Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1995, Síða 60

Frjáls verslun - 01.05.1995, Síða 60
FOLK GUNNARINGIMUNDARSON, HUG HF. „Fyrirtækið Hugur hefur þróast smátt og smátt og hvert verkefni leitt af öðru. Við sérhæfðum okkur í hug- búnaðargerð fyrir fram- leiðslufyrirtæki, hönnuðum síðan tímaskráningarkerfi og höfum nú tengt það við viðskiptahugbúnaðinn Con- corde en þær lausnir höfum við þróað í samvinnu við danskt fyrirtæki,“ segir Gunnar Ingimundarson, framkvæmdastjóri Hugar hf. Gunnar er 39 ára. Hann varð stúdent frá M.R. 1976 og lauk prófi úr viðskipta- deild H.í. 1981. Hann hóf störf hjá Félagi íslenskra iðnrekenda 1982 og vann þar þangað til Hugur var stofnaður 1986. „Ingjaldur Hannibalsson réði mig í tæknideild FÍI og varð ég tölvuráðgjafi fyrir félagsmenn sem vildu koma sér upp tölvubúnaði. Á há- skólaárunum fiktaði ég við tölvur hjá Þjóðhagsstofnun, undir leiðsögn Sigurðar B. Stefánssonar, en þegar ég var í H.í. var kennt á gamla spjaldakerfið. Starf okkar í tæknideild FÍI leiddi út í þróun hugbúnaðar fyrir fé- lagsmenn og þar kviknaði hugmyndin að sjálfstæðum rekstri. Við stofnuðum Hug 1986 og voru starfsmenn fjórir í upphafi en þeir eru nú orðnir 24,“ segir Gunnar. TÍMASKRÁNINGARKERFIÐ ÚTVÖRÐUR Gunnar segir að fyrirtæk- ið hafí vaxið í hæfilegum skrefum. Starfsmenn eiga um helming hlutafjár og fyrir nokkrum árum eignaðist Þróunarfélag íslands tals- verðan hluta í fyrirtækinu. „Eitt af fyrstu verkefnum okkar var að þróa tíma- skráningarkerfi fyrir fyrir- tæki sem leysti gömlu stimpilklukkuna af hólmi og tengdist launaútreikningi beint. Kallast tækið Út- vörður og hugbúnaður þess Bakvörður. Um 1988 fór að halla undan fæti hjá mark- hópi okkar, iðnfyrirtækjum í landinu, en þá héldum við áfram þróun búnaðarins með fleiri fyrirtæki í huga. Viðskiptavinir okkar eru um 300 hér á landi og fer fjölg- andi í Noregi og Danmörku. Okkur gengur vel að selja kerfið þar því við höfum þurft að finna margar lausnir í launaútreikningi, vegna þess hve launasamningar hér á landi eru flóknir. Við höfum lausnir á ýmsu sem þeir eru að byrja að glíma við. Fyrir þremur árum hóf- um við samstarf við danskt fyrirtæki um sölu á Con- corde viðskiptahugbúnaði og getum því boðið fyrir- tækjum heildarlausnir. Flestum fmnst þægilegt að hafa allan tölvubúnað frá sama fyrirtæki og er sala á Concorde orðin um helm- ingur af starfsemi fyrirtæk- isins,“ segir Gunnar. KEPPNISMAÐUR Eiginkona Gunnars er Hrund Scheving Thor- steinsson, hjúkrunarfram- kvæmdastjóri á Landspítal- anum. Þau eiga 15 ára og 2 ára syni og eitt barn á leið- inni. „Ég hef alltaf verið íþróttafrík, er fæddur KR- ingur enda alinn upp á Kaplaskjólsveginum," segir Gunnar um líf sitt utan vinn- unnar. „Ég spila enn þá fót- bolta einu sinni í viku og er svo mikill keppnismaður í mér að ég á erfitt með að stunda íþrótt eins og t.d. sund. Eldri sonur minn spil- ar körfubolta með KR og ég tek þátt í foreldrastarfi og ýmsu öðru starfi hjá KR. Áhugamál okkar beggja tengist einnig syni okkar en hann hefur verið í Drengja- kór Laugameskirkju og þar hefur verið mikið foreldra- starf. Ég hef verið í forsvari fyrir því starfi undanfarið og þykir það mjög skemmti- legt. Þar hef ég kynnst mörgu góðu fólki,“ sagði Gunnar að lokum. TEXTI: ELÍSABET ÞORGEIRSDÓTTIR MYNDIR: KRISTJÁN EINARSSON 60 Gunnar Ingimundarson byrjaði að þróa tölvuhugbúnað á tæknideild Félags íslenskra iðnrekenda og það starf leiddi til þess að fyrirtækið Hugur var stofnað.

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.