Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1995, Blaðsíða 60

Frjáls verslun - 01.05.1995, Blaðsíða 60
FOLK GUNNARINGIMUNDARSON, HUG HF. „Fyrirtækið Hugur hefur þróast smátt og smátt og hvert verkefni leitt af öðru. Við sérhæfðum okkur í hug- búnaðargerð fyrir fram- leiðslufyrirtæki, hönnuðum síðan tímaskráningarkerfi og höfum nú tengt það við viðskiptahugbúnaðinn Con- corde en þær lausnir höfum við þróað í samvinnu við danskt fyrirtæki,“ segir Gunnar Ingimundarson, framkvæmdastjóri Hugar hf. Gunnar er 39 ára. Hann varð stúdent frá M.R. 1976 og lauk prófi úr viðskipta- deild H.í. 1981. Hann hóf störf hjá Félagi íslenskra iðnrekenda 1982 og vann þar þangað til Hugur var stofnaður 1986. „Ingjaldur Hannibalsson réði mig í tæknideild FÍI og varð ég tölvuráðgjafi fyrir félagsmenn sem vildu koma sér upp tölvubúnaði. Á há- skólaárunum fiktaði ég við tölvur hjá Þjóðhagsstofnun, undir leiðsögn Sigurðar B. Stefánssonar, en þegar ég var í H.í. var kennt á gamla spjaldakerfið. Starf okkar í tæknideild FÍI leiddi út í þróun hugbúnaðar fyrir fé- lagsmenn og þar kviknaði hugmyndin að sjálfstæðum rekstri. Við stofnuðum Hug 1986 og voru starfsmenn fjórir í upphafi en þeir eru nú orðnir 24,“ segir Gunnar. TÍMASKRÁNINGARKERFIÐ ÚTVÖRÐUR Gunnar segir að fyrirtæk- ið hafí vaxið í hæfilegum skrefum. Starfsmenn eiga um helming hlutafjár og fyrir nokkrum árum eignaðist Þróunarfélag íslands tals- verðan hluta í fyrirtækinu. „Eitt af fyrstu verkefnum okkar var að þróa tíma- skráningarkerfi fyrir fyrir- tæki sem leysti gömlu stimpilklukkuna af hólmi og tengdist launaútreikningi beint. Kallast tækið Út- vörður og hugbúnaður þess Bakvörður. Um 1988 fór að halla undan fæti hjá mark- hópi okkar, iðnfyrirtækjum í landinu, en þá héldum við áfram þróun búnaðarins með fleiri fyrirtæki í huga. Viðskiptavinir okkar eru um 300 hér á landi og fer fjölg- andi í Noregi og Danmörku. Okkur gengur vel að selja kerfið þar því við höfum þurft að finna margar lausnir í launaútreikningi, vegna þess hve launasamningar hér á landi eru flóknir. Við höfum lausnir á ýmsu sem þeir eru að byrja að glíma við. Fyrir þremur árum hóf- um við samstarf við danskt fyrirtæki um sölu á Con- corde viðskiptahugbúnaði og getum því boðið fyrir- tækjum heildarlausnir. Flestum fmnst þægilegt að hafa allan tölvubúnað frá sama fyrirtæki og er sala á Concorde orðin um helm- ingur af starfsemi fyrirtæk- isins,“ segir Gunnar. KEPPNISMAÐUR Eiginkona Gunnars er Hrund Scheving Thor- steinsson, hjúkrunarfram- kvæmdastjóri á Landspítal- anum. Þau eiga 15 ára og 2 ára syni og eitt barn á leið- inni. „Ég hef alltaf verið íþróttafrík, er fæddur KR- ingur enda alinn upp á Kaplaskjólsveginum," segir Gunnar um líf sitt utan vinn- unnar. „Ég spila enn þá fót- bolta einu sinni í viku og er svo mikill keppnismaður í mér að ég á erfitt með að stunda íþrótt eins og t.d. sund. Eldri sonur minn spil- ar körfubolta með KR og ég tek þátt í foreldrastarfi og ýmsu öðru starfi hjá KR. Áhugamál okkar beggja tengist einnig syni okkar en hann hefur verið í Drengja- kór Laugameskirkju og þar hefur verið mikið foreldra- starf. Ég hef verið í forsvari fyrir því starfi undanfarið og þykir það mjög skemmti- legt. Þar hef ég kynnst mörgu góðu fólki,“ sagði Gunnar að lokum. TEXTI: ELÍSABET ÞORGEIRSDÓTTIR MYNDIR: KRISTJÁN EINARSSON 60 Gunnar Ingimundarson byrjaði að þróa tölvuhugbúnað á tæknideild Félags íslenskra iðnrekenda og það starf leiddi til þess að fyrirtækið Hugur var stofnað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.