Verslanir eins og Hellas, Sport og Sportval voru stóru búðir síns tíma fyrir einhverjum áratugum, en hafa allar horfið á braut. Erlendis átti sér stað mikil þróun og ný og óþekkt merki voru að hasla sér völl, sem síðar koma við sögu á íslandi. Fyrir u.þ.b. 20 árum koma merki fram, sem verulega eiga eftir að láta að sér kveða í samkeppni við gamal- grónu merkin, sem allsráðandi höfðu verið lengi á markaði, eins og Adidas og Puma. Þessi nýju merki voru t.d. Nike og Reebok, sem hönnuðu skó fyrir þolfimiíþróttina er varð æ vin- sælli, auk fleiri merkja eins t.d. Tig- er, sem síðar varð Asics. Árið 79 kom enn ein nýjungin í skógerð, sem fólst í loftpúða í hæl sem höggdeyfi fyrir hlaupara en hún hafði síðar meir mikil áhrif á samkeppni í íþróttaskó- framleiðslu. Þróunin sl. 15 ár hefur verið hröð og alls kyns nýjungar og merki komið fram, sem fyrirtæki hafa markaðssett með misjöfnun árangri og úrvalið hefur aldrei verið meira en einmitt á þessu tímabili. Merki hafa komið og farið á íslandi, en áhrif harðrar samkeppni er óvægin, menn verða að standa sig til að halda velli, bæði í vöruþróun vöru og markaðs- setningu. Mörg sígild framleiðsla hef- ur haldið velli í einstökum greinum íjrróttaframleiðslunnar, t.d. í knatt- spyrnu- og handknattleiksskóm, en í hlaupaskóm eru breytingar á milli ára, og mjög breið lína í þeim efnum fyrir bæði kynin, enda orðinn stóriðnaður í dag. Trimmarar eru nýji markhópur- inn og hefur þetta haft áhrif á sölu fyrirtækja og markaðssetningu. Það dugir ekki lengur að framleiða fyrir afreksmenn því almenningur er Unglingar eru sterkur hópur kaup- enda á íþróttafatnaði. Hér er hjólað með tilþrifum og á sportlegan hátt. Almenningur leggur upp úr að vera sportlegur í frítíma sínum. í sölu baðfatnaðar er hörð sam- keppni eins og á öðrum sviðum íþróttafatnaðar. Tíska með tilheyrandi litadýrð kemur mjög sögu í sölu íþrótta- fatnaðar. 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.