Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1995, Page 27

Frjáls verslun - 01.05.1995, Page 27
þannig að mörg þeirra hafa lagt upp laupana af þeim ástæðum að þegar þróun er svo ör verða eldri og reynd- ari fyrirtæki að láta í minni pokann fyrir nýjum, framsæknum fyrirtækj- um með nýja framleiðslu og merki. Nokkur eldri merkjanna hafa þó a.rn.k. haldið velli, en hafa á tímabil- um þurft að bíða lægri hlut fyrir nýrri framleiðslu og merkjum. Eitt íslensku merkjanna er Henson, sem átti rætur sínar að rekja til þess er Halldór Ein- arsson sat við saumvél ’68 og hannaði búninga á íþróttamenn, og byggði síð- ar stórt fyrirtæki í íslenskum íþrótta- vöruiðnaði. Verslanir eins og Hellas, Sport og Sportval voru stóru búðir síns tíma fyrir einhverjum áratugum, en hafa allar horfið á braut. Erlendis átti sér stað mikil þróun og ný og óþekkt merki voru að hasla sér völl, sem síðar koma við sögu á íslandi. Fyrir u.þ.b. 20 árum koma merki fram, sem verulega eiga eftir að láta að sér kveða í samkeppni við gamal- grónu merkin, sem allsráðandi höfðu verið lengi á markaði, eins og Adidas og Puma. Þessi nýju merki voru t.d. Nike og Reebok, sem hönnuðu skó fyrir þolfimiíþróttina er varð æ vin- sælli, auk fleiri merkja eins t.d. Tig- er, sem síðar varð Asics. Árið 79 kom enn ein nýjungin í skógerð, sem fólst í loftpúða í hæl sem höggdeyfi fyrir hlaupara en hún hafði síðar meir mikil áhrif á samkeppni í íþróttaskó- framleiðslu. Þróunin sl. 15 ár hefur verið hröð og alls kyns nýjungar og merki komið fram, sem fyrirtæki hafa markaðssett með misjöfnun árangri og úrvalið hefur aldrei verið meira en einmitt á þessu tímabili. Merki hafa komið og farið á íslandi, en áhrif harðrar samkeppni er óvægin, menn verða að standa sig til að halda velli, bæði í vöruþróun vöru og markaðs- setningu. Mörg sígild framleiðsla hef- ur haldið velli í einstökum greinum íjrróttaframleiðslunnar, t.d. í knatt- spyrnu- og handknattleiksskóm, en í hlaupaskóm eru breytingar á milli ára, og mjög breið lína í þeim efnum fyrir bæði kynin, enda orðinn stóriðnaður í dag. Trimmarar eru nýji markhópur- inn og hefur þetta haft áhrif á sölu fyrirtækja og markaðssetningu. Það dugir ekki lengur að framleiða fyrir afreksmenn því almenningur er Unglingar eru sterkur hópur kaup- enda á íþróttafatnaði. Hér er hjólað með tilþrifum og á sportlegan hátt. Almenningur leggur upp úr að vera sportlegur í frítíma sínum. í sölu baðfatnaðar er hörð sam- keppni eins og á öðrum sviðum íþróttafatnaðar. Tíska með tilheyrandi litadýrð kemur mjög sögu í sölu íþrótta- fatnaðar. 27

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.