Frjáls verslun - 01.05.1995, Side 58
Rætt viö Hróbjart Jónatansson hæstaréttarlögmann:
GÆÐASTJÓRNUN Á
LÖGFRÆÐISTOFUM
Advoc, samtök evrópskra lögfræðinga, hélt nýlega ráðstefnu í Reykjavík um
gæðastjórnun oggæðamál lögfræðistofa. Þærerujú fyrirtæki íþjónustu
Advoc, samtök sjálfstætt starfandi
lögfræðinga í Evrópu, héldu ráð-
stefnu og aðalfund sinn á Grand Hótel
í Reykjavík síðustu helgina í apríl. Þar
voru saman komnir margir kunnir
lögfræðingar á sínum heimaslóðum;
menn sem hafa brugðist við nýjum
tímum, nýrri Evrópu með því að bind-
ast samtökum. Lagasetning í
einstökum löndum og á vett-
vangi Evrópusambandsins tek-
ur örum breytingum, samning-
ur um evrópska efnahagssvæð-
ið hefur tekið gildi. Veröldin
hefur tekið stakkaskiptum,
samvinna er kjörorð dagsins,
markaðurinn er látinn ráða,
járntjaldið er fallið með hruni
kommúnismans.
í takt við nýja tíma hafa
sjálfstætt starfandi lögfræðing-
ar í 27 Evrópulöndum tekið
höndum saman og myndað Ad-
voc. Með því telja þeir sig svara
kröfum markaðarins um skjóta,
örugga og staðbundna lögfræði-
þjónustu um alla álfuna, raunar
heim allan. Innan vébanda Ad-
voc eru 45 lögfræðistofur með
um 500 lögmenn. „Advoc er í
raun evrópskari en íbúar Evrópu,“
segir Richard van Oppen, sem fram
að aðalfundinum í Reykjavík var for-
maður samtakanna, og hann bætir við
til skýringar. „Enn eru sjónarmið ólík
í Evrópu þrátt fyrir Maastricht. Bret-
ar halda sínu fram, Frakkar sömuleið-
is, Þjóðverjar, ítalir, Spánverjar og
Danir svo dæmi séu tekin. Advoc
starfar óháð landamærum. Advoc er
nútíminn."
ALMENNA MÁLFLUTNINGSSTOFAN
ÍSLENSKIADVOC-AÐILINN
Almenna málflutningsstofan hf. er
íslenski Advoc-aðilinn og hafði veg og
vanda af skipulagningu ráðstefnunnar
og aðalfundarins. Aðaleigendur eru
hæstaréttarlögmennirnir Jónatan
Sveinsson og Hróbjartur Jónatansson
og Reynir Karlsson, héraðsdómslög-
maður, en sex lögmenn starfa í firm-
anu.
Samstarfið við Advoc hefur fyrst
og fremst hvílt á herðum Hróbjarts.
Hann útskrifaðist úr lagadeild HÍ1984
með I. einkunn og hóf störf sem full-
trúi hjá Arnmundi Bachmann hrl.
Hann fékk héraðsdómsréttindi 1985.
í júlí 1986 stofiiaði hann stofu ásamt
föður sínum, Jónatani Sveinssyni. Ár-
ið 1990 varð hann hæstaréttarlög-
maður, þá 32 ára gamall og yngsti
starfandi lögmaðurinn á þeim tíma til
þess að hljóta þau réttindi. Sam-
starf við Reyni Karlsson hófst
1992 með stofnun Almennu mál-
flutningsstofunnar hf. Þrjú ár
eru liðin frá því Almenna mál-
flutningsstofan gerðist aðili að
Advoc-samtökunum.
HÖRMULEGT SLYS Á ENGLANDI
LEIDDITIL ADVOC-AÐILDAR
Hróbjartur segir aðdraganda
þess að þeir gerðust aðilar að
Advoc megi rekja til ársins 1991.
„Þá lentu íslenskir golfáhuga-
menn á ferð um S-England í
hörmulegu umferðarslysi.
Tveir létu lífið og fimm slösuð-
ust alvarlega. Þeir sem komust
lífs af og ekkjur hinna tveggja
höfðu samband og óskuðu eftir
því að skaðabótamál yrði höfðað
í Englandi. Sjálfur er ég meðlim-
ur í International Bar Associat-
ion, sem eru fjölmenn samtök lög-
manna víða um heim, og var að hug-
leiða að leita samstarfs á þeim
vettvangi fyrir mína umbjóðendur.
En ég taldi mig ekki hafa næga trygg-
ingu fyrir gæðum og áreiðanleika með
því að fletta upp í nafnaskrá og ákvað
að afla mér haldbetri upplýsinga."
Hróbjartur hafði því samband við
Hróbjartur Jónatansson, hæstaréttarlögmað-
ur. „Lögfræðingar sem aðrir eiga ávallt að
leita leiða til þess að bæta þjónustu sína.“
58