Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1995, Blaðsíða 58

Frjáls verslun - 01.05.1995, Blaðsíða 58
Rætt viö Hróbjart Jónatansson hæstaréttarlögmann: GÆÐASTJÓRNUN Á LÖGFRÆÐISTOFUM Advoc, samtök evrópskra lögfræðinga, hélt nýlega ráðstefnu í Reykjavík um gæðastjórnun oggæðamál lögfræðistofa. Þærerujú fyrirtæki íþjónustu Advoc, samtök sjálfstætt starfandi lögfræðinga í Evrópu, héldu ráð- stefnu og aðalfund sinn á Grand Hótel í Reykjavík síðustu helgina í apríl. Þar voru saman komnir margir kunnir lögfræðingar á sínum heimaslóðum; menn sem hafa brugðist við nýjum tímum, nýrri Evrópu með því að bind- ast samtökum. Lagasetning í einstökum löndum og á vett- vangi Evrópusambandsins tek- ur örum breytingum, samning- ur um evrópska efnahagssvæð- ið hefur tekið gildi. Veröldin hefur tekið stakkaskiptum, samvinna er kjörorð dagsins, markaðurinn er látinn ráða, járntjaldið er fallið með hruni kommúnismans. í takt við nýja tíma hafa sjálfstætt starfandi lögfræðing- ar í 27 Evrópulöndum tekið höndum saman og myndað Ad- voc. Með því telja þeir sig svara kröfum markaðarins um skjóta, örugga og staðbundna lögfræði- þjónustu um alla álfuna, raunar heim allan. Innan vébanda Ad- voc eru 45 lögfræðistofur með um 500 lögmenn. „Advoc er í raun evrópskari en íbúar Evrópu,“ segir Richard van Oppen, sem fram að aðalfundinum í Reykjavík var for- maður samtakanna, og hann bætir við til skýringar. „Enn eru sjónarmið ólík í Evrópu þrátt fyrir Maastricht. Bret- ar halda sínu fram, Frakkar sömuleið- is, Þjóðverjar, ítalir, Spánverjar og Danir svo dæmi séu tekin. Advoc starfar óháð landamærum. Advoc er nútíminn." ALMENNA MÁLFLUTNINGSSTOFAN ÍSLENSKIADVOC-AÐILINN Almenna málflutningsstofan hf. er íslenski Advoc-aðilinn og hafði veg og vanda af skipulagningu ráðstefnunnar og aðalfundarins. Aðaleigendur eru hæstaréttarlögmennirnir Jónatan Sveinsson og Hróbjartur Jónatansson og Reynir Karlsson, héraðsdómslög- maður, en sex lögmenn starfa í firm- anu. Samstarfið við Advoc hefur fyrst og fremst hvílt á herðum Hróbjarts. Hann útskrifaðist úr lagadeild HÍ1984 með I. einkunn og hóf störf sem full- trúi hjá Arnmundi Bachmann hrl. Hann fékk héraðsdómsréttindi 1985. í júlí 1986 stofiiaði hann stofu ásamt föður sínum, Jónatani Sveinssyni. Ár- ið 1990 varð hann hæstaréttarlög- maður, þá 32 ára gamall og yngsti starfandi lögmaðurinn á þeim tíma til þess að hljóta þau réttindi. Sam- starf við Reyni Karlsson hófst 1992 með stofnun Almennu mál- flutningsstofunnar hf. Þrjú ár eru liðin frá því Almenna mál- flutningsstofan gerðist aðili að Advoc-samtökunum. HÖRMULEGT SLYS Á ENGLANDI LEIDDITIL ADVOC-AÐILDAR Hróbjartur segir aðdraganda þess að þeir gerðust aðilar að Advoc megi rekja til ársins 1991. „Þá lentu íslenskir golfáhuga- menn á ferð um S-England í hörmulegu umferðarslysi. Tveir létu lífið og fimm slösuð- ust alvarlega. Þeir sem komust lífs af og ekkjur hinna tveggja höfðu samband og óskuðu eftir því að skaðabótamál yrði höfðað í Englandi. Sjálfur er ég meðlim- ur í International Bar Associat- ion, sem eru fjölmenn samtök lög- manna víða um heim, og var að hug- leiða að leita samstarfs á þeim vettvangi fyrir mína umbjóðendur. En ég taldi mig ekki hafa næga trygg- ingu fyrir gæðum og áreiðanleika með því að fletta upp í nafnaskrá og ákvað að afla mér haldbetri upplýsinga." Hróbjartur hafði því samband við Hróbjartur Jónatansson, hæstaréttarlögmað- ur. „Lögfræðingar sem aðrir eiga ávallt að leita leiða til þess að bæta þjónustu sína.“ 58
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.