Frjáls verslun - 01.05.1995, Blaðsíða 65
bera skyldur og fjárframlög til þeirra
eru sýnileg í formi hækkunar á hluta-
fé. Einnig er nauðsynlegt að ríkið geri
ákveðnar arðsemiskröfur til fyrir-
tækja sinna.
4. FREKARIHREINGERNING í
SKATTAKERFINU
Frumskilyrði skattlagningar er að
skattkerfið sé einfalt, skilvirkt og
hlutlaust. Skattstofnar verða að vera
skýrt afmarkaðir og með sem fæstum
undanþágum og skatthlutföll sem
lægst. Framangreint tryggir betur
skattskil heldur en kröfur um aukið
eftirlit og strangari viðurlög. Á und-
anfömum árum hafa verið stigin stór
skref í að gera skattkerfið vinsam-
legra atvinnurekstri. Nokkrar frekari
lagfæringar gætu falist í eftirfarandi:
a) Afnám eða veruleg lækkun eigna-
skatta af fyrirtækjum. Víðast í
nágrannalöndum okkar em ekki
lagðir eignaskattar á fyrirtæki.
b) Til að gæta jafnræðis á milli at-
vinnugreina þarf að samræma
tryggingargjald í einu skattþrepi.
c) Leggja ber áherslu á að lækka
virðisaukaskattshlutfall og hafa
einungis eitt skattþrep.
d) Rýmka þarf reglur um yfirfæran-
legt tap á milli ára en ekki þrengja
eins og þróunin hefur verið að
undanfömu. INoregiert.d. heim-
ilt að geyma tap í allt að 10 ár. Með
því væri tekið tillit til þess hversu
sveiflukennt íslenskt efnahagsk'f
er og jafnframt væri fyrirtækjum
gert kleift að byggja upp eigið fé
eftir langvarandi erfiðleika í
rekstri.
e) Setja þarf í skattalög hvata til þátt-
töku í atvinnustarfsemi, rann-
sókna- og þróunar og til útflutn-
ingssóknar.
f) Breyta þarf skattlagningu ein-
staklinga í atvinnurekstri til sam-
ræmis við það sem tíðkast um
aðra atvinnustarfsemi.
5. VINNUMARKAÐUR
Endurskoða þarf vinnulöggjöfma
með það fyrir augum að koma í veg
fyrir að fámennir hópar geti stöðvað
heilar atvinnugreinar. Setja þarf
ákvæði um að starfsemi fyrirtækis
verði ekki stöðvuð nema tiltekinn lág-
marksfjöldi (hlutfall) starfsmanna sé
því samþykkur. Kveða þarf skýrt á
um það hvernig kjarasamningar skuli
samþykktir, einkum hvaða lágmarks-
þátttöku þarf til þess að þeir verði
felldir. Met í verkfallsdögum ber vott
um aga- og stjórnleysi á vinnumarkaði
og eykur ekki samkeppnishæfni ís-
lensk atvinnulífs eða laðar til landsins
erlenda fjárfesta.
6. EIGIÐ FÉ FYRIRTÆKJA OG
ERLENDAR FJÁRFESTINGAR
Mikilvægt er að styrkja eiginfjár-
stöðu íslenskra fyrirtækja og gera
þau stæltari vegna sífellt aukinnar al-
þjóðlegrar samkeppni. Slíkt gerist
bæði með því að fyrirtækjunum verði
sköpuð jákvæð rekstrarskilyrði og
einnig með því að almenningi verði
auðveldað að gerast beinir þátttak-
endur í atvinnulífmu með kaupum á
hlutabréfum, t.a.m. með því að
rýmka ákvæði um skattlagningu sölu-
hagnaðar af hlutabréfum. Til að efla
eigið fé íslenskra fyrirtækja og opna
ný tækifæri þarf að koma til erlent
áhættufjármagn. Með erlendri fjár-
festingu aukast umsvif efnhagslífsins
og fjölbreytni í atvinnulífinu vex. At-
vinnutækifærum fjölgar og skatt-
stofnar breikka. Hið algera bann við
erlendri fjárfestingu í sjávarútvegi
orkar orðið mjög tvímælis.
7. INNLEIÐA SAMKEPPNISHUGSUN í
MENNTAKERFINU
Menntun verður sífellt mikilvægari
fyrir samkeppnishæfni fyrirtækja og
þjóða. Til að vera sem best undirbúin
undir alþjóðlega samkeppni þarf
menntun íslenskra ungmenna að vera
síst lakari og helst betri en tíðkast
erlendis. í því skyni þarf að verða
áherslubreyting í menntamálum-
.Auka þarf tengsl við atvinnulífið og
innleiða kosti samkeppnishugsunar.
Þá þarf að nýta betur tíma og fjár-
magn sem varið er til þessara mála
s.s. með lengingu skólaárs og skóla-
tíma.
Hér hefur aðeins verið tæpt á
nokkrum atriðum sem ég tel brýnt að
stjórnvöld taki til skoðunar þannig að
áfram haldi uppbygging og framþróun
íslensks atvinnulífs sem er undirstaða
velmegunar og betra mannlífs á ís-
landi.
65